Fréttablaðið - 30.10.2013, Qupperneq 38
| 6 30. október 2013 | miðvikudagur
Orri Hauksson var nýlega ráðinn forstjóri fjar-
skipta- og upplýsingatæknifyrirtækisins Skipti.
Hann er 42 ára gamall og hefur unnið mikið í
tengslum við fjarskiptamarkaðinn.
Orri er fæddur og uppalinn í Vesturbænum
og bjó við hliðina á Melabúðinni þar til hann var
rúmlega tvítugur. Hann er með stúdentspróf frá
MR og eftir það nam hann vélaverkfræði við Há-
skóla Íslands. „Eftir það nám vann ég um hríð
og fór svo í Harvard Business School og þar náði
ég mér í MBA-gráðu.“ Orri á tvo syni og er trú-
lofaður konu sem á einnig tvo syni. „Þetta er
skemmtileg íslensk nútímafjölskylda. Sex manna
húshald þegar allir eru saman komnir.“
Áhugamál Orra eru margvísleg og partur af
þeim eru stjórnmál og efnahagsmál. „Síðan erum
við feðgarnir, ég, sonur minn og stundum faðir
minn, áhugasamir um að fara saman á fótbolta-
leiki. Ég hef gaman af útivist, fjallgöngum og
slíku. Það skýrist líklega af því að ég var einu
sinni í skátunum. Þó ég hafi ekki verið virkur
í því starfi lengi þá situr ýmislegt eftir frá því.
„Einu sinni skáti, ávallt skáti.“ Fjölskylda og vinir
leika líka stórt hlutverk í lífi mínu.“
Orri hefur verið framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins frá árinu 2010 en þar áður hafði hann
starfað hjá Novator frá árinu 2007 til 2010. Orri
hefur mikið verið viðloðandi fjarskiptamarkað-
inn og frá 2003 til 2007 vann hann sem fram-
kvæmdastjóri þróunarsvið Símans. „Hjá Novator
var ég lengi bæði í Finnlandi og Svíþjóð að vinna
að fjarskiptum og verkefnum í umhverfistækni.
Ég sat lengi í stjórn fyrirtækis sem heitir Scand-
inavian Biogas, sem tekur skólp og alls konar
annan skemmtilegan lífrænan úrgang og býr til
orku úr því.“ Orri var einnig í stjórn Sulphco í
Texas en það fyrirtæki braut niður brennisteins-
sameindir úr olíuafurðum.
Hefur gaman af útivist og fótbolta
Orri Hauksson, fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur verið ráðinn forstjóri Skipta. Hann er
alinn upp í Vesturbænum í Reykjavík, nam vélaverkfræði við HÍ og er með MBA-gráðu frá Harvard Business School.
„Orri er mikill „prinsipp“
maður sem er gríðarlega
fljótur að greina kjarnann
frá hisminu í umræðunni.
Hann er úrræðagóður
og lausnamiðaður. Fyrir
utan það að vera trúr sér
og sínum,“ segir Einar.
„Hann hefur alltaf verið
gríðarlega metnaðargjarn
og tilbúinn til að leggja
mikið á sig. Þó þannig að
það bitni ekki á öðrum,“
segir Einar og bætir við: „Hann er einfald-
lega með skemmtilegri mönnum.“
„Í fyrsta lagi er Orri ein-
staklega góður vinur. Það
er hægt að reiða sig á
hann í gegnum þykkt og
þunnt og leita góðra ráða
hjá honum,“ segir Illugi.
„Hann er einhver skarp-
greindasti maður sinnar
kynslóðar og er einn af
þeim mönnum sem sér
stóru myndina um leið
og hann getur sett sig í öll smáatriðin. Hann
er að eðlisfari mjög málefnalegur og gefst
aldrei upp í rökræðu. Þar fyrir utan er hann
líka mjög skemmtilegur maður.“
„Orri er gríðarlega öflugur
maður og skemmtilega
leiftrandi. Hann er mjög
snöggur að átta sig og
hann er afar fær í mann-
legum samskiptum,“ segir
Svana. „Hann hefur góða
sýn á tækni og er opinn
fyrir nýjungum. Hann er
hugmyndaríkur og mjög
frjór í hugsun. Hann hefur
góða kímnigáfu og er
orðheppinn og hnyttinn.
Hann nær oft skemmtilegu sjónarhorni á mál.
Það er mikilvægt þegar sætta á ólík sjónarmið
og auka skilning. Þessi hæfileiki hefur t.d. reynst
Orra vel þegar hann hefur stjórnað umræðum.“
NÝR FORSTJÓRI
SKIPTA Orri
Hauksson hefur lengi
verið viðloðandi
fjarskiptamarkaðinn.
EINAR GUNNAR
GUÐMUNDSSON
forstöðumaður
nýsköpunarmála
hjá Arion banka.
