Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2013, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 08.11.2013, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 8. nóvember 2013 | FRÉTTIR | 13 LANDBÚNAÐUR Áratugabið eftir alhliða riti um sauðfé og sauðfjár- rækt er á enda með bókinni, „Sauð- fjárrækt á Íslandi“. „Um málið hefur verið ályktað hjá Landssam- bandi sauðfjárbænda og búið að tala um það mjög lengi,“ segir Ragnhild- ur Sigurðardóttir, ritstjóri bókar- innar og lektor við LBHÍ. Árin 2009 til 2011 veitti hún forstöðu verkefninu Sheepskills (sheepskills.eu) sem styrkt var af menntaáætlun Evrópusambands- ins. „Við bjuggum til fræðsluefni í fimm löndum og fórum fyrst af stað með þá hug- mynd að efnið yrði rafrænt,“ segir hún, en hér hafi skilaboð frá bændum verið á þá leið að þeir vildu almenni- lega bók. „Við byggðum á því sem til var og uppfærðum, en mjög mikið var skrifað frá grunni.“ Þrátt fyrir að umræða um inn- göngu í Evrópusambandið hafi verið heit á þessum tíma og ákveðna and- stöðu sem verið hafi hjá hópi bænda segir Ragnhildur að á fundum með bændum og ráðgjöfum í sauðfjár- rækt hafi komið fram skilningur á því að bæði bæri að gefa og þiggja inn í svona verkefni. „Íslendingar taka þátt í mennta- áætlun Evrópusambandsins í gegn um EES-samninginn. Gaman var að finna hversu miklu við höfum að miðla þótt við séum lítið land og eigum margt sammerkt með öðrum löndum þótt aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar.“ - óká RAGNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR NÝ BÓK Á lokametrunum var bætt við kafla um smalahunda. Sauðfjárbændur sýndu skilning á mikilvægi þátttöku í menntaverkefnum Evrópusambandsins: Ný bók um sauðfjárrækt eftir áratuga bið TÆKNI Nýjasti leikurinn í tölvu- leikjaröðinni Call of Duty mok- selst en leikurinn fór í sölu á þriðjudaginn. Eintök af leikn- um, sem ber heitið Call of Duty: Ghosts, seldust fyrir meira en einn milljarð Bandaríkjadala, en það samsvarar rúmlega 121 millj- arði íslenskra króna. Inni í þeirri upphæð eru aðeins þeir leikir sem selst hafa í verslunum svo talan mun að öllum líkindum hækka töluvert. Um er að ræða met, en fyrra met átti tölvuleikurinn Grand Theft Auto V, sem kom út í september. - hva Nýjasti leikur Call of Duty: Mokseldist á fyrsta söludegi UTANRÍKISMÁL Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti fund með Arkady Dvorkovich varaforsætisráðherra Rússlands á miðvikudag, en Dvorkovich hafði viðkomu í Keflavík. Fóru ráðherr- arnir yfir stöðu fríverslunar- viðræðna EFTA og tollabanda- lags Rússlands, Kasakstans og Hvíta-Rúss- lands. Utanríkisráð- herra lagði áherslu á mikilvægi þess að tryggja framgang í við- ræðunum á næstu misserum. Ráð- herrarnir ræddu einnig tvíhliða samskipti ríkjanna, meðal annars á sviði jarðhita og fjarskipta. - ka GUNNAR BRAGI SVEINSSON Utanríkisráðherra í Keflavík: Fundaði með Dvorkovich RÚSSLAND, AP Rússar skutu í morgun upp geimfari, sem er með Ólympíukyndilinn innanborðs. Ferðinni er heitið út í alþjóð- legu geimstöðina, sem er á braut umhverfis jörðu. Bandaríkjamenn flugu einnig með Ólympíukyndil út í geim fyrir Ólympíuleikana í Atlanta árið 1996, en Rússar ætla í þetta skipt- ið að fara með kyndilinn út fyrir geimfarið í fyrsta sinn í sögunni. Allt er þetta partur af undirbún- ingi eða auglýsingaherferð fyrir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Kyndillinn verður um borð í geim- stöðinni í fimm daga. Af öryggisástæðum verður þó slökkt á kyndlinum á meðan hann er um borð í geimfarinu. - gb Fimm dagar í geimstöð: Ólympíukyndill farinn út í geim Á LEIÐ ÚT Í GEIMINN Af öryggisástæð- um verður slökkt á eldinum meðan hann er úti í geimnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VIÐSKIPTI Myndbandaleigunni Blockbuster í Bandaríkjunum verður endanlega lokað í janúar. Blockbuster-keðjan hefur verið leiðandi á myndbandaleigumark- aði í fjölda ára en þarf nú að lúta í lægra haldi fyrir myndveitum, eða stafrænum myndbandaleigum, á borð við Netflix. Síðasta tilraunin til að forða fyrirtækinu frá lokun var að bjóða upp á heimsendar DVD-myndir. Slíkum heimsend- ingum verður einnig hætt. - ka Búið spil hjá Blockbuster: Blockbuster hættir í janúar Ég vil lifandi og heilbrigða borg sem er full af valkostum í húsnæðismálum, samgöngukostum og skólamálum. Það er tímabært að hlúa að starfsumhverfi og aðstöðu eldri Reykvíkinga en sá mála- flokkur mun vaxa mikið á næstu árum. Tækifærin til að efla og stækka borgina okkar eru óþrjótandi. Eftir að hafa starf- að að borgarmálum í áratug þekki ég Reykjavík og hef skýrar hugmyndir um hvernig við getum gert hana að enn betri borg fyrir okkur öll. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í borgar- stjórnarkosningunum næsta vor. Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is » thorbjorghelga Þorbjörg Helga 1. sæti Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.