Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 08.11.2013, Qupperneq 12
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Bretland „Það er ljóst að andstæðingar okkar núa saman höndum af kæti,“ sagði Iain Lobban, yfir- maður bresku njósnastofnunarinnar GCHQ, spurður um afleiðingar þess að fjölmiðlar víða um heim hafa fjallað ítarlega um uppljóstranir Edwards Snowdens. „Al Kaída drekkur þetta í sig með áfergju.“ Hann sat fyrir svörum ásamt félögum sínum, þeim Andrew Parker og John Sawers, hjá breskri þing- nefnd sem spurði út í hleranir og njósnir bresku leyniþjónustustofnananna. Parker er yfirmaður MI5 en Sawers yfirmaður MI6. Nefndin þótti fara mildum höndum um njósnafor- ingjana þrjá, en stofnanir þeirra hafa orðið uppvísar að víðtækum net- og símhlerunum, að því er fram kemur í leyniskjölum frá bandarísku Þjóðaröryggis- stofnuninni, sem Snowden lak í fjölmiðla í sumar. Þremenningarnir sögðust þó ekkert hafa á móti því að löggjöf um starfsemi þeirra verður endurskoðuð, en slík endurskoðun er á dagskrá hjá nefndinni. Þeir fullyrtu allir að stofnanir þeirra starfi innan ramma laganna, og tilgangurinn sé sá einn að þefa uppi aðsteðjandi hættu og fylgjast með athöfnum grunaðra hryðjuverkamanna. „Við eyðum ekki tíma okkar í að hlusta á símtöl eða lesa tölvuskilaboð venjulegs fólks,“ sagði Lobban í yfirheyrslunni, sem tók hálfan annan tíma. Uppljóstranir Snowdens hafi hins vegar valdið verulegum skaða og muni gera störf þeirra erfiðari á næstu árum. Víða var komið við og meðal annars kom fram að stofnanirnar hafi einna mestar áhyggjur af nokkur hundruð breskum ríkisborgurum, sem hafa farið til Sýrlands að berjast með uppreisnarmönnum og sumir þeirra komi síðan aftur til Bretlands. gudsteinn@frettabladid.is Mildum höndum farið um foringjana Yfirmenn bresku leyniþjónustunnar segja að uppljóstranir Snowdens hafi valdið leyniþjónustunni miklum skaða og muni gera störf þeirra erfiðari. Þeir segjast þó ekkert hafa á móti því að löggjöf um starfsemi þeirra verði endurskoðuð. YFIRNJÓSNARARNIR YFIRHEYRÐIR Andrew Parker, John Sawers og Iain Lobban svara opinberlega spurningum breskrar þingnefndar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Öryggisþjónustan MI5 (The Security Service) Sér um öryggiseftirlit innanlands, meðal annars við að meta og bregðast við hættu á hryðjuverkum. Yfirmaður: Andrew Parker Leyniþjónustan SIS– betur þekkt sem MI6 (The Secret Intelligence Service) Sér um njósnir erlendis, með það í huga að þefa uppi alla hættu sem gæti steðjað að Bretum og Bretlandi að utan. Yfirmaður: John Sawers Fjarskiptaeftirlitið GCHQ (Government Communications Headquarters) Sér um fjarskiptaeftirlit, þar á meðal netnjósnir og símhleranir. Yfirmaður: Iain Lobban Leyniþjónustustofnanir Bretlands Kóngurinn fær ekki meira 1BELGÍA Belgíska stjórnin hefur neitað Albert Belgíukonungi, sem settist í helgan stein í sumar, um meira fé úr ríkissjóði. Þegar Albert hætti minnk- uðu fjárframlög til hans úr jafnvirði 1.886 milljóna króna niður í 151 milljón. Elio Di Rupo forsætisráðherra virðist vera harður á því að þetta eigi að duga kónginum fyrrverandi til þess að standa straum af lúxuslífi sínu. Nýr leiðtogi talibana 2PAKISTAN Talibanahreyf-ingin í norðvesturhluta Pakistans hefur einróma sam- þykkt að Mullah Fazlullah verði leiðtogi hreyfingarinnar, en for- veri hans var drepinn í sprengju- árás um helgina. Nýi leiðtoginn er einkum þekktur fyrir að hafa á síðasta ári skipulagt hina ill- ræmdu árás á Malölu Júsúfsaí, stúlkuna sem hafði barist fyrir menntun kvenna og gagnrýnt ofbeldi talibana. Styðja áætlun Írans 2ÍRAN Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kína, Rússlands og Þýskalands hafa lýst yfir stuðningi við áform Írans um að draga að hluta úr kjarnorkuáætlun sinni, en Íranar búast við að í staðinn verði smám saman dregið úr alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn þeim. Þetta fullyrti Abbas Araghchi, aðalsamningamaður Írans í kjarnorkumálum. ÁVARPAÐI ÞING SÞ Malala Yousafzai talaði hjá Sameinuðu þjóðunum í sumar. NORDICPHOTOS/AFP HEIMURINN 1 23 NISSAN QASHQAI NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR. KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI 500 ÞÚS. KR. · Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla- drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu. Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km Qashqai 1,6 dCi beinsk. Verð: 4.990 þús. kr. Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna Verð: 5.390 þús. kr. Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk. Verð: 5.790 þús. kr. Qashqai 2,0 dCi sjálfsk. Verð: 6.090 þús. kr. iPad 32GBfylgir með ásamt veglegri hlífðartösku GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 9 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.