Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. október 2013 | SKOÐUN | E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 5 5 8 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarn- ar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru ein- faldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stig- in mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veg- inn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birt- ist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísinda- manna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI-tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mæli- kvarðann. Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsókna- starfs. Um það eru flestir sam- mála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viður- kenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verk- fræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöð- ur rannsókna í bókum eða ritgerð- um sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birt- ir árlega (http://fivu.dk/ publikationer/2012/filer- 2012/forskningsbarome- ter-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðis- vísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlut- fallið 52%. Greinar í ritgerðasöfn- um eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrir- fram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfalls- legum styrk og vinnuframlagi vís- indanna. Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svo- kölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunn- ur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvís- indum. Því er hann góður grunn- ur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum grein- um í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI- grunninum ómarktækan. Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minn- ast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla töl- fræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sam- einist um greinar. Þegar doktors- nemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavís- indum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísind- um. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höf- unda í hugvísindum en í heilbrigð- isvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleit- ur. Vissulega má ræða innbyrð- is styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði. Epli og könglar VÍSINDI dr. Eiríkur Smári Sigurðarson rannsóknastjóri á Hugvísindasviði HÍ ➜ Samanburður sem nær einungis yfi r tímaritsbirt- ingar gefur því mjög vill- andi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vís- indanna. Útfl utningsleiðin Það er merkilegt að fylgjast með af hvílíkri trúmennsku stjórnin fylgir utanríkisstefnu þeirri sem Ólafur Ragnar Grímsson tók að móta á árunum þegar hann var for- maður sósíalistaflokks sem nefndist Alþýðubandalagið. Þá hét þessi stefna „útflutningsleiðin“. Kjarni hennar eru aukin viðskipti við Kína. Eftir því sem Ólafur situr lengur á forsetastóli verður hann trúaðri á „útflutningsleiðina“. Utanríkisráðherra Íslands segir í viðtali við Bloom- berg-fréttaveituna að hann voni að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið, hann vill þess í stað horfa til Kína og styrkja tengslin þangað. Á sínum tíma var borgaralegum stjórnmálamönnum á Íslandi mjög í mun að berjast gegn einræðisöflum– og þá með lýðræðisöflunum. Hvað varð um þá baráttu? http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ Egill Helgason AF NETINU Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2014 Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2014 fer fram á menntagatt.is dagana 1. nóvember til 30. nóvember 2013. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og eru upplýsingar um það veittar á vefsíðu viðkomandi skóla. Rafrænt umsóknareyðublað og nauðsynlegar upplýsingar um innritunina má nálgast á menntagatt.is. Námsmatsstofnun hefur umsjón með innritun og eru nánari upplýsingar veittar í síma 550 2400. Umsóknir um nám í dagskóla Umsækjendur sem ekki hafa veflykil tiltækan geta sótt hann á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nemum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hyggjast senda umsókn. Umsóknir um nám í kvöldskóla og fjarnám Innritun í kvöldskóla, fjarnám og annað en nám í dagskóla fer fram í þeim framhaldsskólum sem hafa það í boði. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir og leggja til umsóknareyðublöð. Umsækjendum er bent á að snúa sér til viðkomandi skóla. Upplýsingar um framhaldsskólana má finna á menntagatt.is Allar nánari upplýsingar um innritun á vorönn 2014 eru veittar í framhaldsskólunum. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið innritun@namsmat.is Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 30. október 2013. menntamálaráðuneyti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.