Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 72

Fréttablaðið - 22.11.2013, Side 72
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 BAKÞANKAR Kjartans Atla Kjartanssonar „Hann á sinn þátt í að starta ferli mínum,“ segir raftónlistarmað- urinn Jóhann Steinn Gunnlaugs- son sem hefur fengið hjálp frá heimsþekkta raftónlistarmannin- um hollenska Armin van Buuren í að koma sér á framfæri. Jóhann Steinn er 23 ára gamall og hóf raf- tónlistarferilinn árið 2009. „Ég er upphaflega rokktrommuleik- ari en svo fékk ég áhuga á raftón- list. Það er líka fínt að vera bara sinn eigin herra í þessu, núna hefur það engin áhrif ef einhver hljómsveitar meðlimur skrópar á hljómsveitaræfingu því ég er bara einn.“ Hollenska stjarnan Armin van Buuren, sem er með yfir sex millj- ón læk á fésbókarsíðu sinni, er með útvarpsþátt sem heitir A State of Trance og er honum útvarpað á tugum stöðva um allan heim og á netinu. „Hann er mjög stór í raftón- listarheiminum og ég held ég sé fyrsti Íslendingurinn sem hann gefur út og er spilaður í útvarps- þættinum hans,“ segir Jóhann. Lög hans hafa þrisvar verið spil- uð í útvarpsþætti Van Buurens en hlustað var á síðasta lagið sem spilað var í þættinum tíu þúsund sinnum á Soundcloud á tveim- ur dögum sem telst ansi gott. Þá var búið að skoða lagið, sem heit- ir Volcano, þrjú þúsund sinnum á YouTube á tveimur dögum, en lagið er ekki komið út formlega. „Það er mjög gaman að þessu og ég bíð spenntur.“ Jóhann skrifaði undir samning við Abstractive Music, sem er í eigu Sony, í sumar og mun fyrsti afrakstur samningsins líta dagsins ljós í næstu viku. „Það er að koma út plata með nokkrum tónlistar- mönnum og ég á tvö lög á þeirra plötu. Samningurinn hljóðar einn- ig upp á nokkrar smáskífur þannig að ef allt gengur vel verður jafn- vel gefin út breiðskífa,“ útskýrir Jóhann. Fyrsta EP-platan hans, Stone Cold, kom út árið 2009 hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Air- port Route Recordings. „Ég fór svo að gefa út reglulega árið 2010 þegar sænski raftónlistar- maðurinn Stana uppgötvaði mig og hann fékk mig til að gera lag fyrir Detox Records í Hollandi sem hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsútgáfufyrir- tækjum.“ Út frá því kynntist Jóhann hol- lenskum raftónlistarmanni sem kallar sig Setrise og gerðu þeir lag, sem á endanum barst til Armins van Buuren. „Armin spil- aði lagið mitt á stórum tónleik- um í Kiev sem voru teknir upp og gefnir út og það var frábært.“ gunnarleo@frettabladid.is Rísandi í raft ónlistinni Jóhann Steinn segir vanta allan pung í íslenska raft ónlist og vill breytingu. ÚR FIM- LEIKUNUM Í TÓNLISTINA Jóhann Steinn Gunnlaugsson raftónlistarmaður var knár fimleika- kappi á yngri árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Horft var á lag Jóhanns Steins, Volcano, sem unnið er ásamt raftón- listarmanninum Eminence, tíu þúsund sinnum á tveimur dögum á Soundcloud og þrjú þúsund sinnum á YouTube. ■ Jóhann Steinn er fyrrverandi fimleikastjarna og trommuleikari. ■ Fram undan eru stórir tónleikar í Mexíkó á vegum Sony og þá eru fleiri lög væntanleg frá Jóhanni. ■ Hann hefur verið að semja lög og selt þau erlendis og kallast það á tónlistartungumálinu „ghost production“. Jóhann Steinn í hnotskurn Fallega dóttir mín Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjög-urra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið frá því hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræð- um sem við áttum ekki alls fyrir löngu. VIÐ vorum tvö í bílnum á laugardags- eftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi, má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei, ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörum en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. VIÐ sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún var í miklum pæling- um. Niðurstaða þanka- gangsins var svo nokk- uð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugar- dagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar, er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en ját- andi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokall- aðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirr- ar litlu af stað. MÉR var farið að líða eins og fórnar- lambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveg- uð og virtist vera með fast lokamark- mið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhvers konar fullnaðarsigri. „Pabbi, myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagð- ir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ ÉG gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ EMPIRETOTAL FILM M.S. WVAI RADIO J.B – WDR RADIO JOBLO.COM ROLLING STONE GQ DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI HUNGER GAMES 2 4, 6, 7, 9, 10 THE COUNSELOR 8, 10:30 PHILOMENA 3:50, 5:50 FURÐUFUGLAR 3:50 2D Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. 5% DR. WHO 50TH ANNIVERSARY SPECIAL PARADÍS: VON SUN: 20.00 (16) “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SÍÐASTA MYNDIN Í PARADÍSARÞRÍLEIK ULRICH SEIDL FYRRI MYNDIRNAR TVÆR ERU EINNIG SÝNDAR Q&A MEÐ LEIKSTJ. ULRICH SEIDL SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE HUNGER GAMES 2 KL. 6 - 9 -10.10 THE COUNCELOR KL. 8 FURÐUFUGLAR 3D KL. 6 Miðasala á: og „DJÖ RF, HNÍFBEITT OG ÓFYRIRSJÁANLEG ÚT Í GEGN.“ T.V. - BÍÓVEFURINN.IS„ELDFIM & ÖGRANDI“ - ROLLING STONE „FYRSTA FLOKKS ÞRILLER“ - GQ THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR THE STARVING GAMES CARRIE CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 2D TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 5 - 8 - 11 KL. 8 - 10.30 KL. 6 KL. 10.45 KL. 8 KL. 3.30 KL. 3.30 THE HUNGER GAMES 2 THE FIFTH ESTATE PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS ÁM LMHAUS HROSS Í OSS KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 8 - 10.40 KL. 8 KL. 10.15 KL. 5.45 KL. 6

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.