Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 18
2. nóvember 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
SPOTTIÐ
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Fjármálakreppan í Evrópu hefur aukið fylgi við flokka sem byggja á samblandi þjóðernislegra tilfinninga og
popúlisma. Sumir gamlir flokkar af
því tagi hafa eflst og nýir sprottið
upp. Mislit spaugstofuframboð eru
annars eðlis en hafa einnig fengið
byr í seglin á stöku stað.
Þessi pólitíska hreyfing hefur
svo sem vænta má verið dregin
inn í Evrópuumræðuna hér heima.
Einkum eru það andstæðingar
aðildar að Evrópusambandinu sem
títt og ákaft benda á þennan veru-
leika til sannindamerkis um að á
Íslandi eigi menn ekki að hugsa
frekar um evr-
ópska samvinnu.
Ekki er vitað
hvort hér er á
ferðinni tíma-
bundin sveifla
eða byrjun á
þróun. Það ræðst
ugglaust mikið
af því hvernig
mönnum tekst að leysa úr þeim
þrengingum sem fylgt hafa fjár-
málakreppunni.
Þeir flokkar sem hér um ræðir
eru nokkuð misjafnir. Sumir hafa
jafnvel á sér yfirbragð fasisma.
Því er erfitt að draga alla í einn og
sama dilkinn þrátt fyrir afar sterk
sameiginleg einkenni. Það er líka
erfitt að nota gildishlaðin orð eins
og öfgar því að flokkarnir ganga
mislangt í því efni.
Einkum eru það þrjú atriði sem
þessir flokkar eiga saman. Í fyrsta
lagi rík þjóðernishyggja og and-
staða við Evrópusamvinnu. Í öðru
lagi neikvæð afstaða til innflytj-
enda, misöflug þó. Í þriðja lagi
yfirboð á afmörkuðum sviðum vel-
ferðar- og félagsmála. Það má því
segja að þeir nálgist kjósendur
samtímis frá ysta jaðri hægri og
vinstri í pólitík. Þeir falla því illa
inn í hefðbundið litróf.
Þjóðernispopúlismi í Evrópu
Framsóknarflokkurinn í Dan-mörku undir forystu Glist-rups náði fyrst fótfestu slíkra
flokka á Norðurlöndum fyrir ára-
tugum. Danski þjóðarflokkurinn
spratt síðar út úr honum. Norski
Framsóknarflokkurinn er líka
gamall í hettunni og byggður á
sambærilegum hugmyndum. Í
Finnlandi er þetta pólitíska fyrir-
bæri hins vegar nýtt af nálinni,
en í Svíþjóð hefur það ekki skákað
hefðbundnum flokkum svo heitið
geti.
Í Frakklandi hefur flokkur af
þessu tagi um nokkurn tíma sett
verulegt strik í reikninginn. Eins
er austurríski flokkurinn sterk-
ur. Nýr flokkur í Þýskalandi náði
aftur á móti ekki fótfestu í kosn-
ingum þar í september. Gríski
flokkurinn fékk byr í seglin í
kreppunni en á nú í útistöðum við
réttvísina.
Breski Sjálfstæðisflokkurinn
hefur mælst með gott fylgi í skoð-
anakönnunum. Mótleikur Íhalds-
flokksins byggir á hugmyndum
um að viðhalda aðildinni að
Evrópusambandinu en draga úr
áhrifum þess á afmörkuðum svið-
um og efna svo til þjóðar atkvæðis.
Það er um margt áhugaverð
hugsun sem fróðlegt verður að sjá
hvað verður úr.
Flokkar sem byggja á þjóðernis-
popúlisma hafa átt erfitt með að
komast að ríkisstjórnarborði.
Stefna þeirra er fremur sniðin að
andstöðu en ábyrgð. Norski Fram-
sóknarflokkurinn hefur hins vegar
markvisst fært sig nær borgara-
flokkunum á allra síðustu árum
til þess að verða stjórntækur. Önd-
vert við aðra slíka flokka tapaði
hann verulegu fylgi á dögunum en
náði vegna þessarar málefnalegu
aðlögunar að komast í ríkisstjórn.
Sniðinn að andstöðu fremur en ábyrgð
Segja má að ekki hafi bólað að nokkru marki á pólitískri þróun af þessum toga hér
á landi fyrr en ný forysta tók
við Framsóknarflokknum fyrir
rúmum fjórum árum. Síðan hafa
böndin við hugmynda- og hags-
munaheim gamla Framsóknar-
flokksins smám saman trosnað ef
frá er talið Kaupfélag Skagfirð-
inga. Með félagslega loforðinu um
mestu endurgreiðslu húsnæðislána
í heimi varð endanlega til íslensk-
ur þjóðernispopúlismaflokkur.
Framsókn er fyrsti og eini flokk-
ur sinnar tegundar á evrópska
efnahagssvæðinu til þess að veita
ríkisstjórn og landi forystu. Þó
að þessi pólitík hafi verið lengi á
leiðinni til Íslands hefur hún náð
hærra flugi hér en annars staðar.
Enginn spaugstofuflokkur hefur
heldur náð jafn miklum árangri
og Besti flokkurinn í Reykjavík.
