Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 54
30. október 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3.500 evrum upp í fram- leiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvem- ber,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heim- ilisvörur á borð við púða, hand- klæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í fram- tíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karol- ina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að fram- an og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem glerið er sandblásið. Speglarnir eru í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að tak- markið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum. - sm evrur höfðu safnast í gær. Enn er 21 dagur eft ir af söfnunarátakinu. 340 Fiskikóngurinn Stærð 30/40 Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Roðlausir og beinlausir „Kvikmyndin High Fidelity er í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst hún mjög skemmtileg og ekki spillir fyrir hversu góð tónlist er í myndinni.“ Erla Jónatansdóttir, tónlistarkona og háskólanemi. BÍÓMYNDIN Keppni í street-dansi fór fram í íþróttahúsinu við Seljaskóla á laugardag. Þar var meðal annars keppt í breikdansi, hipp hoppi og popping. Dansskóli Brynju Péturs- dóttur stóð fyrir viðburðinum og var bandaríski danshöfundurinn Emilio Austin Jr. gestadómari. Hrafnhildur Svala Sigurjóns- dóttir fór með sigur af hólmi í waacking-dansi, en hún keppti einnig í dancehall og í hópaflokki með Diamonds-danshópnum. „Ég byrjaði í ballett þegar ég var sex ára og skipti svo yfir í djassballett. Ég byrjaði ekki að æfa waacking fyrr en á síðasta ári og varð strax ástfangin af dansin- um, þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Hrafnhildur Svala sem æfði stíft í allt sumar. Hún undirbjó sig meðal annars með því að horfa á dansmyndbönd á YouTube. Hrafnhildur hóf nám á nátt- úrufræðibraut við Menntaskól- ann í Reykjavík í haust og hyggur á læknisnám í framtíðinni. „Það er svolítið erfitt að vera svona mikið í dansi með náminu, en ég reyni bara að skipuleggja mig vel,“ segir hún. Danshópurinn Cyborgs bar sigur úr býtum í hópaflokki. Hall- mann Sigurðarson, Stefán Hall- dór og Brynjar Dagur Albertsson skipa hópinn, en piltarnir eru á aldrinum tólf til fimmtán ára. Hallmann hefur æft popping í tvö ár en hópurinn hefur æft saman í rúmt ár. „Ég sá mynd- band af popping á netinu og fór að æfa mig sjálfur. Svo fann ég Dansskóla Brynju og byrjaði að æfa hjá henni, ég kynntist Stef- áni og Brynjari þar,“ útskýrir Hallmann. Hann segir keppnina í ár hafa verið sérlega harða. „Við náðum bara að æfa vikuna fyrir keppni. Við búum langt hver frá öðrum sem gerir æfingar flóknar, þannig að sigurinn kom skemmtilega á óvart,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is SIGURVEGARAR Í GÖTUDANSI Keppni í street- dansi fór fram á laugardag. F.v. Stefán Halldór, Anastasiya Pulgari, Hall- mann, Agnes Einarsdóttir, Fim Suwit Chotnok, Hrafnhildur Svala og Brynjar Dagur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Scintilla safnar fyrir speglum Linda Björg Árnadóttir textílhönnuður segir Karolina Fund góða leið fyrir einstaklinga til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. SAFNA FYRIR SPEGLUM Linda Björg Árnadóttir hönnuður safnar fyrir nýrri vöru á Karolina Fund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ástfangin af waacking-dansinum Keppni í street-dansi fór fram á laugardaginn var. Keppt var í fl okki ólíkra hópa og í einstaklingsfl okki. Hrafnhildur Svala og Cyborgs voru í hópi sigurvegaranna. „Þetta er í fyrsta skiptið sem að þetta er haldið og er allt unnið í samvinnu við Airwaves,“ segir Svava Gunnars- dóttir, leiðbeinandi hóps sem hefur unnið að skipulagningu Airwaves-tón- leika fyrir unglinga á vegum Samfés. „Hugmyndin að tónleikunum vakn- aði hjá Samfés, við ákváðum að setja saman unglingahóp sem hefur unnið að skipulagningunni. Þetta er sér- staklega gert fyrir unglingana sem ekki eru komnir með aldur til að mæta á formlegu Airwaves-hátíðina. Markmið þeirra er að bæta tónleika- menningu ungs fólks. Skólaböll og diskótek eru í rauninni það helsta sem unglingar hér á landi hafa aðgang að,“ útskýrir Svava. Grímur Atlason, framkvæmda- stjóri Iceland Airwaves, er mjög hrifinn af framtakinu en fyrsta skref skipulagningarhópsins var að tala við Grím. „Við fengum styrk frá Evrópu unga fólksins, samtökum þar sem hægt er að sækja um styrki, en þau vinna að málum ungs fólks í Evrópu,“ segir Svava. Tónleikarnir eru einnig unnir í samstarfi við tónleikaröðina Drull- umall, sem fer fram einu sinni í mán- uði í Austurbæjarskóla. Tónleikarnir fara fram í Risinu í Austurbæjarskóla í dag og á morgun og eru hluti af utandagskrá Airwaves- hátíðarinnar. Þar koma fram fimm unglingasveitir og fimm reyndari sveitir, þeirra á meðal eru Emmsjé Gauti, Meistarar Dauðans, Dikta og Lockerbie. - glp Airwaves-tónleikar fyrir unglinga í fyrsta sinn Í ár fara fram í fyrsta sinn Airwaves-tónleikar fyrir unglinga sem ekki hafa aldur til að sækja formlegu hátíðina. LEIÐBEINIR SKIPULAGSHÓPNUM Svava Gunnarsdóttir sér um að leiðbeina hópnum sem skipuleggur fyrstu Airwaves-unglingatónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Loksins fáanleg á ný – árituð mynd af meistaranum fylgir Stétt okkar er mikill sómi að slíkum andans jöfrum. Jakob Frímann Magnússon, formaður FTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.