Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 118

Fréttablaðið - 02.11.2013, Side 118
2. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 90 TÍSKUBLOGGARI KAUPIR EINVERU Tískubloggarinn og fyrrverandi verslunar stjóri í Galleríi 17, Hildur Ragnarsdóttir, festi nýverið kaup á versluninni Einveru við Laugaveg. Fregnir herma að kaupverðið hafi verið um fimmtán milljónir. Systurnar Katrín Alda og Rebekka Rafns- dætur hafa rekið Einveru um árabil. Verslunin byrjaði í kjallara á Ægisíðunni fyrir fimm árum, en þær opnuðu síðar verslunina undir sama nafni á Laugavegi 35. - ósk „Ég held að við viljum allar setja maka okkar í lítið box sem við eigum handa þeim því við viljum að þeir líkist okkur meira,“ SAGÐI LEIKKONAN SCARLETT JOHANSSON Í VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ LOOK. ÞAR RÆDDI HÚN UM ÁSTARSAMBÖND OG STJÓRNSEMINA SEM GETUR FYLGT ÞEIM. Elís Pétursson, þekktastur sem bassaleikari í Jeff Who?, er byrjaður að vinna hjá Seðlabanka Íslands. Þar starfar hann á sviði hagfræði og peningastefnu en hann hefur nýlokið meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands. „Þetta lofar mjög góðu. Maður kvartar ekki yfir þessu,“ segir Elís, spurður út í þennan nýja starfs- vettvang. Einn góðan veðurdag vonast hann til að komast í hljómsveitina Tekjubandið, sem er starf- rækt í Seðlabankanum. „Ég er ekkert með sjálf- krafa passa inn í hana. Þar er maður aftur kominn á byrjunarreit og þarf að vinna sér inn stöðu.“ Jeff Who? hefur gefið út tvær plötur á ferlinum, þá seinni árið 2009. Þekkasta lag sveitarinnar er án efa Barfly. Lítið hefur heyrst frá strákunum síðustu tvö árin en að sögn Elísar er Jeff Who? ekki hætt störfum. Sjálfur plokkar hann bassann á fullu með hljóm- sveitinni Leaves, sem hann gekk nýlega til liðs við. Nýjasta plata sveitarinnar kom út fyrir skömmu og í kvöld spilar hún í Iðnó á Airwaves-hátíðinni. - fb Bassaleikari í Seðlabankann Elís Pétursson, bassaleikari Jeff Who?, er byrjaður að vinna í Seðlabankanum. ROKKARI Í SEÐLABANKANUM Elís Pétursson hefur hafið störf í Seðlabanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Aðrir meðlimir Jeff Who? starfa sem slökkvi- liðsmaður, skógarhöggsmaður, framkvæmda- stjóri og á auglýsingastofu. „Við bjóðum Bretum upp á hjóna- bandssælu og pönnukökur bak- aðar eftir uppskrift frá ömmu,“ segir Edda Margrét Halldórsdótt- ir, eigandi íslenska kaffihússins Nordic Coffee Collective í Brig- hton á Englandi. Edda býður gestum sínum upp á hefðbundið íslenskt góðgæti í bland við skandinavísk sætindi. „Við erum með sænskt og finnskt nammi, sænska kanilsnúða og fleira slíkt. En fyrst og fremst sérhæfum við okkur í íslensk- um réttum eins og kleinum, rún- stykkjum, graflaxi og síld.“ Staðurinn var opnaður fyrir tveimur vikum og viðtökurnar hafa verið frá- bærar. „Já, við höfum fengið fjö ld a fó l k s frá Íslandi og öðrum Norð - urlöndum. Hér í Brig- hton er nokkur fjöldi íslenskra námsmanna sem hafa komið til okkar. Einnig höfum við fengið heimsókn frá íslenskum ferða- mönnum,“ segir hún. Edda er menntaður arkitekt en vegna lítilla anna á því sviði ákvað hún að skella sér í kaffi- húsarekstur. „Ég hef aldrei áður rekið kaffihús, en vann á Kaffitári fyrir mörgum árum. Ég ákvað bara að demba mér út í þetta. Hannaði staðinn sjálf og fékk stjúppabba minn til þess að hjálpa mér við smíðarnar,“ segir Edda sem hefur svo sann- arlega treyst á nærfjölskylduna við opnun og rekstur staðarins. „ Systir mín vinnur hjá mér þrjá daga í viku, en hún býr annars í London þar sem hún er að læra að verða bakari. Svo fékk ég hjálp frá foreldrum mínum við fjármögnun á staðnum.“ kjartanatli@frettabladid.is Býður Bretum upp á bakkelsi frá ömmu Íslenskur arkitekt rekur kaffi hús í Brighton og býður upp á íslenska rétti og skandinavískt sælgæti. Kaffi húsið nefnist Nordic Coff ee Collective. REKUR KAFFIHÚS Í BRIGHTON Kaffihúsið nefnist Nordic Coffee Collective og er í Brighton á Englandi. Edda Margrét Halldórsdóttir er eigandi þess. EDDA MARGRÉT Yndislestur ársins Heillandi og fágætlega vel skrifuð saga eftir Guðmund Andra Thorsson „Hann er rosa legur stílisti. Það er unun að lesa texta e ftir Guðmund An dra“ EH / KILJAN Fiskikóngurinn Sogavegi 3 fiskikongurinn.is s. 587 7755 Roðlausir og beinlausir STJÖRNUM PRÝDD AIRWAVES-HÁTÍÐ Það var margt um manninn og sannarlega nóg um að vera í Hörpu á fimmtudagskvöld. Dean Deblois, leikstjóri How To Train Your Dragon, sá hljómsveitina Medz spila. Þeir Curver Thoroddsen og Jakob Frí- mann Magnússon voru á svæðinu. Þá mátti sjá Björt Ólafsdóttur í Bjartri framtíð og Helgu Lilju Magnús- dóttur fatahönn- uð, skemmta sér í Hörpu. - ósk KVEÐJUSTUND FJÖLSKYLDUNNAR Arnar Jónsson frumsýnir Sveins- stykki, sitt síðasta verk við Þjóð- leikhúsið, 10. nóvember. Eiginkona Arnars, Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stýrir sýningunni og Þorleifur Arnars- son, sonur Arnars, framleiðir. Arnar hefur átt langan og farsælan feril og fagnaði nýlega sjötugsafmæli. Verkið er einnig persónulegt fyrir þær sakir að Þorvaldur Þor- steinsson sálugur samdi á sínum tíma einleikinn Sveinsstykki í tilefni af fjörutíu ára leikafmæli Arnars. - ósk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.