Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 72

Fréttablaðið - 23.11.2013, Side 72
KYNNING − AUGLÝSINGJólabakstur LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 20138 KRANSAKÖKUR SÁRAEINFALT ÁVAXTA KONFEKT Þurrkaðir ávextir og súkkul- aði eiga einstaklega vel saman. Ávextir eru líka gott mótvægi við allt kjötið og allar hnallþórurnar sem boðið er upp á í kringum jól og áramót. Smávítamínskammtur fæst svo í kaupbæti. Hér eru tillögur að tvenns konar ávaxtakonfekti. Það er tilvalið að gera þegar löngun í eitthvað sætt gerir vart við sig og tíminn er naumur enda krefst gerð þess lágmarksfyrirhafnar. Sé nostrað við útlitið er vel hægt að bjóða upp á konfektið þegar gesti ber að garði. Viljirðu komast hjá því að súkkulaðið klessist er hægt að stinga tannstöngli í hvern bita og stinga honum svo í frauðplast á meðan hjúpurinn harðnar. apríkósur 70% súkkulaði gróft kókosmjöl eða muldar hnetur að eigin vali Dýfðu apríkósunum til hálfs í bráð- ið súkkulaði. Skreyttu með kókos eða muldum hnetum og láttu stífna. Ýmist er hægt að leggja þær á grind eða stinga tannstöngli í neðri hlut- ann og stinga honum svo niður í frauðplast. döðlur marsípan 70% súkkulaði Skerðu rauf í döðlurnar. Fylltu þær með marsípani og lokaðu. Dýfðu döðlunum ofan í súkkulaði og láttu stífna á grind. Ef vill má skreyta með kókosmjöli til hálfs. Litlar kransakökur eru eins og konfekt með kaffinu. Það er hægt að kaupa deigið tilbúið til baksturs í bakaríum en skemmtilegt er að gera það sjálfur. 125 g möndlur 125 g sykur 1 eggjahvíta 50 g súkkulaði 1 msk. kaffi Malið möndlurnar og blandið saman við syk- urinn. Hrærið eggjahvítu saman við og hnoðið allt vel saman. Búið til litlar kökur, leggið á bökunar- pappír og bakið við 200°C í 6-7 mínútur. Kælið. Bræðið súkkulaði í heitu kaffi og dýfið kökunum síðan í það. PEKANHNETUMÚFFUR 4 egg 4 msk bráðið smjör 60 g sukrin gold (strásæta) 2 tsk vanilludropar 4 msk rjómi 1 tsk kanill 1/2 tsk lyftiduft 1/4 tsk matarsódi 50 g kókoshveiti 10 dropar karamellustevía frá Via-Health nokkur saltkorn Krem 60 g pekanhnetur 30 g bráðið smjör 3 msk rjómi 1 tsk sukrin gold (strásæta) 10 dropar karamellustevía frá Via-Health Þeytið saman egg, sukrin gold, vanilludropa, stevíu og smjör. Sigtið þurrefnin út í og hrærið áfram. Látið standa í 5 mínútur í skálinni og setjið svo í múffuform sem úðuð hafa verið með Pam-úða (uppskriftin passar í 24 lítil múffuform eða 12 stór). Bakið við 180°C í 15-20 mínútur eða þar til prjónn kemur hreinn úr kökunum (litlu múffurnar bakast í um 15 mínútur og stóru í um 18 mínútur). LJÚFFENGAR PIPARKÖKUR 2 dl gróft spelt 3 dl fínt spelt (og aðeins meira til að fletja út) 3/4 dl kókospálmasykur 1 tsk kanill 1 tsk negull 1 tsk engifer 1/6 tsk pipar (eða piparmix) 2 tsk vínsteinslyftiduft 40 dropar (1 tsk) kanilstevía frá Via-Health 90 g smjör í bitum 1/2 dl lífrænt hlynsíróp Blandið þurrefnum saman. Bætið svo smjöri og hlynsírópi út í og hnoðið í deig með höndunum. Látið deigið bíða í kæli í um 30 mínútur ef þið hafið tíma. Hitið ofninn í 200°C. Skiptið deiginu í 4 bita (það er auðveldara þannig) og fletjið út varlega (um 0,5 cm á þykkt). Notið fínt spelt svo deigið festist ekki við borðið. Stingið út kökur og raðið á bökunarpappír á bökunar- plötu og bakið í um 10 mínútur. *Piparkökur geymast best í frysti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.