Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 44
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 Ég opna dyrnar úr anddyri Kattholts bara í hálfa gátt því innan við er hvítur kött-ur með ljósbrún eyru sem langar bersýnilega að skjót-ast út. Hann er einn þeirra fjölmörgu katta sem bíða eftir að vera sóttir af þeim sem þykir vænt um þá. Hann ranglar eirðarlaus um ganginn og stekkur svo upp í afgreiðslulúguna, þar á hann gælur vísar hjá Halldóru Ragnarsdóttur, sem er forstöðukona Kattholts og formaður Kattavina- félagsins. „Það eru komnar 590 óskilakisur hingað það sem af er þessu ári,“ upp- lýsir Halldóra og segir síðasta ár hafa verið algert metár, þá hafi þær verið 780 sem hafi þegið mat og húsaskjól í Kattholti í lengri eða skemmri tíma. „Þá erum við ekki að tala um hótel- gestina,“ tekur hún fram. En hvað verður um þessi grey? „Sem betur fer fara sumar kisur til síns heima aftur og aðrar fá ný heimili. En það sem er erfiðast er að það þarf að aflífa marg- ar. Það er ekkert auðvelt fyrir ketti að vera í svona sambýli mánuðum saman. Sumir þola það illa og detta í þunglyndi eftir ákveðinn tíma. Þó eru þeir ekki alltaf í búrum. Þeir fá allir að hreyfa sig á gólfi yfir daginn. En þeir hugsa áreiðanlega: Hvert er ég kominn? Á ég virkilega að vera í þessum félagsskap alla mína kattartíð?“ Merkingar leysa vandann Hvað á fólk að gera til að forðast að kettirnir þeirra lendi í hrakningum? „Það þarf að gelda karldýrin, taka læðurnar úr sambandi og örmerkja alla ketti. Við erum með skanna sem les slík merki og í framhaldinu höfum við samband við eigend- urna. Eins ef dýrin eru með ól og merkispjald, annars geta þau dagað hér uppi. Fólk þarf líka að vera duglegt við að hafa samband og spyrja eftir þeim og nálgast þá.“ Eigendum er gefinn minnst sjö daga frestur til að sækja sína ketti, eftir það hefur Kattholt fullan rétt á að gera hvað sem er við þá. „Þá byrjum við á að reyna að finna ný heimili,“ segir Halldóra. „Kettlingar eru alltaf vin- sælli en fullorðnu kettirnir sem þurfa oft að bíða. Ef við finnum að einhver er sérlega góður karakter þá reynum við að gefast ekki upp. Það grípur um sig mikill fögnuður hjá okkur starfs- fólkinu þegar einhver kisa sem búin er að dvelja hér lengi fær gott heimili. Hún á það svo skilið, því það er búið að leggja svo mikið á hana.“ Lyndir misjafnlega Í Kattholti eru nokkrar misstórar vistar verur og þar er mjálmað í mörg- um tóntegundum. Við göngum gegnum herbergi sem fáar kisur eru í, hver í sínu horni. Halldóra kallar það gjör- gæsluna. „Þetta er fyrir þær kisur sem eiga erfitt með að vera innan um aðrar,“ útskýrir hún. Segir þó jafnan reynt að finna út hverjum lyndi saman og raða í plássin eftir því. Við höldum áfram inn í næsta her- bergi sem er hótelið. Þar dvelja nokkrar hefðarkisur. Athygli vekur ein grá- bröndótt, gullfalleg. Búrin eru rúmgóð og með kojum. Halldóra segir þau hafa verið keypt á þessu ári, á dagskránni sé að fjölga slíkum búrum og setja upp í óskilarýminu. Dálitlar sveiflur eru í starfsemi hótelsins að sögn Halldóru. „Það er náttúrulega mest að gera á sumrin, Þar sem mjá er aðalmálið Í Kattholti við Stangarhyl í Reykjavík er mjálmað í hverju horni. Þar er athvarf fyrir kisulórur sem hafa lent á vergangi en líka