Hér hefur því orðið meiri pólitísk
kerfisbreyting á stuttum tíma en
nöfn á flokkum segja til um.
Af þessum síðbúna en leiftur
snögga uppgangi þjóðernispopúl-
ismans á Íslandi leiðir aftur á móti
að við getum fyrr en aðrar þjóðir
dæmt af reynslu hverju hann skil-
ar. Setunni við ríkisstjórnar borðið
fylgir ábyrgð sem ekki verður
umflúin. Það er því ærið tilefni til
að skoða þetta pólitíska fyrirbrigði
frá íslensku sjónarhorni.
Nú þegar er til að mynda komið
í ljós að sú þröngsýni sem felst í
þessari pólitík varðandi alþjóð-
legt samstarf á sviði peningamála
veldur því að draumurinn um
haftalaust Ísland hefur fjarlægst.
Fyrir sömu sakir er allt í óvissu
um langtíma kjarasamninga og
stöðugleika. Og fylgi Framsóknar-
flokksins hefur strax hrunið í
skoðanakönnunum.
Þetta eru þó aðeins þrjár vís-
bendingar; ofmælt væri að segja
að full reynsla sé fengin.
Flýgur hæst á Íslandi
Á
kvörðun Jóns Gnarr borgarstjóra Reykjavíkur að
draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi markar vissulega
tímamót í borgarmálapólitíkinni. Þegar Jón hverfur úr
stóli borgarstjóra lýkur tímabili sem er einstakt í sögu
borgarstjórnarinnar; grínisti og vinir hans unnu stór-
sigur í borgarstjórnarkosningum og fórst betur úr hendi að stjórna
borginni en flestir hefðu búizt við – þótt þar sé vissulega margt
gagnrýni vert. Í könnun sem gerð var í september á fylgi flokkanna
í borgarstjórn fékk Bezti flokkurinn 37 prósent, meira en í kosning-
unum árið 2010.
Tilkoma Bezta flokksins
ruglaði öll gömul valdahlutföll
í pólitíkinni í Reykjavíkurborg.
Þótt Jón Gnarr hverfi nú af
sjónarsviðinu og Bezti flokkurinn
bjóði ekki fram á ný, er ekki þar
með sagt að borgarpólitíkin verði
aftur eins og hún var. Niðurstöður
skoðanakönnunar sem Frétta-
blaðið og Stöð 2 gerðu strax og ákvörðun Jóns lá fyrir birtust í
blaðinu í gær. Þær benda til að Björt framtíð, sem Bezti flokkurinn
rennur nú inn í, njóti áfram svipaðs fylgis hjá borgarbúum og hann
hefur gert. Það er þess vegna alls ekki þar með sagt að gömlu
flokkarnir í borgarstjórn geti skipt fylgi Bezta flokksins á milli sín.
Reyndar má gera ráð fyrir að fyrirhugað framboð Bjartrar fram-
tíðar njóti fyrst um sinn áhrifa Jóns Gnarr. Það á eftir að koma í
ljós hvort arftaki hans sem forystumaður og andlit framboðsins nái
að miðla sömu hughrifum og Jón. Það verður ekki auðvelt verk.
Kosningasigur Bezta flokksins var augljóslega til kominn vegna
þess að fólk hafði ekki trú á gömlu flokkunum og hefðbundinni
pólitík. Áframhaldandi gott gengi Bezta flokksins og nú Bjartrar
framtíðar bendir líka eindregið til að gömlu flokkarnir hafi ekki
náð vopnum sínum; hafi ekki fundið röddina sem borgarbúar vilja
hlusta á.
Þeir sem vilja seilast í fylgið sem Bezti flokkurinn hefur haft
þurfa líklega að sýna að þeir hafi lært eitthvað af því sem Jón
Gnarr gerði vel í pólitíkinni. Það er ekki sízt að rækta samtalið við
borgarbúa og sinna hinu „óskilgreinda tilfinningalega hlutverki“
sem Jón lýsti í upphafi borgarstjóraferils síns yfir að hann myndi
rækja. Margir hlógu þá að honum, en staðreyndin er að þetta gerði
hann með sóma. Þeir sem ætla að læra af Jóni Gnarr ættu sömu-
leiðis að standa með lítilmagnanum, taka réttlátan málstað og sýna
einlægni og heiðarleika í málflutningi sínum. Allt þetta finnst fólki
vanta í pólitíkina.
Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 tók aðeins um helmingur
kjósenda afstöðu til flokkanna sem hyggjast bjóða fram til borgar-
stjórnar. Margir eru óákveðnir og eiga erfitt með að binda trúss
sitt við tiltekinn flokk. Slíkt er augljós fylgifiskur hrunsins og þess
trúnaðarbrests sem varð í samfélaginu í kjölfar þess. Þar er enn
ekki gróið um heilt.
Um leið er þetta til marks um að staðan fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar á næsta ári er galopin. Og þeir geta fiskað sem róa
á mið kjósenda sem hallast hvorki út á vinstri- né hægrijaðarinn
heldur vilja að stjórnmálamenn hlusti á þá og vinni einlæglega í
þeirra þágu.
Bezti flokkurinn fer og Björt framtíð kemur:
Ekki afturhvarf
til fortíðar
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is