ILLUGI GUNNARSSON
menntamálaráðherra.
SVANA HELEN
BJÖRNSDÓTTIR
formaður Samtaka
iðnaðarins.
SVIPMYND
Samúel Karl Ólason | samuel@frettabladid.is
SKEMMTILEGUR OG FÆR Í MANNLEGUM SAMSKIPTUM
Póst- og fjarskiptastofnun
(PFS) mun á næstu mánuðum
taka ákvörðun um hvort farið
verði í breytingar sem eiga að
stuðla að aukinni samkeppni í
sölu á upplýsingum um síma-
númer einstaklinga og fyrir-
tækja. Stofnunin ætlar einn-
ig að taka símanúmerið 118 úr
notkun og afturkalla leyfi fyr-
irtækisins Já fyrir notkun á
því.
Já hefur undanfarin ár þurft
að halda utan um heildstæð-
an gagnagrunn yfir innlend
símanúmer. Með fyrirhuguð-
um breytingum PFS á að gera
fjarskiptafyrirtækjum skylt að
safna þessum sömu upplýsing-
um. Fyrirtækjunum er sam-
kvæmt núgildandi fjarskipta-
lögum ætlað að safna þeim en
síðustu ár hafa þau látið Já sjá
um skráninguna.
„Fyrirtækið Já á því miklu
nákvæmari gögn um síma-
númer en fjarskiptafyrirtæk-
in, svo sem nákvæmar upplýs-
ingar um fjölskylduhagi fólks
eða starfsheiti. Fyrirtæki sem
ætlaði að byrja að selja upplýs-
ingar um símanúmer með ein-
hverjum hrágögnum væri því
ekki í sömu stöðu og Já er í nú
og undir þetta sjónarmið hafa
stofnanir eins og PFS tekið,“
segir Andri Árnason, fram-
kvæmdastjóri Miðlunar, en
hann hefur lengi gagnrýnt nú-
verandi fyrirkomulag og sagt
það koma í veg fyrir að fyrir-
tæki geti keppt við Já þegar
kemur að sölu á upplýsingum
um símanúmer.
Andri segir Miðlun hafa gert
tilraunir til að kaupa aðgang að
þessum gögnum Já en að verð
fyrirtækisins hafi verið of hátt
til að geta stað-
ið undir rekstri
slíkrar þjón-
ustu.
„Allir þeir
sem ákveða að
fara í rekstur
þurfa að fjár-
festa í því að
fara í rekst-
ur. Allt frá því að Já var stofn-
að höfum við náð samningum
við öll starfandi fjarskiptafyr-
irtæki um afhendingu síma-
númeraupplýsinga, líkt og
aðrir geta gert. Það eru því
engin einkaréttindi til handa
Já varðandi slíka starfsemi,“
segir Sigríður Margrét Odds-
dóttir, forstjóri Já.
Spurð um hvernig Já ætli að
bregðast við ákvörðun PFS um
afturköllun á leyfi fyrir notk-
un á númerinu 118, segir Sig-
ríður að fyrirtækið ætli ekki
að hætta að veita sömu þjón-
ustu.
„Við höfum fjárfest verulega
í markaðssetningu og höfum
byggt upp þekkingu á vöru-
merkinu 118 og við munum
að sjálfsögðu ekki hætta að
veita þjá þjónustu þó númer-
ið verði lagt niður heldur veita
sömu þjónustu í símanúmerinu
1818,“ segir Sigríður.
Andri tekur í sama streng og
segir að ef PFS ákveði á end-
anum að fara í breytingarnar
þá ætli Miðlun að bjóða upp á
sömu þjónustu.
„Þá ætlum við einfaldlega að
bjóða neytendum upp á fleiri
en einn valkost. Við höfum
fengið úthlutað símanúmerinu
1800 og teljum að það sé hægt
að gera þetta á ódýrari hátt
fyrir neytendur,“ segir Andri.
haraldur@frettabladid.is
Fyrirtæki búa sig undir harðan slag
Póst- og fjarskiptastofnun mun á næstu mánuðum taka ákvörðun um breytingar sem eiga að auka samkeppni í
sölu á upplýsingum um símanúmer og taka 118 úr notkun. Bæði Já og Miðlun vilja selja þessar upplýsingar.
FJARSKIPTI
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
FARA YFIR MÁLIN Starfsmenn Póst- og fjarskiptastofnunar fara nú yfir athugasemdir sem stofnuninni bárust vegna fyrirhugaðra breytinga.
Fréttablaðið/Vilhelm.
SIGRÍÐUR MARGRÉT
ODDSDÓTTIR
Fyrirtækið Já á því miklu nákvæmari
gögn um símanúmer en
fjarskiptafyrir-
tækin, svo
sem
nákvæmar
upplýsingar
um fjöl-
skylduhagi fólks eða
starfsheiti.
ANDRI ÁRNASON