Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 53
 Vilt þú flytja með okkur raforku? Menntun og hæfniskröfur: • Menntun á sviði tæknifræði eða verkfræði • Reynsla og þekking á reglunartækni er kostur • Skipulögð og öguð vinnubrögð • Hæfni til að vinna undir álagi • Hæfni til að vinna sjálfstætt og taka ákvarðanir • Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra og ritaðra gagna • Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar Starfssvið: Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins • Kerfisgreining með hermilíkönum • Hönnun og endurbætur á verkferlum • Úrvinnsla gagna og skýrslugerð • Eftirlit með að öryggiskröfum Landsnets og annarra opinberra aðila sé framfylgt • Þátttaka í rekstri reglunaraflsmarkaðar Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningakerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet er starfsmanna- og fjölskylduvænt fyrirtæki. Hjá Landsneti starfa u.þ.b. 100 manns. Um Kerfisstjórn og markað Kerfisstjórn og markaður annast stýringu raforkukerfisins og samhæfingu aðgerða í flutningskerfinu og tengdum einingum. Deildin vinnur jafnframt að þróun og rekstri varnarbúnaðar, þróun markaðslausna, skilmálagerð sem varða viðskipti og rekstur, samskiptum við viðskiptavini, útgáfu upprunaábyrgða og uppgjöri orkuflæðis á landsvísu. Innan deildar er unnið að mörgum þróunar- og greiningarverkefnum sem ýta undir hagkvæma nýtingu flutningskerfisins og áreiðanlega afhendingu raforku um allt land með hjálp nýjustu tækni. Deildin er leiðandi í þróun svo kallaðra snjallnetslausna í raforkukerfinu þar sem hugbúnaður, fjarskiptatækni og ýmis mælibúnaður er notaður til að bæta rekstur kerfisins og auka hagkvæmni bæði framleiðenda og notenda. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | Fax 563 9309 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Landsnet auglýsir eftir öflugu fólki á Kerfisstjórn og markað til að stýra raforkukerfinu, vera í beinum tengslum við viðskiptavini Landsnets og taka þátt í að þróa tæknilausnir til framtíðar. Starfið felur í sér stýringu og vöktun raforkukerfisins frá stjórnstöð Landsnets auk annarra sérverkefna sem tengjast rauntímastýringu, áætlanagerð og þróun nýrra lausna. Starfið er unnið á dag- og næturvöktum í Stjórnstöð Landsnets.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.