Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 15

Fréttablaðið - 30.10.2013, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 30. október 2013 | SKOÐUN | E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 5 5 8 *Miðað við uppgefnar eyðslutölur framleiðanda í blönduðum akstri www.renault.is SPARNEYTNIR Á GÓÐU VERÐI BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPORT TOURER 1,5 l, sjálfsk. dísil EXPRESSION 1,5 l, beinsk. dísil Sjálfsk. dísil GRAND, 7 MANNA: 4.690 þús. kr. Verð: 3.890 þús. kr. Verð: 2.890 þús. kr. Verð: 4.290 þús. kr. RENAULT MEGANE RENAULT CLIO RENAULT SCENIC L/100 KM* L/100 KM* L/100 KM* 4,2 3,4 4,7 GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 Hvað segði íþróttafólk við því ef bornar væru saman heilu íþróttagreinarn- ar á grunni markatölu? Í sumum íþróttum eru ein- faldlega ekki skoruð mörk heldur er árangur metinn á annan hátt. Í körfubolta eru körfurnar og stig- in mörg en í fótbolta eru þau fá. Þetta þarf að hafa í huga þegar ástundun og árangur í íþróttum er veg- inn og metinn. Í Fréttablaðinu 26. október birt- ist frétt sem er byggð á bloggpistli frá því daginn áður. Í fréttinni er fjallað um lítil afköst vísinda- manna við Háskóla Íslands, þ.e. þeirra sem stunda hug-, félags- og menntavísindi. Niðurstaðan er fengin með því að bera saman birtingar greina í svokölluðum ISI-tímaritum. Sá samanburður er álíka gæfulegur og að bera saman ástundun og árangur í íþróttum með markatölu sem eina mæli- kvarðann. Ólíkt eftir greinum Birtingar niðurstaðna rannsókna á viðurkenndum vettvangi er góður mælikvarði á árangur rannsókna- starfs. Um það eru flestir sam- mála. Það er hins vegar mjög ólíkt eftir greinum hver þessi viður- kenndi vettvangur er. Í sumum greinum vísinda eru svo til allar niðurstöður birtar í tímaritum. Þetta á við um stóran hluta verk- fræði- og náttúruvísinda ásamt heilbrigðisvísindum. Í hug-, félags- og menntavísindum er hins vegar mun algengara að birta niðurstöð- ur rannsókna í bókum eða ritgerð- um sem birtast í ritgerðasöfnum. Ekki er til neitt skýrt yfirlit yfir mismunandi birtingahefð á Íslandi en styðjast má við greiningu sem Danska rannsóknaráðið birt- ir árlega (http://fivu.dk/ publikationer/2012/filer- 2012/forskningsbarome- ter-2012.pdf). Þar sést (bls. 72) að 84% allra birtinga í verkfræði- og náttúruvísindum eru í tímaritum. Í heilbrigðis- vísindum er sambærileg tala 96%. Í félagsvísindum eru 60% birtinga í tímaritum og í hugvísindum (sem í tilfelli Dana innihalda menntavísindi) er hlut- fallið 52%. Greinar í ritgerðasöfn- um eru hins vegar 44% af öllum birtingum í hugvísindum. Fyrir- fram er engin ástæða til að ætla að þessi hlutföll séu önnur á Íslandi. Samanburður sem nær einungis yfir tímaritsbirtingar gefur því mjög villandi mynd af hlutfalls- legum styrk og vinnuframlagi vís- indanna. Ómarktækur samanburður Málið versnar enn þegar hin svo- kölluðu ISI-tímarit eru skoðuð nánar. ISI er í raun gagnagrunn- ur yfir mikinn fjölda tímarita sem bandaríska fyrirtækið Thomson Reuters á og rekur. Hann nær yfir velflest tímarit í verkfræði- og raunvísindum og heilbrigðisvís- indum. Því er hann góður grunn- ur til að skoða virkni og árangur á þessum sviðum. Það er hins vegar almennt viðurkennt að hann er gagnslítill þegar kemur að hug-, félags- og menntavísindum. Það vantar einfaldlega stóran hluta virtustu tímarita í þessum grein- um í grunninn. Þetta þýðir að stór hluti birtinga hug-, félags- og menntavísindafólks í tímaritum ratar ekki inn í tölfræði ISI. Þetta gerir samanburð byggðan á ISI- grunninum ómarktækan. Vel