Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 70

Fréttablaðið - 08.11.2013, Page 70
8. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 46 Guðmundur Franklín Jónsson, for- maður Hægri grænna, fjölmiðla- fólkið Björn Teitsson og Malín Brand, myndlistarkonan Bjargey Ólafsdóttir og flautuleikari Sin- fóníuhljómsveitarinnar, Melkorka Ólafsdóttir, eru meðal keppenda á fyrsta Íslandsmeistaramótinu í Scrabble, eða Skrafli, sem haldið verður um helgina, af Skraflfélagi Íslands. „Leiknar verða sex umferðir í riðlum hvorn daginn þar sem einn keppir á móti einum. Keppn- in hefst stundvíslega klukkan ell- efu báða dagana,“ segir Sigurður Arent, einn skipuleggjenda skrafl- mótsins sem haldið verður á veit- ingastaðnum Happi á Höfðatorgi. „Í tilefni af fyrsta mótinu hér á landi barst okkur liðsauki frá Noregi en Taral Guldahl frá Norsk Scrabbleforbund mun sjá um dómgæslu. Guldahl er algjör kanóna í skraflheiminum,“ segir Sigurður jafnframt. „Fyrsta Scrabble-spil- ið á Íslandi var Stafa- spilið sem var gefið út árið 1983 og svo Kross- gátuspilið árið 1984. Scrabble lét hins vegar bíða eftir sér til ársins 1990 en hefur síðan þá verið grundvallarspil í safni sumarbústaðaeig- enda og annarra spilara,“ segir Sigurður sem sjálfur er mik- ill áhugamað- ur um leikinn. „Að skrafla hefur sömu merkingu og að skrafa eða tala saman og það er svolítið góð l ý s i n g á þessu samtali sem á sér stað í hverj- um leik, að minnsta kosti jafn góð og sögnin „to scrabble“ sem þýðir að róta eða fálma eftir einhverju,“ útskýrir Sigurður. Verðlaun verða veitt fyrir tíu efstu sætin auk vinninganna fyrir stigahæsta leikinn og flest bónus- orð (sjö stafa orð) en vinningarn- ir eru frá Forlaginu, Hamborg- arafabrikkunni og fleirum. „Mest er þó auðvitað vert um heiðurinn sem fylgir því að vera Íslandsmeistari í þessari þjóðar- íþrótt Íslendinga,“ segir Sigurður. olof@frettabladid.is Á föstudagskvöld spila ég á risa- tónleikum með hljómsveitinni minni, Atómskáldunum, á Selfossi. Á laugardag ætla ég að fagna tveggja ára afmæli dóttur minnar. Svo á sunnudag verð ég á æfingum með Todmobile og kammersveit. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður HELGIN „Við höfum gert þetta síðastliðin fimm til sex ár og er eiginlega fyrsti hlutinn af jólaundarbúningn- um hjá okkur,“ segir Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona, sem hefur ásamt fjölskyldu sinni verið dugleg við að styrkja verkefnið Jól í skókassa. Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfið- leika með því að gefa þeim jólagjafir. „Krakkarnir mínir hafa jafngaman af þessu og ég. Þau læra margt af þessu og gefa gjafir í verk- efnið,“ útskýrir Alexía. Fyrsta árið gáfu þau einn kassa, svo tvo og nú gefa þau þrjá kassa í verk- efnið. Jól í skókassa er verkefni sem stofnað var af ungu fólki innan KFUM og KFUK árið 2004 en þá söfnuðust fimm hundruð kassar. Verkefnið hefur stækkað síðustu ár og hafa undanfarin ár borist um fimm þúsund gjafir sem fara svo til Úkraínu þar sem ástand er víða bágborið. Fram undan hjá Alexíu er uppistand sem hún vinnur með hópi sem kallast Pörupiltar en verkið verður sett á svið í Borgarleikhúsinu í febrúar. Síðasti móttökudagur fyrir Jól í skókassa er laugardagurinn 9. nóvember 2013 en