Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 96

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 96
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 68 LEIKLIST ★★★★★ Pollock? eftir Stepehn Sachs í Þjóðleikhúsinu LEIKSTJÓRN: HILMIR SNÆR GUÐNASON LEIKMYND: HELGA I. STEFÁNSDÓTTIR BÚNINGAR. HELGA I. STEFÁNSDÓTTIR LÝSING: HALLDÓR ÖRN ÓSKARS- SON, MAGNÚS ARNAR SIGURÐARSON ÞÝÐING: MIKAEL TORFASON LEIKARAR: ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR OG PÁLMI GESTSSON Þjóðleikhúsið frumsýndi nú á mið- vikudaginn nýlegt bandarískt verk um listfræðing og konu nokkra sem er viss um að málverk, sem hún hefur komist yfir, sé eftir Jackson Pollock, einn af meist- urum málaralistarinnar á síðustu öld. Þegar fræðimaðurinn kemur í heimsókn til hennar í því skyni að ganga úr skugga um uppruna verksins, hafa þau aldrei hitst áður og munu tæpast hittast aftur, eftir að leiknum lýkur. Þau virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt; svo kemur smátt og smátt í ljós að svo er ekki, það er sitthvað sem þau tengir – eins og okkur öll, ef grannt er skoðað. Meira get ég í rauninni ekki sagt hér, ef ég á ekki að spilla fyrir ykkur notalegu leik- húskvöldi sem þið getið átt í vænd- um, og það dettur mér auðvitað ekki í hug að gera. Þetta er afskaplega gamal- dags verk, og alveg heiðarlegt að því leyti. Höfundur ætlar sér ekki að frelsa mannkynið póli- tískt, umbylta leikhúsforminu, „sprengja rammann“ sem ein- hverjir uppalendur virðast hafa kennt sumum leikhúsbörnum að sé æðsta markmið listarinnar. Nei, það er öðru nær, hann ætlar aðeins að segja svolitla sögu af skrýtnum og frekar geðslegum manneskjum og til þess beitir hann þeim gamalreyndu aðferð- um sem meistarar leiksviðsins hafa verið að þróa síðan Grikkir byrjuðu á því í árdaga siðmenn- ingarinnar fyrir hálfu þriðja árþúsundi. Hann veit að ef okkur er ekki haldið við efnið allt til loka, missum við áhugann og gætum jafnvel freistast til að ganga út í hléinu (sem er að vísu ekkert hér); hann skilur að sem höfundur er hann okkar þjónn, að við höfum ekki borgað okkur inn í leikhúsið til að dást að ferskleika hans og frumleik, og enn síður til að sitja undir prédikunum úr honum. Og sama á við um alla sem koma að sýningunni í Kassanum. Leikstjórinn Hilmir Snær og hans fólk er ekki heldur haldið neinum mikilmennskuórum; þau eru ein- faldlega trú tilgangi verksins, hafa áttað sig jafnt á kostum þess sem takmörkunum og reyna ekki að bæta þar um, lyfta því upp á eitthvert ímyndað æðra stig. Að vísu fitla þau Hilmir og Helga I. Stefánsdóttir, sem gerir leik- mynd og búninga, smávegis við hinn stórháskalega sviðsramma með hjálp tækninnar, en það gera þau af slíkri hófsemi að við tökum varla eftir því; það væri þá helst að fitlið gæti fróað ein- hverju þeirra leikhúsbarna, sem fyrr eru nefnd; líkast til þurfa þau þó á einhverju kröftugra að halda. Smástund datt mér í hug að leik- stjórinn væri með þessum tilfær- ingum að gera obbolítið grín að öllum rammasprengjunum, en lík- lega var það nú oftúlkun hjá mér; en það er sem kunnugt er hægt að „lesa“ leikhúsið og hin marg- skiptu lög þess á ýmsa vegu, ef krítíkerinn er nógu lærður, djúp- hugull og setur upp rétt pólitísk gleraugu. Það eru þau Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Pálmi Gestsson sem leika listfræðinginn og konuna. Ólafía Hrönn er einn af meist- urum replikkunnar á íslensku sviði, kann að skjóta tilsvörunum svo fyrirhafnarlaust og eðlilega í mark að unun er á að hlýða; ef mér misheyrist ekki, er hún alltaf að verða betri og betri í þeirri list. Og þó að rullan bjóði upp á ýmis tilefni til að kitla salinn og veiða hlátra, sem Ólafía gæti vitaskuld gert leikandi létt, stenst hún þær freistingar, ávallt trú þeirri pers- ónu sem hún er að skapa. Að leik Pálma verður ekki