Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 37
5 | 30. október 2013 | miðvikudagur
NÝTT
Nicotinell er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið
dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og
auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri:
Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir
einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú
reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir
þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri
skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst
sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal
endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á
sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám
saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring.
Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð
til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega
komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus
tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar
ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð.
Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota
lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða
æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða
lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja
tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið.
Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn
af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer
Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
Loksins
á Íslandi!
Nicotinell með
Spearmint bragði
- auðveldar þér að
hætta reykingum
Fjölmiðill Hagnaður/Tap EBITDA Handbært fé Eigið fé Skuldir
365-samstæðan 305,0 m.kr. 1.088,0 m.kr. 106,0 m.kr. 2.561,0 m.kr. 7.227,0 m.kr.
Myllusetur/Viðskiptablaðið 5,6 m.kr. 7,8 m.kr. 8,2 m.kr. 23,3 m.kr. 61,1 m.kr.
Morgundagur/Fréttatíminn -5,5 m.kr. 3,5 m.kr. 13,9 m.kr. 17,8 m.kr. 44,5 m.kr.
Árvakur/Morgunblaðið -46,7 m.kr. 100,9 m.kr. 141,6 m.kr. 974,5 m.kr. 1.246,6 m.kr.
DV -65,2 m.kr. -57,0 m.kr. -4,2 m.kr. -15,0 m.kr. 168,1 m.kr.
RÚV ohf. -85,4 m.kr. 341,9 m.kr. 5,1 m.kr. 651,4 m.kr. 4.919,8 m.kr.
Skjárinn -165,0 m.kr. -83,9 m.kr. 22.000 kr. -817,5 m.kr. 2.166,8 m.kr.
Heimild: Ársreikningar. Ath. allar tölur í milljónum króna, nema handbært fé Skjásins, sem talið er í krónum.
TÖLUR ÚR REIKNINGUM HELSTU MIÐLA 2012
Einungis tvö af sjö fjölmiðlafyrirtækjum sem
skilað hafa ársreikningi skiluðu hagnaði á síð-
asta ári.
Samstæða 365, sem meðal annars á Frétta-
blaðið, Stöð 2 og Bylgjuna, skilaði langmestum
hagnaði, 305 milljónum króna. Þá skilaði Myllu-
setur, sem rekur Viðskiptablaðið, tæplega 5,6
milljóna króna hagnaði.
Samanlagt tap hinna, Árvakurs/Morgun-
blaðsins, Ríkisútvarpsins ohf. (RÚV), Skjásins,
DV og Morgundags/Fréttatímans er 367,8 millj-
ónir króna árið 2012.
Langmest er tap Skjásins upp á tæpar 165
milljónir króna. Næstmest er tapið svo hjá RÚV
85,4 milljónir og svo er DV í þriðja sæti með
65,2 milljóna króna tap.
Raunar er sérstaða Skjásins og DV nokkur í
þessum samanburði því þau eru einu fyrirtæk-
in sem í lok síðasta rekstrarárs voru með nei-
kvæða eiginfjárstöðu. Eigið fé Skjásins var nei-
kvætt um 817,5 milljónir króna og DV um 15
milljónir.
Þá var handbært fé DV líka neikvætt um
tæplega 4,2 milljónir króna. Skjárinn átti um
áramót handbærar 22 þúsund krónur.
Í áritun stjórnenda Skjásins á ársreikningi
segir að þrátt fyrir neikvæða eiginfjárstöðu
telji stjórnendur ekki leika vafa á áframhald-
andi rekstrarhæfi félagsins þar sem móður-
félag þess, sem jafnframt sé stærsti lánardrott-
inn fyrirtækisins, muni styðja fjárhagslega við
rekstur félagsins og tryggja áframhaldandi
rekstur þess. „Að minnsta kosti næstu 12 mán-
uði.“
Í skýrslu stjórnar í ársreikningi DV 2012 er
líka vísað til þess að gripið hafi verið til víð-
tækrar hagræðingar í rekstri, auk þess sem
hlutafé hafi verið aukið um ríflega 55 millj-
ónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Talan
er forvitnileg í samhengi við endurmat á virði
óefnislegra eigna (útgáfuréttar og hugbúnaðar)
upp á 39,7 milljónir í ársreikningi DV. Án hans
hefði halli á rekstri félagsins verið 54,7 milljón-
ir króna í árslok 2012.
