Fréttablaðið - 02.11.2013, Síða 65
| ATVINNA |
442 1000
Þjónustuver 9:30-15:30
Ríkisskattstjóri annast álagningu opinberra gjalda og annarra skatta, sem og skatteftirlit.
Starfsmenn eru um 250 á níu starfsstöðvum, þar af um 145 í aðalstöðvum í Reykjavík.
Nú er tækifæri fyrir öfluga og jákvæða einstaklinga að ganga til liðs við hópinn því fyrir-
hugað er að bæta tveimur starfsmönnum við í afgreiðslu á Laugavegi 166.
Helstu verkefni eru móttaka viðskiptavina, upplýsingamiðlun og leiðbeiningar um skattamál og
fyrirtækjaskrá. Í því felst m.a. afgreiðsla skattkorta og veflykla, móttaka tilkynninga til fyrirtækja-
skrár og afgreiðsla ársreikninga.
Hæfnikröfur
Reynsla af sambærilegu starfi er kostur, en ekki skilyrði.
í síma 442 1151. Umsókn skal fylla út á vefslóðinni rsk.is/starf og láta ferilskrá fylgja með
í viðhengi. Umsóknarfrestur er til og með 16. nóvember 2013.
Umsóknir gilda í 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin
um ráðningu. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.
Meginstefna RSK í mannauðsmálum byggir á gagnkvæmu trausti, tillitssemi og virðingu á milli
stofnunar og starfsmanna og starfsmanna sín í milli og unnið er eftir gildunum:
Fagmennska – Jákvæðni – Samvinna.
Þjónustustörf hjá ríkisskattstjóra
rsk@rsk.is
Íslensk ættleiðing auglýsir starf
sálfræðings/ráðgjafa í miðstöð félagsins
Íslensk ættleiðing vinnur að stofnun ráðgjafamiðstöðvar
um alþjóðlegar ættleiðingar. Félagið er eina ættleiðingar
félagið á Íslandi og leggur metnað í faglegt
starf með hagsmuni barna að leiðarljósi.
Íslensk ættleiðing leitar að ráðgjafa í fullt starf við
miðstöðina. Ráðgjafinn bætist við metnaðarfullt teymi
félagsins og þarf að vera með háskólapróf til starfsréttinda
í sálfræði og reynslu af ráðgjöf.
Umsóknarfrestur er til 5.nóvember.
Umsóknir skal senda til isadopt@isadopt.is
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri veitir nánari
upplýsingar í síma 588 1480.
Verkefni miðstöðvarinnar verða meðal annars
stuðningur og ráðgjöf við:
• umsækjendur um ættleiðingu
• foreldra sem hafa ættleitt erlendis frá
• börn sem hafa verið ættleidd
• starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu
• starfsfólk leik- og grunnskóla
auk
• umsjónar með gerð eftirfylgniskýrslna
• uppbyggingar barna- og unglingastarfs
Þekking - stuðningur - ráðgjöf
ÚTBOÐ
Opið svæði við leikskóla í Leirvogstungu
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í frá-
gang á 8425 m² opnu svæði við leikskólann í Leirvogstungu.
Í frágangi felst m.a. gröftur og tilfærsla á efni, lagning
fráveitu og rafstrengja. Gera sparkvöll, körfuboltavöll og
göngustíga, ásamt því að grasþekja og gróðursetja.
Helstu magntölur:
• Tilflutningur á jarðvegi innan lóðar 2750 m³
• Gröftur og brottakstur 1000 m³
• Grúsfylling 2130 m³
• Grasþökur 1160 m²
• Sáning 4660 m²
• Malbik 690 m²
• Gróðurbeð 560 m³
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 15. maí 2014
Útboðsgögn á geisladiski, verða afhent án endurgjalds
í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá og með
þriðjudeginum 29. október 2013. Tilboðum skal skila á
sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 12. nóvember 2013,
kl. 13:00, þá verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar
sími: 511 1144
Við óskum eftir starfsmanni
í stöðu verslunarstjóra í Smash
Hæfniskröfur:
- Reynsla af verslunarstörfum
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Rík þjónustulund
- Frumkvæði og metnaður í starfi
- Skipulagshæfni
- Góð tölvukunnátta
Áhugasamir sendi umsókn ásamt
ferilskrá á helga@ntc.is
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember
DRÍFANDI
VERSLUNARSTJÓRI
Kringlan|Smáralind
LAUGARDAGUR 2. nóvember 2013 15