Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 18

Fréttablaðið - 30.10.2013, Page 18
 | 2 30. október 2013 | miðvikudagur Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ICELANDAIR 98,3% frá áramótum ÖSSUR 12,2% í síðustu viku MESTA LÆKKUN NÝHERJI -24% frá áramótum 9 0 4 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 30. október ➜ Vinnumarkaður á 3. ársfjórðungi 2013 ➜ Nýskráningar og gjaldþrot hlutafélaga og einkahlutafélaga í september 2013 ➜ Fjöldi útgefinna vegabréfa Fimmtudagur 31. október ➜ Vöruskipti við útlönd janúar- september 2013 ➜ Hverjir eiga viðskipti? Miðvikudagur 6. nóvember ➜ Vöruskipti við útlönd október 2013 – bráðabirgðatölur ➜ Gistinætur og gestakomur á hótelum í september 2013 ➜ Fasteignamarkaðurinn í mánuðinum eftir landshlutum ➜ Útgáfudagur Peningamála og vaxtaákvörðunardagur Föstudagur 8. nóvember ➜ Útboð ríkisbréfa Fróðleiksmolinn Heimild: Hagstofa Íslands | Skoða nánar: http://data.is/HfBzsI Mánaðarleg raforkunotkun í Gwst. 1400 1200 1000 800 600 400 200 0 1995 2000 2005 2010 Hagstofa Íslands birtir tölur um raforkunotkun og flokkar eftir stórnot- endum og almenna notkun svo sem eins og heimilin í landinu o.fl. Myndin sýnir mánaðarlega raforkunotkun frá janúar 1995 til júní 2013. Raforkunotkun heimila (bláa línan) er árstíðabundin, hæst í desember en lægst í júní og júlí ár hvert. Raforkunotkun stórnotenda (brúna línan) hefur vaxið mikið á tímabilinu, úr 200 gígawattstundum (GWst) á mán- uði árið 1995 í 1.150 Gwst. Raforkunotkun - Almenn notkun, Gwst Raforkunotkun- Stórnotkun, Gwst. Gwst. Ár Þriðji kerskálinn í Straumsvík tekinn í notkun Álver Norður- áls á Grundar- tanga kom til sögunnar. Norðurál eykur framleiðslugetu álversins í 260 þúsund tonn. Álver Alcoa Fjarða- áls á Reyðarfirði tekið í notkun. Hækkar ræstikostnaður um 44% hjá þér 1. desember? 44% Hafðu samband við okkur í síma 581 4000 eða kíktu á www.solarehf.is og kynntu þér lausnir okkar. Sólar ehf. • Kleppsmýrarvegur 8 • 104 Reykjavík Sími. 581 4000 • www.solarehf.is Sólar er einn af stærstu ræstingar- og fasteignaumsjónar aðilum á Íslandi. Síðan 2002 höfum við veitt ótal fyrir- tækjum og stofnunum þjónustu okkar. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Atlantic Airways (DKK) 164,50 36,0% 0,0% Atlantic Petroleum (DKK) 155,00 -15,8% 0,0% Bank Nordic (DKK) 133,00 29,1% 0,0% Eimskipafélag Íslands 226,50 -1,5% 0,0% Fjarskipti (Vodafone) 28,70 -11,8% 5,3% Hagar 36,15 58,9% 5,7% Icelandair Group 16,30 98,3% 1,9% Marel 125,00 -11,0% 2,5% Nýherji 3,08 -24,0% 1,7% Reginn 13,61 23,7% 1,0% Tryggingamiðstöðin* 30,35 13,7% 0,8% Vátryggingafélag Íslands** 11,14 20,8% 0,6% Össur 212,00 9,3% 12,2% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.166,25 7,7% -0,9% First North Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Century Aluminum 1150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 12,80 36,2% 5,3% HB Grandi 16,20 8,0% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 13,0% 0,0% *fyrsta verð 8. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Vísbendingar eru um að kjara- samningar árið 2011 hafi virkað sem bremsa á bata sem þá var haf- inn á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun í Markaðs- punktum greiningardeildar Arion banka. Samningar eru lausir 30. nóvember næstkomandi. Bent er á að nú fari á ný í hönd kjarasamningar og niðurstöður þeirra muni hafa umtalsverð áhrif á efnahagsþróun næstu missera. „Þá einkum þróun verðbólgu og kaupmáttar,“ segir í umfjölluninni. 2011 var samið um almenna launahækkun upp á 11,4 prósent yfir samningstímabilið, sem var þrjú ár. „Frá undirritun kjara- samninganna í maí 2011 hefur launavísitalan hækkað um 17,6 prósent á meðan kaupmáttur hefur aðeins aukist um 7,4 pró- sent á sama tíma sökum hækk- andi verðlags. Bendir það til þess að kjarasamningarnir hafi falið í sér of miklar launahækkanir sem hafi verið fyrirtækjum um megn,“ segir í Markaðspunktum. Verðlagshækkanir eru sagð- ar nær óhjákvæmilegar ef nafn- laun hækki umfram framleiðni- vöxt. „Sýndi það sig vorið 2011 en þá fór verðbólga vaxandi á ný í kjölfar kjarasamninga, eftir að hafa lækkað mikið frá árinu 2009.