FÁIR STANDAST LÁNAMÆLISTIKU BANKANNA
Þegar bankar leggja mat á lánshæfi fyrirtækja
er gjarnan horft til kennitölu sem fengin er út
með því að deila rekstrarhagnaði án afskrifta
(EBITDA) í vaxtaberandi skuldir að frádregnu
handbæru fé. Hlutfallið gefur fjárfestum, eða
lánveitendum, hugmynd um hversu langan tíma
fyrirtæki væri að greiða upp skuldir sínar, án til-
lits til vaxta, skatta, afskrifta og rýrnunar.
Af spjalli við sérfræðinga í fyrirtækjarekstri og
greiningu ársreikninga má ráða að bankar telji
fyrirtæki hæf til lántöku ef hlutfallið er undir
3 til 3,5 árum.
Í greiningu á ársreikningum íslenskra fjöl-
miðlamarkaði kemur í ljós að einungis eitt fyr-
irtæki fellur innan þess ramma, en það er
Myllusetur, eigandi Viðskiptablaðsins. Þar er
skulda/EBITDA-hlutfallið 2,9.
Rétt við mörkin er svo 365-samstæðan með
hlutfall upp á 3,7 og herma heimildir blaðsins
að þar á bæ sé stefnt að því að ná hlutfallinu
mjög hratt niður á þessu og allra næstu árum.
Sé þessi mælistika hins vegar lögð á sam-
stæðu Árvakurs/Morgunblaðið er hlutfallið 9,4
ár og 9,2 ár hjá RÚV.
„Við hlutfall yfir 4 eða 5 fara viðvörunar-
bjöllur alla jafna að glymja því hlutfallið bend-
ir til þess að fyrirtækið sé ólíklegra til að
standa undir skuldabyrði sinni og þar af leið-
andi síður í aðstöðu til þess að bæta við sig
skuldsetningu sem þyrfti til vaxtar,“ segir í út-
skýringu Investopedia á hlutfallinu.
Taprekstur og neikvæðar EBITDA-tölur ann-
arra miðla, svo sem DV, Skjásins og Morgun-
dags/Fréttatímans, gera að hlutfallið nýtist
ekki til samanburðar hjá þeim fyrirtækjum.
Vefpressan, sem meðal annars rekur vef-
miðlana Pressuna og Eyjuna, hefur ekki skilað
ársreikningi fyrir síðasta rekstrarár og er því
ekki með í samanburðinum. Í árslok 2011 var
hins vegar tap á rekstrinum upp á rúmar 29,8
milljónir króna og EBITDA var neikvæð um 32
milljónir.
Fimm fjölmiðlar af
sjö reknir með tapi
Tap fjölmiðlafyrirtækja á síðasta rekstrarári nam tæpum 368
milljónum króna. Mest er tapið hjá Skjánum, RÚV og DV. Eigið fé
tveggja fyrirtækja er neikvætt. Á sama tíma hagnaðist 365 um 305
milljónir og rekstrarfélag Viðskiptablaðsins um 5,6 milljónir króna.
FJÖLMIÐLAMARKAÐUR
Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is
HLUTI FJÖLMIÐLAFLÓRUNNAR Eitt merki um að rekstur standi ekki undir sér er ef handbært fé frá rekstri er neikvætt. Þannig var á síðasta
ári komið fyrir DV og Skjárinn stóð mjög tæpt hvað þetta varðar. Þar var handbært fé í lok árs 22 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/PETUR
817,5 Eigið fé Skjásins var um síðustu áramót neikvætt
um rúmar 817 milljónir króna. Í ársreikningi
fyrirtækisins segja stjórnendur að móður-
félag Skjásins, Skipti, sem einnig á Símann
og Mílu, styðji við reksturinn og tryggi áfram-
hald hans, að minnsta kosti í 12 mánuði.