Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 26
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Leikfélagið hennar Maríu heitir Annað svið og mér finnst ég komin á annað tilverusvið þegar ég stíg inn á vinnustað hennar við Suður- götu í Reykjavík, sem hún deilir með tíu öðrum konum í ólíkum, skapandi verkefnum. Fegurð blasir alls staðar við, örsmáar rúður í gluggum, rósettur í loftum og listaverk á veggjum. Við María komum okkur vel fyrir á efri hæðinni og ég byrja á að forvitnast um helstu viðfangs- efni hennar þessa dagana. „Ég var að koma heim frá Álandseyjum í fyrradag, fór þangað ásamt sam- starfsfólki mínu með sýninguna Ferðalag Fönixins – um listina að deyja og fæðast á ný, sem er dans- leikhúskonsert þar sem maður og kona takast á. Við frumsýndum verkið á listahátíð fyrir tveimur árum og það hefur blómstrað. Við höfum áður farið með það til Fær- eyja og Finnlands og það snertir fólk djúpt hvar sem við komum.“ Sögur þriggja kvenna „Verk spretta gjarnan upp úr þeirri lífsreynslu sem maður er að fara í gegnum hverju sinni. Þann- ig varð verkið MammaMamma til þegar við Charlotta Boving eign- uðumst fyrstu börnin okkar 35 ára gamlar og svo fæddust hugmyndir að tveimur ólíkum verkum þegar ég fór í gegnum skilnað,“ segir María sem skildi við eiginmann sinn Þorstein J. Vilhjálmsson fyrir fjórum til sex árum, eins og hún orðar það. Annað verkið er Ferðalag Fönixins en hitt er Augun mín. Augun þín, um þrjár skáldkonur sem uppi voru á önd- verðri nítjándu öld. Ein þeirra er Agnes Magnúsdóttir sem var tekin af lífi í Vatnsdalshólum og María túlkaði í myndinni Agnes. Hinar eru Guðný frá Klömbrum og Skáld-Rósa. „Mér fannst alltaf að sögur þessara þriggja kvenna ættu að tala saman þannig að þegar ég var að koma út úr þessum skiln- aði hugsaði ég: nú er tíminn til að fanga þetta efni og tengja saman þessar þrjár konur sem allar gengu í gegnum ástarsorg en brugðust ólíkt við; Agnes drepur manninn og missir höfuðið, Guðný sligast af harmi á níu mánuðum og skrifar ljóð fram á síðasta dag sem er eins og hjartalínurit að fjara út. Svo er það Skáld-Rósa sem berst og dettur en kemst á lappir, slítur sig frjálsa og fer sína leið,“ lýsir María. Hún kveðst hafa unnið þetta verk með Snorra Frey Hilmarssyni leikmyndateiknara sem setur hlutina í sögulegt sam- hengi og svo lærimeistara sínum frá New York University, Kevin Kuhlke, tilraunaleikhúss-leik- stjóra. „Við lögðum lokahönd á verkið úti í Arabíu um daginn, af öllum stöðum,“ segir María glaðlega. „New York-háskólinn í Abú Dabí bauð mér að halda fyrirlestur í leiklistardeildinni og okkur Kevin að prófa verkið í vikulangri höf- undarsmiðju með leiklistarnemum deildarinnar. Þar í eyðimörkinni lifnuðu þessar íslensku skáldkonur við – og einn karl, sem leikur þrjú hlutverk. Þannig að nú er þetta verk tilbúið til uppfærslu.“ Er ekki texti í því? „Jú, það er svo skemmtilegt. Ferðalag Fönix- ins var orðlaust og alveg opið til túlkunar en þetta leikrit er fullt af orðum, bæði í bundnu máli og óbundnu. Það er skrifað af okkur Kevin á ensku en Þórarinn Eld- járn þýðir það og ljóðin eru auð- vitað ort á íslensku. Næsta verk- efni er að fjármagna það og koma því á fjalir,“ segir María og heldur áfram. „Guðný hefur leitað á mig lengi og það er góð tilfinning að hafa fundið henni farveg. Hún var amma Haraldar Níelssonar prófasts sem var langafi minn.“ Leiklistin ástríða María er líka að leika þessa dag- ana í lögguseríunni Hrauninu, framhaldi af Hamrinum sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir fáum árum. Seríurnar eru eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson og í leikstjórn Reynis Lyngdal. „Ég leik tæknideildarlögreglu sem mætir á staðinn, mjög mikinn töffara og blóðferlasérfræðing,“ segir María brosandi og upplýsir að tökurnar fari fram á Snæfells- nesi og í nágrenni Reykjavíkur. Hún segir leiklistina hafa verið henni algera ástríðu frá því hún var unglingur. Þó hafi hún reynt að streitast á móti því hún hafi verið hrædd um að leiklist væri of léttvæg. „Það er alvarlegur tónn í mér. Mér finnst að það sem ég geri í þessu lífi þurfi að vera mikilvægt og skipta máli og var mikið að spá í að verða læknir eða jafnvel prestur. En svo komst ég að því að leikhúsið er á svipuðum slóðum því það er, þegar best er á kosið, bæði læknandi, vekjandi og umbreytandi og maður er allt- af með lífið sjálft í höndunum.