hótel sem ábyrgir katta- eigendur koma sínum kisum á, meðan þeir skreppa í frí. Halldóra Ragnarsdóttir stjórnar þessu ríki. MEÐ EINN AF SKJÓLSTÆÐINGUNUM „Það grípur um sig mikill fögnuður hjá okkur starfsfólkinu þegar einhver kisa sem búin er að dvelja hér lengi fær gott heimili. Hún á það svo skilið, því það er búið að leggja svo mikið á hana,“ segir Halldóra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ég er gott dæmi um nokkurra ára ógeltan fress. Ég var einu sinni lítill, hamingjusamur kettlingur á heimili. Þegar ég varð kynþroska, fimm til sex mánaða, þá byrjaði ég að flakka. Ég fór alltaf lengra og lengra frá heimili mínu. Ég hitti önnur ógelt fress á ferðum mínum og lenti í mörgum bardögum. Eyrun á mér eru rifin, ég er með sár um allan líkamann og fæ oft sýkingar í þau. Ég er alveg hættur að fara heim til mín. Ég ræðst á kettina í nágrenninu, fer stundum inn til þeirra og spræni til að merkja mér svæðið. Ég vil ekkert vera svona, ég var bara aldrei geltur. Ég vildi óska þess að eigendur mínir hefðu gelt mig þegar ég var ungur, þá myndi ég lifa áhyggjulausu og rólegu lífi í dag. Líf útikatta er ekkert grínKRÚTT Kettlingarnir stilltu sér upp eins og alvanar fyrirsætur. Það grípur um sig mikill fögnuður hjá okkur starfs- fólkinu þegar einhver kisa sem búin er að dvelja hér lengi fær gott heimili. Hún á það svo skilið, því það er búið að leggja svo mikið á hana. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is svona fram yfir verslunarmannahelgi, þegar fólk er í sumarfríi. Líka stundum um jól og áramót. Hér hafa verið um 50 kettir þegar mest er og við höfum þurft að vísa frá ef ekki hefur verið pantað með fyrirvara.“ Hún segir hótelið hjálpa til að halda rekstrinum gang- andi því fólk borgi að sjálfsögðu fyrir umhirðu kattanna sinna. Félagsmenn Kattavinafélagsins eru líka burðar- stoðir í rekstrinum.“ Loppur verða ískaldar Meðal þess sem Kattholti er gefið er matur handa gestum hússins. „Eitt af því sem bjargar okkur er að inn- flytjendur dýrafóðurs hafa verið okkur hollir í huga og svo almenningur, við höfum sett á Facebook að okkur vanti blautmat og þá kemur fólk og færir okkur hann. Stundum er líka fiskur, túnfiskur og rækjur á matseðlin- um, þökk sé vildarvinum okkar, allt er þetta ómetanlegt.“ Vildarvinir Kattholts styðja við starfsemina með ýmsum hætti eins og Halldóra lýsir. „Það kom læða hingað sem hafði gotið kettlingum í vaskahúsi niðri í bæ. Hún gat ekki verið með þá hér og við fengum konu úti í bæ til að taka hana til sín svo hún kæmi þeim á legg. Við erum með nokkra svoleiðis einstaklinga sem eru tilbúnir að taka af okkur kisur tímabundið.“ Fimm til sex manns vinna að stað- aldri í Kattholti og þegar við komum í álmu óskiladýranna eru þar starfs- stúlkur að ljúka morgunþrifum. Síð- degis er svo von á sjálfboðaliðum til að gæla við kisurnar. Þarna er því heilmikil starfsemi sem er opin alla daga ársins enda þarf alltaf að fóðra dvalargestina, skipta um vatn, þrífa og sinna öðrum þörfum þeirra. Eitt er víst. Heimilislausar kisur á höfuðborgarsvæðinu eru heppnar að komast í Kattholt, ekki síst þegar vetur sest að völdum og litlar loppur verða ískaldar. Þar geta þær samt ekki verið til frambúðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.