opið er á milli klukkan 11.00 og 16.00 á Holtavegi 28. - glp Leikkona lætur gott af sér leiða Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona gefur jólagjafi r í verkefnið Jól í skókassa. GJÖF SEM GLEÐUR Alexía Björg Jó - hann esdóttir leikkona ásamt syni sínum Jóhannesi Hermanni Guðmundssyni gefa nokkrar gjafir til verkefnisins. FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þetta er í fyrsta skipti sem hún kemur fram í Eldborgarsalnum í Hörpu,“ segir tónleikahaldarinn Kári Sturluson en Emilíana Torr- ini kemur fram á tvennum tón- leikum í Eldborg í tilefni af nýút- kominni plötu sinni sem ber nafnið Tookah. Tónleikarnir fara fram þann 6. desember næstkomandi. „Miðasalan hófst í gær og geng- ur hún mjög vel,“ bætir Kári við. Þetta eru fyrstu formlegu tón- leikar Emilíönu síðan árið 2010, en þá hélt hún þrenna tónleika í Háskólabíói. Hún kom þó fram á Iceland Airwaves-hátíðinni fyrir skömmu við góðar undirtektir. „Hún setti saman hljómsveit sem er með henni á tónleikaferða- lagi um Evrópu þessa stundina en fyrstu tónleikar hennar með því bandi voru á Airwaves.“ Tookah kom út 9. september og hefur hlotið frábærar viðtökur. Fyrsta útvarpslagið af plötunni, Speed of Dark, hefur til að mynda fallið afar vel í kramið hjá hlust- endum landsins. - glp Í fyrsta sinn í Eldborg Emilíana Torrini kemur fram á tónleikum í desember. EMILÍANA Í ELDBORG Emilíana flytur lög af Tookah hinn 6. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Norsk kanóna fengin til að dæma í Skrafl i „Þvílíkur heiður sem fylgir því að vera Íslandsmeistari í þessari þjóðaríþrótt,“ segir Sigurður Arent, einn skipuleggjenda Íslandsmótsins í Skrafl i um helgina. SKRAFLSTUÐ Sigurður Arent og Jóhannes Benediktsson elska Skrafl. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ➜ Nýsjálendingurinn Nigel Richards er af mörgum talinn besti Scrabble- spilari allra tíma. Richards er núverandi heims- og Bandaríkjameistari í Scrabble. Hann er líka sá eini sem hefur hampað báðum titlum samtímis. ➜ „Óflokkaður“ er eitt af nokkrum orðum sem hægt er að búa til nýtt orð úr með því að taka einn staf í burtu í einu þangað til að eftir standa tveir stafir, minnsta einingin í Scrabble. Önnur orð eru til dæmis ástarfar, aflgarpar, fjarðarála, hámarkaðir, sólundaðir og þjóðliðinu. ➜ RAÐFAIL er sú stafaruna sem inniheldur flest sjö stafa orð (bingó). Þau eru alls átján: aðalrif, aflaðir, aflaðri, afliðar, afriðla, alfaðir, alfarið, alfiðra, al- friða, falaðir, falaðri, fiðlara, lafraði, larfaði, lifaðra, lifaðar, lifraða og rafliða. ➜ Hægt væri að stafa yfir 120 orð með stafrununni ARINEST ef tekin eru öll orð með tveimur til sjö stöfum. Nokkrar staðreyndir um Scrabble BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR MALIN BRAND MELKORKA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRN TEITSSON GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON Við fögnum útgáfu matreiðslubókarinnar eftir Svein Kjartansson og Áslaugu Snorradóttur í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39, föstudaginn 8. nóvember kl. 17. „Hægt að mæla með þessu vandaða og vel heppnaða verki …“ B J Ö R G V I N G . S I G U R Ð S S O N / P R E S S A N . I S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.