Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 18
 | 2 30. október 2013 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ICELANDAIR 98,3% frá áramótum ÖSSUR 12,2% í síðustu viku MESTA LÆKKUN NÝHERJI -24% frá áramótum 9 0 4 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 30. október ➜ Vinnumarkaður á 3. ársfjórðungi 2013 ➜ Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahlutafélaga í september 2013 ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa Fimmtudagur 31. október ➜ Vöruskipti við útlönd janúar- september 2013 ➜ Hverjir eiga viðskipti? Miðvikudagur 6. nóvember ➜ Vöruskipti við útlönd október 2013 – bráðabirgðatölur ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í september 2013 ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum ➜ Útgáfudagur Peningamála og vaxtaákvörðunardagur Föstudagur 8. nóvember ➜ Útboð ríkisbréfa Fróðleiksmolinn Heimild: Hagstofa Íslands | Skoða nánar: http://data.is/HfBzsI Mánaðarleg raforkunotkun í Gwst. 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 1995 2000 2005 2010 Hagstofa Íslands birtir tölur um raforkunotkun og flokkar eftir stórnot- endum og almenna notkun svo sem eins og heimilin í landinu o.fl. Myndin sýnir mánaðarlega raforkunotkun frá janúar 1995 til júní 2013. Raforkunotkun heimila (bláa línan) er árstíðabundin, hæst í desember en lægst í júní og júlí ár hvert. Raforkunotkun stórnotenda (brúna línan) hefur vaxið mikið á tímabilinu, úr 200 gígawattstundum (GWst) á mán- uði árið 1995 í 1.150 Gwst. Raforkunotkun - Almenn notkun, Gwst Raforkunotkun- Stórnotkun, Gwst. Gwst. Ár Þriðji kerskálinn í Straumsvík tekinn í notkun Álver Norður- áls á Grundar- tanga kom til sögunnar. Norðurál eykur framleiðslugetu álversins í 260 þúsund tonn. Álver Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði tekið í notkun. Hækkar ræstikostnaður um 44% hjá þér 1. desember? 44% Hafðu samband við okkur í síma 581 4000 eða kíktu á www.solarehf.is og kynntu þér lausnir okkar. Sólar ehf. • Kleppsmýrarvegur 8 • 104 Reykjavík Sími. 581 4000 • www.solarehf.is Sólar er einn af stærstu ræstingar- og fasteignaumsjónar aðilum á Íslandi. Síðan 2002 höfum við veitt ótal fyrir- tækjum og stofnunum þjónustu okkar. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 164,50 36,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 155,00 -15,8% 0,0% Bank Nordic (DKK) 133,00 29,1% 0,0% Eimskipafélag Íslands 226,50 -1,5% 0,0% Fjarskipti (Vodafone) 28,70 -11,8% 5,3% Hagar 36,15 58,9% 5,7% Icelandair Group 16,30 98,3% 1,9% Marel 125,00 -11,0% 2,5% Nýherji 3,08 -24,0% 1,7% Reginn 13,61 23,7% 1,0% Tryggingamiðstöðin* 30,35 13,7% 0,8% Vátryggingafélag Íslands** 11,14 20,8% 0,6% Össur 212,00 9,3% 12,2% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.166,25 7,7% -0,9% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 12,80 36,2% 5,3% HB Grandi 16,20 8,0% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 13,0% 0,0% *fyrsta verð 8. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Vísbendingar eru um að kjara- samningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var haf- inn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðs- punktum greiningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar og niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjara- samninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 pró- sent á sama tíma sökum hækk- andi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagð- ar nær óhjákvæmilegar ef nafn- laun hækki umfram framleiðni- vöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækk- un og hækkun olíuverðs. Vísitöl- ur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 pró- sent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svo- kölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starf- andi fólks eru einnig sögð benda til þess að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumark- aði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentu- stig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja árs- fjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlut- fall starfandi fólks nokk- uð í kjölfar kjarasamning- anna.“ Að baki kjarasamning- unum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit mark- mið þar sem blása átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samning- arnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfull- ar miðað við þær efnahagslegu að- stæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjöllun- inni. „Í stað þess að tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Sagt er nauðsyn- legt að í komandi kjarasamning- um verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvænt- ingar, vaxtastig og þróun vinnu- markaðar. Víti til varnaðar í samningum frá 2011 Líkur eru sagðar á að launahækkanir sem samið var um til þriggja ára 2011 hafi hamlað bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Greiningardeild Arion banka vill að litið verði til reynslunnar. Actavis plc, móðurfélag Ac- tavis á Íslandi, hagnaðist um 65,6 milljónir bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í Kauphöllinni í New York í gær. Upphæðin samsvarar 7,9 millj- örðum króna. Um er að ræða 14,5 prósenta samdrátt á milli ára, en fyrirtækið hagnaðist um 76,7 milljónir dala á sama tíma- bili í fyrra. Tekjur félagsins eru í tilkynn- ingu sagðar hafa aukist um 57 prósent og hafi numið 2,01 millj- arði dala samanborið við 1,29 milljarða á þriðja fjórðungi 2012. „Hagnaður á hlut á þriðja árs- fjórðungi 2013 jókst um 55 prósent í 2,09 dali samanborið við 1,35 dali á þriðja ársfjórðungi í fyrra.“ Nið- urstöðurnar eru sagðar án áhrifa kaupa Actavis á Warner Chilcott 1. október síðastliðinn. H a g n a ð u r á n a f s k r i f t a (EBITDA) jókst um 61 prósent og nam 489,2 milljónum dala á þriðja fjórðungi samanborið við 304,6 milljónir á sama tíma 2012. - óká NOTAÐ TÖFLUBRÉF Actavis áætlar að tekjur fyrir 2013 nemi um 8,6 milljörðum bandaríkjadala og hagnaður á hlut verði 9,26 til 9,39 dalir. Fréttablaðið/ÓKÁ Hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi nam 65,6 milljónum dala eða 7,9 milljörðum króna: Tekjuauki nemur 57 prósentum Flugfélagið WOW air tók form- lega við flugrekstrarleyfi frá Sam- göngustofu í gær. Um 30 ár eru frá því að slíkt leyfi var veitt félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi. WOW lítur á leyfið sem lið í að styrkja og byggja upp rekst- ur félagsins. Lykilatriði sé fyrir áframhaldandi vöxt að fljúga undir eigin flaggi. Fyrsta flugið undir merkjum WOW air var til Kaup- mannahafnar í morgun. - skó WOW fær flugrekstrarleyfi: Fljúga undir eigin flaggi Á LEIÐ Í LOFTIÐ Wow er nú formlega orðið flugfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is GLEÐI 2011 Vilhjálmur Egilsson sem þá var hjá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ féllust í faðma þegar samningar voru í höfn í maí 2011. Fréttablaðið/Anton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.