Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 43
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2013 | HELGIN | 43
FJALLAFEGURÐ Mæðginin Óli og Sóley í stórfenglegu umhverfi í
heimabænum Sisimiut í Grænlandi
MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
ÚT UM GLUGGANN Heimavinnandi húsfaðirinn virðir fyrir sér stór-
fenglegt útsýnið út um eldhúsgluggann. MYND/SÓLEY KALDAL
HAMFLETT Á HEIÐINNI Jakob fór á hreindýraveiðar og þurfti að
verka dýrin áður en haldið var til byggða.
MYND/JAKOB JAKOBSSON @MONSIEURGRUNVALSKY
aðnjótandi að komast á bæði sjó-
og skotveiðar með nágranna
sínum, sem hann hafði aldrei
gert áður. Jakob: „Veiðiumhverf-
ið á Grænlandi er allt öðruvísi
en á Íslandi. Á Grænlandi elst
fólkið upp við mikla virðingu
fyrir náttúrunni og veiði. Menn
veiða aðeins sér til matar, aldrei
sem eitthvert sport og allt sem
umfram er veitt fer annaðhvort
á markað eða til annarra sem
þurfa á bráðinni að halda.“ Jakob
segir að hann hafi fyrst fengið
hina einu sönnu Grænlandsupp-
lifun til fjalla við veiðarnar. Það
hafi verið engu líkt, enda manna-
byggðir í órafjarlægð og fegurð-
in ólýsanleg. Þau hjónin segja
skemmtilegt að upplifa þessa
framandi veiðimenningu. Sóley:
„Við höfum til að mynda borðað
hreindýr í öll mál undanfarið,
eftir að Jakob kom af hreindýra-
veiðum, sem annars var aðeins á
boðstólum yfir hátíðarnar. Það er
sérstakt að borða hreindýra-las-
anja á mánudegi.“ Þá er Óli farinn
að leika sér mikið í veiðimanna-
leikjum og fylgist vel með verk-
un allra þeirra dýra sem komið er
með á heimilið.
Lærir hundasleðasmíði
Jakob hefur einnig tekið þátt í
knattspyrnu með bæjarliðinu.
Jakob: „Það kom á óvart hversu
vel mér var tekið, þó ég hafi fljótt
þurft að koma því að að ég er ekki
Dani, en Grænlendingar kunna
betur við Íslendinga en Dani,“ sem
þau útskýra með stirðu sambandi
Grænlands og Danmerkur. Jakob
stefnir einnig á heilmikla þolraun
næstu páska, þar sem hann mun
taka þátt í hinni þriggja daga, 160
kílómetra löngu skíðagöngukeppni
Arctic Circle Race. Jakob er virki-
lega spenntur enda er um að ræða
stóran viðburð og stolt bæjarins.
Þau hafa nýlega skráð sig á
nokkur námskeið, Sóley er að
læra grænlenskan skinnsaum og
notar skinnin af dýrunum sem
Jakob veiðir til að gera flíkur á
fjölskylduna. Jakob er að læra
hundasleðasmíði og hyggst smíða
göngusleða sem fjölskyldan getur
notað í ferðir milli staða yfir
háveturinn.
Þau hjónin segja það mikinn
lærdóm að komast úr því eilífa
áreiti sem einkenni líf þeirra kyn-
slóðar. Jakob: Við erum hvorki
með sjónvarp né internet-tengingu
og oft og tíðum er símasamband-
ið lélegt. Svo höfum við varla séð
neina auglýsingu af nokkru tagi
neins staðar síðan við komum,
maður uppgötvar það eftir á hvað
það er mikið áreiti.“ Lífið gangi
hægar á Grænlandi og þau njóta
þess í botn að lesa bækur, upplifa
Grænland og vera saman.
Stórkostlegt land
Sóleyju og Jakobi finnst stór-
merkilegt hversu lítið Íslendingar
vita almennt um Grænland. Sóley:
„Sér í lagi í ljósi nálægðar land-
anna tveggja. Landið er stórkost-
legt og við erum alveg gripin af
öllu sem það hefur upp á að bjóða,
en áður en við fluttum vissum við
lítið sem ekkert um land og þjóð.
Grænlendingar eru svo hógvær-
ir, þeir eru ekki enn þá búnir að
uppgötva hvað það er töff að vera
Grænlendingur,“ og líkir því við
Íslendinga fyrir nokkrum árum.
Jakob: „Þessi litla þjóð er einstök
og vonandi uppgötvar hún það
fyrr en síðar.“
www.a4.is / sími 580 0000
A4 Skeifunni 17 / A4 Smáratorgi 1 / A4 Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði
A4 Dalsbraut 1, Akureyri / A4 Miðvangi 13, Egilsstöðum / A4 Austurvegi 65, Selfossi
Sjá má afgreiðslutíma verslana A4 á www.a4.is
MIKIÐ ÚRVAL
AF FÖNDUR-
PAKKNINGUM
BÚÐU TIL
PERSÓNULEG
KERTI
Jólasería „Glær jarðaber“
10 ljósa LED sería,
notar 2 x AA rafhlöður.
Jólasería „Glært hjarta“
10 ljósa LED sería,
notar 2 x AA rafhlöður.
Jólasería „Glær stjarna“
10 ljósa LED sería,
notar 2 x AA rafhlöður.
Jólaföndursett „Partý jól“ úr vattkúlum.
Hæð 3,5–13,5 sm. Efni í 5 manna fjölskyldu.
Jólaföndursett „Litlir jólasveinar“
Hæð 6 sm. Efni í 12 stk.
Jólaföndursett barna „Jólafígúrur“
Efni í 1 stk. Hentar frá 5 ára aldri. Jólasveinn,
piparkökukarl, jólatré eða hreindýr.
Hæð 15 til 20 sm
BÚÐU TIL ÞÍNAR EIGIN
JÓLASKREYTINGAR
ertalím fyrir pappír.K