Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 22.11.2013, Qupperneq 72
22. nóvember 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 36 BAKÞANKAR Kjartans Atla Kjartanssonar „Hann á sinn þátt í að starta ferli mínum,“ segir raftónlistarmað- urinn Jóhann Steinn Gunnlaugs- son sem hefur fengið hjálp frá heimsþekkta raftónlistarmannin- um hollenska Armin van Buuren í að koma sér á framfæri. Jóhann Steinn er 23 ára gamall og hóf raf- tónlistarferilinn árið 2009. „Ég er upphaflega rokktrommuleik- ari en svo fékk ég áhuga á raftón- list. Það er líka fínt að vera bara sinn eigin herra í þessu, núna hefur það engin áhrif ef einhver hljómsveitar meðlimur skrópar á hljómsveitaræfingu því ég er bara einn.“ Hollenska stjarnan Armin van Buuren, sem er með yfir sex millj- ón læk á fésbókarsíðu sinni, er með útvarpsþátt sem heitir A State of Trance og er honum útvarpað á tugum stöðva um allan heim og á netinu. „Hann er mjög stór í raftón- listarheiminum og ég held ég sé fyrsti Íslendingurinn sem hann gefur út og er spilaður í útvarps- þættinum hans,“ segir Jóhann. Lög hans hafa þrisvar verið spil- uð í útvarpsþætti Van Buurens en hlustað var á síðasta lagið sem spilað var í þættinum tíu þúsund sinnum á Soundcloud á tveim- ur dögum sem telst ansi gott. Þá var búið að skoða lagið, sem heit- ir Volcano, þrjú þúsund sinnum á YouTube á tveimur dögum, en lagið er ekki komið út formlega. „Það er mjög gaman að þessu og ég bíð spenntur.“ Jóhann skrifaði undir samning við Abstractive Music, sem er í eigu Sony, í sumar og mun fyrsti afrakstur samningsins líta dagsins ljós í næstu viku. „Það er að koma út plata með nokkrum tónlistar- mönnum og ég á tvö lög á þeirra plötu. Samningurinn hljóðar einn- ig upp á nokkrar smáskífur þannig að ef allt gengur vel verður jafn- vel gefin út breiðskífa,“ útskýrir Jóhann. Fyrsta EP-platan hans, Stone Cold, kom út árið 2009 hjá íslenska útgáfufyrirtækinu Air- port Route Recordings. „Ég fór svo að gefa út reglulega árið 2010 þegar sænski raftónlistar- maðurinn Stana uppgötvaði mig og hann fékk mig til að gera lag fyrir Detox Records í Hollandi sem hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhaldsútgáfufyrir- tækjum.“ Út frá því kynntist Jóhann hol- lenskum raftónlistarmanni sem kallar sig Setrise og gerðu þeir lag, sem á endanum barst til Armins van Buuren. „Armin spil- aði lagið mitt á stórum tónleik- um í Kiev sem voru teknir upp og gefnir út og það var frábært.“ gunnarleo@frettabladid.is Rísandi í raft ónlistinni Jóhann Steinn segir vanta allan pung í íslenska raft ónlist og vill breytingu. ÚR FIM- LEIKUNUM Í TÓNLISTINA Jóhann Steinn Gunnlaugsson raftónlistarmaður var knár fimleika- kappi á yngri árum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Horft var á lag Jóhanns Steins, Volcano, sem unnið er ásamt raftón- listarmanninum Eminence, tíu þúsund sinnum á tveimur dögum á Soundcloud og þrjú þúsund sinnum á YouTube. ■ Jóhann Steinn er fyrrverandi fimleikastjarna og trommuleikari. ■ Fram undan eru stórir tónleikar í Mexíkó á vegum Sony og þá eru fleiri lög væntanleg frá Jóhanni. ■ Hann hefur verið að semja lög og selt þau erlendis og kallast það á tónlistartungumálinu „ghost production“. Jóhann Steinn í hnotskurn Fallega dóttir mín Ég er stoltur pabbi. Dóttir mín er fjög-urra ára gömul og hefur glatt mig mjög mikið frá því hún kom í heiminn. Hún er hnyttin í tilsvörum og orðheppin. Mig langar að deila með ykkur samræð- um sem við áttum ekki alls fyrir löngu. VIÐ vorum tvö í bílnum á laugardags- eftirmiðdegi á leiðinni úr Smáralind. Þorsti og löngun í sykur sótti að henni: „Pabbi, má ég fá kók?