“ Svo lengi sem þú leikur ekki glæpakvendi, segi ég hugsandi. „Ég lék morðingja þegar ég lék Agnesi en ég hugsa að margar konur geti séð sjálfar sig í henni og fundið blóðbragðið sem hún var með í munninum, þó þær fari ekki í það að myrða neinn. Hún rís upp gegn óréttlæti og ofbeldi og hefnir sín. Ég hugsa alltaf: Fólk er ekki komið í bíó eða leikhús til að sjá Maríu Ellingsen, heldur sjálft sig. Því lengra sem ég fer inn í sálina á mér því nær kemst áhorfandinn eigin sál. Í leikhúsinu getur fólk fengið nýtt sjónar horn á líf sitt, skilið sjálft sig betur, fengið huggun eða fundið leiðir til að ná vopnum sínum á einhvern hátt.“ Við erum ekki guð Þú nefndir prestinn. Ert þú trúuð kona? „Já, ég er bæði trúuð og almennt andlega sinnuð. Ég hef tengt mig við kristna trú, stúderað búddisma og ástundað jóga frá unglingsárum. Pabbi er mjög and- lega sinnaður, opinn, fordómalaus og mikill pælari og það hefur skil- að sér í því að ein systir mín er búddisti og yngstu systkini mín sem eru tvíburar eru í jógafræð- unum. Bróðir minn var meira að segja munkur í hindúaklaustri í tuttugu ár.“ Hafði langafi þinn þessi áhrif á ykkur? „Ég held það. Það er varla hægt að vera afkomandi Haraldar Níelssonar án þess að það hafi sterk áhrif á andlegt líf manns. Maður hugsar sig ekki í miðju alheimsins heldur verður með- vitaður um að maður er aðeins lítill hluti af einhverju stærra og magnaðra samhengi. Við erum ekki guð. Mér finnst mikilvægt að halda í þá auðmýkt gagnvart til- verunni. Fyrir utan að það væri dálítið mikið álag að vera guð.“ segir María brosandi. María stýrði barnastarfi Dóm- kirkjunnar í nokkur ár og skrifaði kennsluefni fyrir barnastarf þjóð- kirkjunnar. „Mér finnst mjög dýr- mætt að fá að miðla því til barna að það er yfir oss vakað – eins og langafi hefði sagt – og kenna þeim að þakka fyrir það sem við höfum, biðja um það sem við þurfum og biðja fyrir öðrum, það tengir mann við þetta stóra samhengi sem maður er hluti af. Við förum í gegnum lífið með öðrum.“ Þessi umræða leiðir hugann að persónulegum högum Maríu. Skyldi hún hafa fundið annan mann? „Nei, ég er í þeirri ótrúlegu aðstöðu að vera bara á lausu,“ segir hún og hlær. „Ég er stundum spurð hvernig á því standi. Ég get eiginlega ekki svarað því nema með því að það hefur tekið tíma að vinna úr þessari lífsreynslu. Ég er svolítið gamaldags og fer djúpt í hlutina. En ég lofaði mér því að þegar ég væri komin í gegnum sorgina yrði ég ekki bitur, heldur með opið hjarta. Mér finnst það hafa tekist og ég finn fyrir auð- mýkt og þakklæti fyrir ferða- lagið, reynsluna og uppskeruna. Það er flókið að vera manneskja og enn flóknara fyrir tvær mann- eskjur að ganga í takt. En það er á sama tíma skemmtileg áskorun og eitt það mest þroskandi í líf- inu svo ég vona sannarlega að ég verði svo gæfusöm að eignast sálufélaga á ný til að vaða með yfir ár og strauma lífsins.“ ALVARLEGUR TÓNN Í MÉR María Ellingsen leikkona var að ljúka við leikverk um líf og ástir þriggja kvenna, leikur í nýrri sjónvarpsseríu og berst með Hraunavinum. Hún ætlar að vera í Afríku um áramótin og á Svalbarða um verslunarmannahelgina. Svo er hún móðir. HUGSJÓNAKONAN „Mér finnst að það sem ég geri í þessu lífi þurfi að vera mikilvægt og skipta máli og var mikið að spá í að verða læknir eða jafnvel prestur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég hélt alltaf að ég yrði læknir sem ynni í Afríku við að bjarga heiminum en varð svo bara leikari á Íslandi. Stundum hef ég sagt að Lára sé mín Afríka því uppeldi hennar er stóra, stóra verk- efnið mitt í lífinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.