heldur margt fundið; að vísu er honum hér sem endranær um megn að tjá við- kvæmar og sárar tilfinningar, þá kemur í rödd hans einhver falskur tónn sem virkar óþægilega, yfir svip hans ankannaleg fjarræna sem ég fyrir mína parta trúi ekki á. Pálma lætur jafnan best að teikna týpur sínar skýrum, ein- földum dráttum; langt út fyrir þau mörk fer hann ekki. Ágætu lesendur, þið megið alls ekki skilja mig svo, að hér sé meiri háttar listaverk á ferð. Því fer víðs fjarri. Til þess eru pers- ónurnar ekki nógu sérkennilegar og lifandi. Við getum þekkt í þeim ýmsa drætti frá okkur sjálfum og öðrum, en meira er það ekki. Auk þess er sumt í röklegri framrás verksins hæpið og ódýrt, en færi ég nánar út í það, væri ég farinn að segja of mikið. Sú tilfinninga- semi, sem löngum loðir við Kan- ann, bætir ekki heldur bragðið, all- tént ekki í mínum munni, en hver getur ætlast til að amerískt leikrit sé laust við slíkt? Þessi leikur er einungis dægurfluga sem hægt er að hafa gaman af þá stuttu stund sem hún flýgur um, svo deyr hún og gleymist. Hann er, með öðrum orðum, hreint enginn Pollock, en alveg ókei fyrir því. Jón Viðar Jónsson NIÐURSTAÐA: Þægileg og átaka- lítil leikhússtund með tveimur úrvalsleikurum. Heiðarleg gamaldags sagnalist, laus við listræna sýndar- mennsku og pólitískt harðlífi– og fær plús fyrir það. Enginn Pollock, en bara góður fyrir því POLLOCK? „Heiðarleg gamaldags sagnalist, laus við listræna sýndarmennsku og pólitískt harðlífi,” segir Jón Viðar. Sena sýnir í samstarfi við The Royal Opera House hina stórkostlegu óperu Verdis, Les Vêpres Siciliennes í beinni útsendingu. Um glænýja uppsetningu er að ræða, þar sem París árið 1855 gegnir veigamiklu hlutverki, því þar var verkið flutt í fyrsta sinn. Uppfærslan er frumraun leik- stjórans, hins norskættaða Stefans Herheim, í Covent Garden. Beina útsendingin fer fram mánu- daginn 4. nóvember klukkan 17.45 í Háskólabíói. Miðasala er á midi.is. Aðeins verð- ur um þessa einu sýningu að ræða. Sýnd í beinni útsendingu frá Royal Opera House. Óperan Les Vêpres Siciliennes ÓPERUSKÁLDIÐ Giuseppe Verdi Það eru myndlistarkonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og Elísabet Hákonardóttir sem standa að sýningunum Elska ég mig samt? og Mar í listasalnum Anarkíu í Hamraborg 3 sem verða opnaðar klukkan 15 í dag. „Sýningin mín er tileinkuð konum, formæðrum mínum og öðrum konum í lífi mínu,“ segir Ragnheiður, sem býr til verk á mörkum málverks og textíls og er með sýninguna, Elska ég mig samt. Hún er nýbúin að taka verkin niður norður á Akureyri og var í óða önn að hengja þau upp í Anarkíu þegar í hana náðist. Hún segir hugsunina á bak við verkin snúast um það hvernig sálræn ör geta orðið að líkamlegum sárum. Elísabet málar abstrakt og notar olíuliti í verk sín. Í sýning- unni Mar fjallar hún um hvaða áhrif mar hefur á líf og líkama fólks, hvort við komumst í gegn- um lífið án þess að verða fyrir mari og hvernig líf það sé þá. Hvort eitthvað mari kannski undir sléttu og felldu yfirborðinu. Ragnheiður viðurkennir að hug- myndirnar að baki verkum þeirra Elísabetar séu ótrúlega líkar. „Við áttuðum okkur ekki á því hvað við vorum samtaka, fyrr en við fórum að tala saman því við unnum þetta alveg hvor í sínu lagi, án samráðs við hina.“ Tíu myndlistarmenn reka galleríið Anarkíu sem var opnað í júní í sumar. Ragnheiður segir sýningar haldnar þar í hverjum mánuði. - gun Efnið skylt en aðferðir ólíkar Sýningarnar Mar og Elska ég mig samt? verða opnaðar í dag í Anarkíu, í Hamraborg 3 í Kópavogi. LISTAKONURNAR Ragnheiður og Elísabet taka á sárum á sálinni hvor með sínum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN www.tjarnarbio.is Miðasalan er opin frá kl. 15:00-18:00 þri-fös midasala@tjarnarbio.is / 527-2100 / midi.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.