Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 32
8 MIÐVIKUDAGUR 30. október 2013 Rásum í áskriftarpakkanum Fjöl- varp Toppur hefur verið fjölgað úr 12 í 26. Helstu viðbætur eru í flokki fræðslu- og afþreyingarstöðva. Má þar nefna Eurochannel sem er ný stöð sem sérhæfir sig í sjónvarps- þáttum og kvikmyndum frá hinum ýmsu Evrópulöndum. Hún hefur verið að sækja í sig veðrið að und- anförnu og er Fjölvarp 365 fyrsta dreifiveitan hér á landi til að kynna hana. Fashion One er lífsstílsstöð sem einnig er ný hér á landi. Þar er boðið upp á fjölbreytt tískutengt efni og er stöðin væntanleg í hás- kerpu innan skamms. VH1 Classic er sömuleiðis ný stöð sem kemur fyrst á markað hjá Fjölvarpi 365 en stöðin höfðar til eldri áhorfshóps en VH1 Hits. Af öðrum viðbótum má nefna Manchester United TV, Hus- tler TV, norsku ríkisrásina NRK1 og kvikmyndarásirnar Turner Clas- sic Movies & MGM Movie Channel. Rásum í áskriftarpakkanum Fjöl- varp Skemmtun hefur verið fjölgað úr 13 í 30. Hann er nú stútfullur af stöðvum sem ættu að höfða til allrar fjölskyldunnar. Norrænu ríkisrásirnar eru þar fyrirferðar- miklar með nýjum viðbótum á borð við NRK3 og NRK Súper auk nýrra stöðva á borð við Fine Living, MTV Rocks, Star og Boomerang. Fjölvarp Fræðsla hefur stækk- að úr 16 rásum í 27. Meðal nýrra stöðva má nefna BBC Knowledge sem hefur notið mikilla vinsælda erlendis og er nú í fyrsta skipti í boði hér á landi. Pakkanum fylgja sömuleiðis þrjár nýjar krakka- stöðvar frá Disney; Disney XD, Disney Channel & Disney Junior. Allir pakkarnir kosta 3.990 krónur á mánuði. Þess bera að geta að vegna pláss- leysis á núverandi dreifikerfi Digital Ísland eiga breytingarnar sér stað á dreifikerfum símafélag- anna Vodafone og Símans, þar sem möguleikar til stækkunar eru nær ótakmarkaðir. Breytingarnar nú eru þær mestu frá upphafi Fjöl- varpsins. Innan skamms mun Fjölvarpið kynna nýjan háskerpu- og þrívídd- arpakka. Í honum verða 19 stöðvar. Hann býðst áskrifendum Fjölvarps- pakka fyrir aðeins 990 krónur aukalega. FJÖLVARPIÐ STÆKKAR Fjölvarpið er að taka stórfelldum breytingum og er fjöldi sjónvarpsrása að bætast við. Áskriftarpakkarnir bólgna út og er boðið upp á margar glænýjar sjónvarpsstöðvar. Evrópskum stöðvum fjölgar umtalsvert auk þess sem bætist í flóru kvikmynda- og lífsstílsstöðva. Þá er boðið upp á nýjar barnastöðvar úr smiðju Disney. Sjónvarpsstöðin Fashion One var stofnuð árið 2010 og hefur náð gífurlegri útbreiðslu síðan. Þar eru sýndir lífsstíls-, skemmti- og tískuþættir auk þess sem fjallað er um stórstirni á rauða dreglinum, hátísku- hús og ferðalög. Þá stendur stöðin fyrir framleiðslu á raunveruleikasjónvarpi og heimildaþáttum. ÞESSAR STÖÐVAR BÆTAST VIÐ Sjónvarpsstöð fyrir bílaáhugamenn. Býður fjölbreytt úrval af teiknimyndum fyrir krakka á öllum aldri. Vandaðir, fróðlegir og skemmtilegir þættir frá BBC. Fjölbreytt úrval eldri tónlistarmyndbanda. Frábær ný krakkastöð fyrir 4–10 ára með Spiderman & Phineas & Ferb. Fjölbreytt úrval af skemmti- legum og fróðlegum þáttum. Skemmtilegt barnaefni frá morgni til kvölds. Sérhæfir sig í efni fyrir yngri krakka með þáttum eins og Doctor McStuffins og Small Einsteins. Ný evrópsk sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í evrópskum kvikmyndum. Lífsstílsstöð sem tekur púlsinn á öllu sem gerist í Hollywood. Ný hér á landi og býður fjölbreytt úrval afþreyingar. Ný lífsstílsrás sem hefur notið mikilla vinsælda. Sjónvarpsstöð frá TVP sem sendir út innlent efni fyrir Pólverja nær og fjær. Þetta er sjónvarpsstöðin fyrir unnendur rokktónlistar. Ný lífsstílsrás með fjölbreyttu og fræðandi efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.