Fréttablaðið - 02.11.2013, Blaðsíða 53
Vilt þú flytja með
okkur raforku?
Menntun og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði tæknifræði eða verkfræði
• Reynsla og þekking á reglunartækni er kostur
• Skipulögð og öguð vinnubrögð
• Hæfni til að vinna undir álagi
• Hæfni til að vinna sjálfstætt og taka ákvarðanir
• Hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra og ritaðra gagna
• Góðir samskipta- og samstarfshæfileikar
Starfssvið:
Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins
• Kerfisgreining með hermilíkönum
• Hönnun og endurbætur á verkferlum
• Úrvinnsla gagna og skýrslugerð
• Eftirlit með að öryggiskröfum Landsnets og annarra opinberra aðila sé
framfylgt
• Þátttaka í rekstri reglunaraflsmarkaðar
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningakerfisins.
Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur
og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga
liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet er
starfsmanna- og fjölskylduvænt fyrirtæki. Hjá Landsneti starfa u.þ.b. 100 manns.
Um Kerfisstjórn og markað
Kerfisstjórn og markaður annast stýringu raforkukerfisins og samhæfingu aðgerða í flutningskerfinu og tengdum einingum. Deildin vinnur jafnframt að þróun
og rekstri varnarbúnaðar, þróun markaðslausna, skilmálagerð sem varða viðskipti og rekstur, samskiptum við viðskiptavini, útgáfu upprunaábyrgða og uppgjöri
orkuflæðis á landsvísu. Innan deildar er unnið að mörgum þróunar- og greiningarverkefnum sem ýta undir hagkvæma nýtingu flutningskerfisins og áreiðanlega
afhendingu raforku um allt land með hjálp nýjustu tækni. Deildin er leiðandi í þróun svo kallaðra snjallnetslausna í raforkukerfinu þar sem hugbúnaður, fjarskiptatækni
og ýmis mælibúnaður er notaður til að bæta rekstur kerfisins og auka hagkvæmni bæði framleiðenda og notenda.
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | Fax 563 9309 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir
að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari
upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir
(silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Landsnet auglýsir eftir öflugu fólki á Kerfisstjórn og markað til að stýra raforkukerfinu, vera í beinum tengslum við viðskiptavini
Landsnets og taka þátt í að þróa tæknilausnir til framtíðar.
Starfið felur í sér stýringu og vöktun raforkukerfisins frá stjórnstöð Landsnets auk annarra sérverkefna sem tengjast
rauntímastýringu, áætlanagerð og þróun nýrra lausna. Starfið er unnið á dag- og næturvöktum í Stjórnstöð Landsnets.