“ Fleiri þættir eru þó sagðir hafa þar haft áhrif, svo sem gengislækk- un og hækkun olíuverðs. Vísitöl- ur sem greiningardeildin styðst við sýna þó áhrif sem ekki verða skýrð af utanaðkomandi þáttum. Bent er á að vísitala launa hafi að meðaltali hækkað um 2,8 pró- sent við hverja þrepahækkun sem samningarnir 2011 skiluðu, en svo- kölluð kjarnavísitala bara um 0,4 prósent á næstu þremur mánuðum eftir hækkun. Áhrif samninga á hlutfall starf- andi fólks eru einnig sögð benda til þess að kjarasamningar hafi grafið undan bata á vinnumark- aði. Í kjölfar kjarasamninganna hafi mátt greina töluvert bakslag í hlutfallsaukningu starfandi fólks á vinnumarkaði. „Til að mynda hafði hlutfallið hækkað um 0,4 prósentu- stig á fjórða ársfjórðungi 2010, miðað við þriðja árs- fjórðung 2010, en aðeins um 0,3 prósentustig ári síðar. Þannig lækkaði hlut- fall starfandi fólks nokk- uð í kjölfar kjarasamning- anna.“ Að baki kjarasamning- unum árið 2011 eru sögð hafa verið háleit mark- mið þar sem blása átti til sóknar í atvinnulífinu. „Samning- arnir byggðu á forsendum sem voru ef til vill full metnaðarfull- ar miðað við þær efnahagslegu að- stæður sem ríktu á þessum tíma enda hefur meirihluti þeirra ekki gengið eftir,“ segir í umfjöllun- inni. „Í stað þess að tryggja stöð- ugleika í efnahagslífinu þá fylgdu samningunum vaxandi verðbólga og bakslag í bata vinnumarkaðar. Þannig varð raunverulegur ábati launafólks langt frá því sem lagt var upp með.“ Sagt er nauðsyn- legt að í komandi kjarasamning- um verði tekið tillit til þess hvaða áhrif samningsgerðin kunni að hafa á verðlag, verðbólguvænt- ingar, vaxtastig og þróun vinnu- markaðar. Víti til varnaðar í samningum frá 2011 Líkur eru sagðar á að launahækkanir sem samið var um til þriggja ára 2011 hafi hamlað bata sem þá var hafinn á vinnumarkaði. Greiningardeild Arion banka vill að litið verði til reynslunnar. Actavis plc, móðurfélag Ac- tavis á Íslandi, hagnaðist um 65,6 milljónir bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í Kauphöllinni í New York í gær. Upphæðin samsvarar 7,9 millj- örðum króna. Um er að ræða 14,5 prósenta samdrátt á milli ára, en fyrirtækið hagnaðist um 76,7 milljónir dala á sama tíma- bili í fyrra. Tekjur félagsins eru í tilkynn- ingu sagðar hafa aukist um 57 prósent og hafi numið 2,01 millj- arði dala samanborið við 1,29 milljarða á þriðja fjórðungi 2012. „Hagnaður á hlut á þriðja árs- fjórðungi 2013 jókst um 55 prósent í 2,09 dali samanborið við 1,35 dali á þriðja ársfjórðungi í fyrra.“ Nið- urstöðurnar eru sagðar án áhrifa kaupa Actavis á Warner Chilcott 1. október síðastliðinn. H a g n a ð u r á n a f s k r i f t a (EBITDA) jókst um 61 prósent og nam 489,2 milljónum dala á þriðja fjórðungi samanborið við 304,6 milljónir á sama tíma 2012. - óká NOTAÐ TÖFLUBRÉF Actavis áætlar að tekjur fyrir 2013 nemi um 8,6 milljörðum bandaríkjadala og hagnaður á hlut verði 9,26 til 9,39 dalir. Fréttablaðið/ÓKÁ Hagnaður Actavis á þriðja ársfjórðungi nam 65,6 milljónum dala eða 7,9 milljörðum króna: Tekjuauki nemur 57 prósentum Flugfélagið WOW air tók form- lega við flugrekstrarleyfi frá Sam- göngustofu í gær. Um 30 ár eru frá því að slíkt leyfi var veitt félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi. WOW lítur á leyfið sem lið í að styrkja og byggja upp rekst- ur félagsins. Lykilatriði sé fyrir áframhaldandi vöxt að fljúga undir eigin flaggi. Fyrsta flugið undir merkjum WOW air var til Kaup- mannahafnar í morgun. - skó WOW fær flugrekstrarleyfi: Fljúga undir eigin flaggi Á LEIÐ Í LOFTIÐ Wow er nú formlega orðið flugfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is GLEÐI 2011 Vilhjálmur Egilsson sem þá var hjá Samtökum atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson hjá ASÍ féllust í faðma þegar samningar voru í höfn í maí 2011. Fréttablaðið/Anton

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.