Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2013, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 02.11.2013, Qupperneq 94
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 66 Tvisvar á ári var Rafskinna sett niður við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur og þar gat fólk séð aug- lýsingar flettast sjálfkrafa í þessari raf- knúnu bók sem kölluð var töfrabókin,“ útskýrir Hrefna Bachmann, barnabarn Gunnars Bachmann, sem var eigandi, hugmynda- og textasmiður Rafskinnu. „Afi fór til Parísar árið 1932 og sá þar svipaða bók, kom heim og lét smíða þessa hjá blikksmiðju í Reykjavík,“ heldur Hrefna áfram. „Þetta var algjör nýjung í bæjarlífinu á þessum tíma og fólk kom bara „á rennandi blautum ullarsokkunum“, eins og var sagt í ein- hverri blaðagrein frá þessum tíma, til að skoða dýrðina. Mamma man eftir því að hafa verið þarna uppáklædd að skoða auglýsingarnar og svo var farið á eftir og keyptur ís, þetta var hálfgerð hátíð.“ Teiknarar Rafskinnu voru þeir Tryggvi Magnússon, sem teiknaði frá 1933-1943 og Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva og teiknaði þar til Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957. „Bókin var sett upp tvisvar á ári, fyrir jól og páska, alveg frá 1933 til 1957,“ segir Hrefna. „Afi dó svo 1957 og eftir það lögðust sýningarnar niður.“ Auk sýningarinnar í Galleríi Fold verða myndirnar til sýnis á hundrað strætóskýlum víðs vegar um bæinn frá og með næsta þriðjudegi. Í til- efni af sýningunni hafa verið gerðar eftirprentanir af völdum myndum úr Rafskinnu auk þess sem hægt verður að festa kaup á póstkortum með myndum úr henni. fridrikab@frettabladid.is Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. Rafskinna setti mikinn svip á bæjarlífi ð um miðbik síðustu aldar, en hún var alfarið hugmynd Gunnars Bachmann sem fékk innblástur að henni í París og lét smíða bókina hér heima. FJÖLBREYTT VÖRUMERKI Flest stærstu fyrirtæki landsins nýttu sér þjónustu Rafskinnu, enda nutu auglýsingasýningarnar gríðarlegra vinsælda. HREFNA BACHMANN Þetta er alfarið hugmynd Rakelar,“ segir Steinar Bragi spurður hvernig honum hafi dottið í hug að skrifa bók um draugagang í reykvískum húsum. „Hún leitaði til Forlagsins fyrir ári síðan og óskaði eftir höfundi sem fengist til að taka að sér þetta furðulega verkefni.“ Og þeim hefur strax dottið þú í hug? „Ja, einhverjum þar var kunnugt um að ég hef verið að safna drauga- og furðusögum í hátt í tuttugu ár og hluti af sögunum í bókinni er byggður á þeim heim- ildum. Svo tókum við viðtöl við fólk og heimsóttum hús þar sem sagt er reimt. Völdum svo úr bestu, óhugnanlegustu og minnst þekktu sögurnar til að birta í bókinni.“ Varðstu var við reimleika í hús- unum sem þið heimsóttuð? „Nei, ég er algjörlega laus við yfir- náttúrulega hæfileika. Ég trúi ekki einu sinni á drauga. Ég kom bara inn í þetta af forvitni og neita að trúa fólki þegar það segist hafa upplifað þessa hluti. Samt er ég í alvöru forvitinn, langar að skilja og nálgast reynsluna, en ég er alveg lokaður. Held bara mínu ferkantaða striki.“ - fsb Trúir ekki á drauga Reimleikar í Reykjavík er bók sem Steinar Bragi vann í samstarfi við Rakel Garðarsdóttur. BARA FORVITINN Steinar Bragi segist vera algerlega sneyddur yfirnáttúrulegum hæfileikum. Hann hefur þó sent frá sér bók um reimleika í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI WWW.OPERA.IS „Sviðsetningin var rakin snilld“ - Ríkharður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Enn á ný brillerar Íslenska óperan í Hörpu“ - Ólafur Arnarson, timarim.is „Íslensku óperunni til sóma“ - Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is AUKASÝNING 8. NÓVEMBER KL. 20 3. sýning 2. 11. 2013 - UPPSELT 4. sýning 10. 11. 2013 - UPPSELT 5. sýning 16. 11. 2013 - UPPSELT 6. sýning 23. 11. 2013 - UPPSELT ÓPERUKYNNING FYRIR SÝNINGU: Elsa Waage óperusöngkona kynnir CARMEN í boði Vinafélags Íslensku óperunnar kl. 19:15 hvert sýningarkvöld MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.