þekkt staðreynd Að lokum er nauðsynlegt að minn- ast á aðra vel þekkta staðreynd sem hefur mikil áhrif á alla töl- fræði um birtingar á ólíkum fræðasviðum. Mjög víða innan verk-, tækni- og heilbrigðisvísinda tíðkast að margir höfundar sam- einist um greinar. Þegar doktors- nemar birta greinar í tímaritum eru t.d. leiðbeinendur þeirra líka skráðir höfundar greinanna ásamt öðrum sem tengdust viðkomandi rannsókn. Í félags- og menntavís- indum er þetta ekki eins algengt og enn sjaldgæfara í hugvísind- um. Þessi munur helgast fyrst og fremst af mismunandi hefðum og ekki gott að segja hvort önnur leiðin sé betri en hin. Þetta þýðir hins vegar að sambærileg virkni í til dæmis heilbrigðisvísindum og hugvísindum kemur fram í mun færri skráðum birtingum á höf- unda í hugvísindum en í heilbrigð- isvísindum. Af þessu ætti að vera ljóst að samanburðurinn sem greinin í Fréttablaðinu byggir á er ekki bara marklaus heldur fráleit- ur. Vissulega má ræða innbyrð- is styrkleika ólíkra greina innan Háskóla Íslands en sú umræða verður að byggja á marktækum samanburði. Epli og könglar VÍSINDI dr. Eiríkur Smári Sigurðarson rannsóknastjóri á Hugvísindasviði HÍ ➜ Samanburður sem nær einungis yfi r tímaritsbirt- ingar gefur því mjög vill- andi mynd af hlutfallslegum styrk og vinnuframlagi vís- indanna. Útfl utningsleiðin Það er merkilegt að fylgjast með af hvílíkri trúmennsku stjórnin fylgir utanríkisstefnu þeirri sem Ólafur Ragnar Grímsson tók að móta á árunum þegar hann var for- maður sósíalistaflokks sem nefndist Alþýðubandalagið. Þá hét þessi stefna „útflutningsleiðin“. Kjarni hennar eru aukin viðskipti við Kína. Eftir því sem Ólafur situr lengur á forsetastóli verður hann trúaðri á „útflutningsleiðina“. Utanríkisráðherra Íslands segir í viðtali við Bloom- berg-fréttaveituna að hann voni að Ísland gangi aldrei í Evrópusambandið, hann vill þess í stað horfa til Kína og styrkja tengslin þangað. Á sínum tíma var borgaralegum stjórnmálamönnum á Íslandi mjög í mun að berjast gegn einræðisöflum– og þá með lýðræðisöflunum. Hvað varð um þá baráttu? http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ Egill Helgason AF NETINU Innritun í framhaldsskóla á vorönn 2014 Innritun í dagskóla fyrir vorönn 2014 fer fram á menntagatt.is dagana 1. nóvember til 30. nóvember 2013. Einstakir skólar kunna að bjóða upp á lengra innritunartímabil og eru upplýsingar um það veittar á vefsíðu viðkomandi skóla. Rafrænt umsóknareyðublað og nauðsynlegar upplýsingar um innritunina má nálgast á menntagatt.is. Námsmatsstofnun hefur umsjón með innritun og eru nánari upplýsingar veittar í síma 550 2400. Umsóknir um nám í dagskóla Umsækjendur sem ekki hafa veflykil tiltækan geta sótt hann á menntagatt.is. Þegar umsækjendur hafa fengið veflykil opnast þeim aðgangur að innrituninni. Nemum sem koma erlendis frá er bent á að setja sig í samband við þá skóla sem þeir hyggjast senda umsókn. Umsóknir um nám í kvöldskóla og fjarnám Innritun í kvöldskóla, fjarnám og annað en nám í dagskóla fer fram í þeim framhaldsskólum sem hafa það í boði. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir og leggja til umsóknareyðublöð. Umsækjendum er bent á að snúa sér til viðkomandi skóla. Upplýsingar um framhaldsskólana má finna á menntagatt.is Allar nánari upplýsingar um innritun á vorönn 2014 eru veittar í framhaldsskólunum. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið innritun@namsmat.is Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 30. október 2013. menntamálaráðuneyti.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.