Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 52
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28
„Sagan fjallar um landskunnan
veðurfréttamann sem verður
fyrir rafrænum ofsóknum og ég
er að stúdera áhrif þess á hann
og hans tilveru. Síðan er ég svo-
lítið að velta fyrir mér ofsækj-
andanum og hvað það er sem
knýr hann áfram.“
Sindri segist hafa lagst í þó
nokkrar rannsóknir á fyrirbær-
inu við vinnslu bókarinnar og
komist að ýmsu sem hann ekki
vissi fyrir. „Þegar ég kannaði
þessi mál kom skýrt fram að
fórnarlömb rafrænna ofsókna
eða eineltis upplifa oft mikil sál-
ræn áföll, sem og líkamleg og
tilfinningaleg viðbrögð, vegna
ofsóknanna. Þar á meðal geta
verið breytingar á svefn- og
matarvenjum, martraðir, kvíði,
að finna til hjálparleysis, ofur-
árvekni, ótti um eigið öryggi,
áfall og vantrú,“ segir Sindri.
„Ofsækjandinn heldur sig hins
vegar til hlés, felur sig bak við
dulnefni á netinu og reynir að
virkja annað fólk, málinu óvið-
komandi og óafvitandi, til að
verða þátttakendur í ofsókn-
unum.“
Það vekur líka athygli að
ofsækjandinn er kona, má það?
„Já, er það ekki? Í þessu fórn-
arlambalitrófi sem við þekkj-
um úr ýmsum áttum er því oft
haldið fram að það séu eingöngu
karlmenn sem séu gerendur í
ofbeldismálum, en það er fjarri
lagi. Ef maður skoðar niður-
stöður rannsókna kemur í ljós
að hlutföllin eru næstum 50/50.
Mér fannst það þess vegna
eigin lega of klisjukennt að kona
væri fórnarlamb einhvers karl-
pungs sem vildi henni illt.“
Sindri segist hafa tekið þá
ákvörðun að láta sögutímann
vera fyrir tíma Facebook, link-
edin, google+ „og hvað þetta nú
heitir allt saman“. Með tilkomu
þeirra hafi varnarleysi fórnar-
lamba rafrænna ofsókna orðið
algert og allar gáttir opnast með
skelfilegum afleiðingum eins
og ítrekað hafi komið fram í
fréttum undanfarið. En hvern-
ig skilgreinir hann rafrænar
ofsóknir? „Þær byrja kannski
sem sakleysisleg samskipti en
brjóta síðan af sér öll viðtekin
mörk, verða óviðráðanlegar og
þegar fram líður jafnvel hættu-
legar. Rafræni ofsækjandinn
getur síðan mætt á staðinn til
að beita raunverulegu líkam-
legu ofbeldi. Rafrænu ofsókn-
irnar eru þá eins og forleikur að
lokaárásinni. Hann eða hún eru
rándýr klædd í rafrænan feld
og svífast einskis. Ofsóknir geta
staðið yfir árum saman og stig-
magnast með hverri árás. Fórn-
arlömbin einangrast oft, missa
vinnuna, tengsl við fjölskyldu
og vini rofna og svo framvegis.
En ég tek það fram að þó að ég
hafi lagt í heilmikla rannsókn-
arvinnu á fyrirbærinu er Blind-
hríð ekki nein fræðileg úttekt á
rafrænum ofsóknum, þær eru
bara bakgrunnur eða efnivið-
ur sálfræðilegrar spennusögu,
hreyfiafl atburðanna.“
Hvernig kviknaði þessi hug-
mynd? Hefur þú sjálfur orðið
fyrir slíkum ofsóknum? „Ja, án
þess að ég vilji fara nánar út í
það þá lenti ég í því fyrir langa
löngu að manneskja sem ég
kærði mig ekki um samskipti
við tók ekkert mark á höfnun-
inni og hélt áfram að hrella mig
þar til ég ég skipti um síma-
númer. Það má segja að það
hafi orðið kveikjan að þessari
sögu þótt hugmyndin hafi ekki
fullmótast fyrr en löngu síðar.
Sambandið á milli ofsækjandans
og hins ofsótta vakti kannski
fyrst áhuga minn á þessu efni.
Kaldhæðnin er síðan sú að elti-
hrellir sækist oftar en ekki eftir
nánd, vill koma á nánu, ástríku
sambandi við fórnarlamb sitt
– en beitir þessum skæðu og
kvalafullu aðferðum til að nálg-
ast viðfang „ástsýki“ sinnar.
Viðkomandi telur fórnarlamb-
ið vera langþráðan sálufélaga
og að þeim sé skapað að vera
saman. Eltihrellirinn kann að
túlka hvert einasta viðbragð
frá fórnarlambinu, jafnvel nei-
kvætt, sem hvatningu um að
halda uppteknum hætti. Þannig
missir skotspónn ofsóknanna öll
vopn og alla von um að stöðva
viðkomandi með hefðbundnum
aðferðum. Það er þá sem fólk
þarf að grípa til óvenjulegra
vopna.“
fridrikab@frettabladid.is
Spennutryllir um
rafrænar ofsóknir
Blindhríð, nýjasta skáldsaga Sindra Freyssonar, kemur út í dag. Sindri segir
bókina á mörkum hefðbundinnar skáldsögu og spennutryllis, en viðfangsefnið
er rafrænar ofsóknir, bæði út frá sjónarhóli geranda og fórnarlambs.
RAFRÆN MARTRÖÐ Ofsækjandinn í Blindhríð er kona og Sindri segir rannsóknir staðfesta að 40% þeirra sem slíkt stunda séu
konur. Það sé því ósönn klisja að gerendur í ofbeldismálum séu alltaf karlar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Listasafn ASÍ er á þremur hæðum
og á hverri þeirra er sérstakt
þema þessa dagana. Á þeirri efstu
eru hjólhýsi allsráðandi, meðal
annars myndir af sama hjólhýs-
inu á mismunandi árstímum. Í
arinstofunni gægjumst við inn í
hús, alls konar hús þar sem sterk
ummerki eru um yl og líf í lengri
eða skemmri tíma og í kjallaran-
um blasir við náttúran í nærmynd-
um.
Katrín Elvarsdóttir heitir lista-
konan að baki þessum verkum.
Hún segir þau beint framhald af
því sem hún hafi verið að gera
fyrir sýningarnar Hvergiland í
Listasafni Reykjavíkur 2010 og
EQuivocal í Gallerí Ágúst sama ár.
Þessi sýning nefnist Horfið
sumar. Sýningarstjórn er í höndum
Hörpu Árnadóttur. Hún orðar það
svo að þegar hún hafi komið fyrst
inn á vinnustofu Katrínar hafi til-
finningin verið svipuð og að stíga
inn í verk Gyrðis Elíassonar rit-
höfundar, þar sem verkin segja
sögu sem þó er ósögð.
Í tengslum við sýninguna í Lista-
safni ASÍ gefur Crymogea út bók-
ina Horfið sumar með myndunum
sem eru á sýningunni og mörgum
fleiri.
Safnið er opið alla daga nema
mánudaga. Sýning Katrín-
ar stendur til 24. nóvember og
aðgangur er ókeypis.
gun@frettabladid.is
Ummerki um yl og líf
Ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur prýða veggi Lista-
safns ASÍ við Freyjugötu 41. Þær skiptast í þrjá
fl okka en sýningin í heild heitir Horfi ð sumar.
KATRÍN ELVARSDÓTTIR Hún hefur sýnt verk sín í Þýskalandi, Frakklandi, Finn-
landi, Svíþjóð og Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MENNING