“ Hún hefur ekki fengið mikið gos hingað til, nema rétt á tyllidögum, svo ég svaraði henni um hæl: „Nei, ástin mín, það er ekki í boði núna.“ Ég bjóst við því að þurfa að rökstyðja svar mitt betur, en sú stutta var jákvæðari í svörum en mann hefði grunað: „Allt í lagi,“ sagði hún hugsandi. VIÐ sátum í þögn í nokkra stund en ég fann á mér að hún var í miklum pæling- um. Niðurstaða þanka- gangsins var svo nokk- uð hnitmiðuð spurning: „Pabbi er ekki laugar- dagur í dag?“ Þessu var auðsvarað, vissulega var laugardagur. Hún var fljót með næstu spurningu: „Laugardagar eru nammidagar, er það ekki?“ Pabbinn gat ekki svarað þessu öðruvísi en ját- andi. Eins og margir aðrir foreldrar hef ég ákveðið að laugardagar séu svokall- aðir nammidagar. Aftur fór hugur þeirr- ar litlu af stað. MÉR var farið að líða eins og fórnar- lambi rándýrs. Dóttir mín var yfirveg- uð og virtist vera með fast lokamark- mið í huga, þessar spurningar og svör mín leiddu hana greinilega nær einhvers konar fullnaðarsigri. „Pabbi, myndir þú segja að kók sé nammi?“ Pabbanum þótti þetta góð samlíking: „Jú, það má segja að kók sé eiginlega fljótandi nammi.“ Búmm. Þarna var hún með svarið sem hún þurfti. Nú kom rothöggið: „Þú sagð- ir að það væri nammidagur og þú sagðir að kók væri nammi. Þannig að ég má fá kók.“ ÉG gat ekki annað en stoppað í næstu sjoppu. Og keypt ískalda kók. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ EMPIRETOTAL FILM M.S. WVAI RADIO J.B – WDR RADIO JOBLO.COM ROLLING STONE GQ DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI HUNGER GAMES 2 4, 6, 7, 9, 10 THE COUNSELOR 8, 10:30 PHILOMENA 3:50, 5:50 FURÐUFUGLAR 3:50 2D Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. 5% DR. WHO 50TH ANNIVERSARY SPECIAL PARADÍS: VON SUN: 20.00 (16) “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN SÍÐASTA MYNDIN Í PARADÍSARÞRÍLEIK ULRICH SEIDL FYRRI MYNDIRNAR TVÆR ERU EINNIG SÝNDAR Q&A MEÐ LEIKSTJ. ULRICH SEIDL SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas THE HUNGER GAMES 2 KL. 6 - 9 -10.10 THE COUNCELOR KL. 8 FURÐUFUGLAR 3D KL. 6 Miðasala á: og „DJÖ RF, HNÍFBEITT OG ÓFYRIRSJÁANLEG ÚT Í GEGN.“ T.V. - BÍÓVEFURINN.IS„ELDFIM & ÖGRANDI“ - ROLLING STONE „FYRSTA FLOKKS ÞRILLER“ - GQ THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR THE STARVING GAMES CARRIE CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 2D TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 5 - 8 - 11 KL. 8 - 10.30 KL. 6 KL. 10.45 KL. 8 KL. 3.30 KL. 3.30 THE HUNGER GAMES 2 THE FIFTH ESTATE PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS ÁM LMHAUS HROSS Í OSS KL. 5 - 6 - 8 - 9 - 11 KL. 8 - 10.40 KL. 8 KL. 10.15 KL. 5.45 KL. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.