Fréttablaðið - 26.11.2013, Side 1

Fréttablaðið - 26.11.2013, Side 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur 14 BYRGJUM BRUNNINNSamstarfshópurinn Náum áttum heldur fræðslufund á Grand hótel Reykjavík á morgun milli kl. 8.15 og 10. Efni fundarins er Byrgjum brunninn – uppeldi sem forvörn. Nánar á naumattum.is. FoodDetective er nýtt byltingar-kennt fæðuóþolspróf, hannað bæði til einkanota og fyrir fagaðila. Prófið er mjög einfalt í notkun og sýnir niðurstöður innan 40 mínútna. Ekki er þörf á neinum sérútbúnaði þar sem allur bún- aður sem til þarf fylgir hverju prófi ásamt mjög ítarlegum leiðbeining- um. Hver og einn getur keypt prófið og mælt sig sjálfur. Einnig eru margir fagaðilar farnir að selja prófið og gefa góð ráð í kjölfarið. „Það er mín skoðun að það verði sífellt mikilvægara að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu og leiti eftir hjálpinni þar sem hana er að fá. FoodDetective- óþolsprófið er sannarlega góðuvísir að ö heilsu,“ segir Inga Kristjánsdóttir nær- ingarþerapisti. FoodDetective-fæðuóþolsprófið er hægt að kaupa í gegnum heilsuvefverslunina h il FOOD DETECTIVE-FÆÐUÓÞOLSPRÓFGENGUR VEL KYNNIR Talið er að allt að 200 einkenni, líkamleg sem andleg, megi rekja til fæðuóþols. Fæðuóþol getur verið mjög lúmskt. Einkennin koma oft ekki fram fyrr en löngu eftir neyslu fæðu og því er erfitt að átta sig á hvaða fæða er sökudólgurinn. Því getur Food Detective sparað tíma og peninga. INGA KRISTJÁNSDÓTTIRnæringarþerapisti FOOD DETECTIVE Nýtt og byltingarkennt fæðuóþolspróf, hannaðb ð GLÆSILEGUR NÆRFATNAÐUR GLEÐUR ALLAR KONUR Verslunin Belladonna Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 38-58 ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013 BÍ AR Ó 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 26. nóvember 2013 278. tölublað 13. árgangur Síldarfælan gangsett Hljóð frá háhyrningum að éta síld verða spiluð í Kolgrafafirði til að freista þess að reka síldina út. Smábátar munu áfram fá að veiða inni í firðinum. 2 Svigrúmið lítið Viðræðunefndir SA og ASÍ hittust á óformlegum fundi í gær. Þær eru sammála um að svigrúm til launahækkana er lítið. 4 Skattaafsláttur úr landi Íslenskir ökumenn munu ekki njóta skatta- afsláttar af vistvænu eldsneyti. 10 Þrælahaldarar maóistar Breska lögreglan kannar tengsl við þræla- haldara í London á þrettán stöðum í borginni. 12 SPORT Heimir Hallgrímsson verður aðallandsliðsþjálfari karlalandsliðsins ásamt Lars Lagerbäck. 34 Nú er opio allan sólarhringinn í Engihjalla Hringa, hálsmen, armbönd, gullmynt, Gold Quest gullmynt, allt brotagull og nýtt gull. STAÐGREIÐUM ALLT GULL, SILFUR, PLATINUM, DEMANTA Sími: 661 7000 3. HÆÐ Í KRINGLUNNI SKOÐUN Teitur Guðmundsson skrifar um blautar brækur og þvagleka kvenna og karla. 15 MENNING Sigríður Elva tók upp sjón- varpsþáttaseríu með barn á brjósti en serían hefur göngu sína í kvöld. 38 NÁTTÚRA Könnun á ástandi göngu- stígakerfisins í Þórsmörk leiddi í ljós að 30 prósent göngustíga á svæðinu væru í slæmu eða afleitu ástandi. Engar nákvæmar tölur eru um fjölda ferðamanna sem ganga á milli Þórsmerkur og Landmanna- lauga, Laugaveginn svokallaða, en giskað er á 75 til 100 þúsund manns. Ljóst þykir að fjöldatak- markanir séu nauðsynlegar. Nýbirt er grein Rannveigar Ólafsdóttur, dósents við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Micaels C. Runnström hjá Háskólanum í Lundi, í tímarit- inu Journal of Outdoor Recreation and Tourism, þar sem þessi er niðurstaðan um ástand göngu- stíganna. Augljóslega er sá fjöldi ferðamanna sem fara um einstök svæði sá þáttur sem helst ber að líta til. Því er ein tillagan, sem sett er fram í greininni, að flæði ferða- manna um viðkvæmustu svæð- in verði stýrt og takmarka þurfi fjölda þeirra. Hermann Valsson er leiðsögu- maður og fyrrverandi skálavörð- ur á Fimmvörðuhálsi. Hann hefur í tvo áratugi leitt fólk um Þórsmörk og svæðin í kring. Hann segir stöð- una dapurlega. Hermann segir að allir vilji njóta hagnaðarins en „enginn vill klæða og fæða barnið. Ráðherra ferða- mála [Ragnheiður Elín Árnadóttir] ræddi síðast um það í þætti Gísla Marteins á sunnudaginn að Lauga- vegurinn væri í góðu lagi. Eitthvað sem hún hafði eftir einum aðila. Þetta er eins fjarri sanni og hugs- ast getur. Skýrslan sýnir það svart á hvítu,“ segir Hermann. Hann segir að það fjármagn, sem sett hefur verið í að byggja upp innviði í Þórsmörk og á nær- svæðum, séu smámunir einir miðað við það sem þarf til. Hann telur að 80 til 120 milljónir væru góð byrjun. „Vinir Þórsmerkur og Skóg- ræktin hafa unnið gott starf, en skemmdirnar eru svo rosalegar. Það verður að meta hvað Lauga- vegurinn þolir, og sama á við um Fimmvörðuháls. Afrakstursgeta þessara tveggja svæða, eins og við værum að tala um fiskistofn, er sprungin. Það er vitað, en það þorir enginn að viðurkenna þá staðreynd og grípa til nauðsyn- legra aðgerða,“ segir Hermann. - shá / sjá síðu 6 Traðka Laugaveginn í svaðið Göngustígar í Þórsmörk og á nálægum svæðum eru að töluverðum hluta í afleitu ástandi. Innspýtingu fjár- magns þarf ef mögulegt á að vera að snúa þróuninni við. Takmarka þarf fjölda ferðamanna og stýra umferð. Bolungarvík 9° SV 15 Akureyri 10° SV 11 Egilsstaðir 9° SV 10 Kirkjubæjarkl. 8° SV 10 Reykjavík 10° SV 15 HVASSVIÐRI Í dag verður víða suðvestan hvassviðri eða stormur með úrkomu en úrkomulítið A-til. Hiti yfirleitt á bilinu 4-12 stig. 4 Vinir Þórsmerkur og Skógræktin hafa unnið gott starf, en skemmdirnar eru svo rosalegar. Hermann Valsson leiðsögumaður EFNAHAGSMÁL Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar í skuldamálum heimilanna verða kynntar í lok vikunnar. Sérfræðingahópurinn, sem unnið hefur að tillögum um skuldaniðurfærslu, sér um kynn- inguna ásamt nokkrum fyrirtækj- um sem fengin hafa verið til sam- starfs við nefndina. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að boðað verði til kynningar- fundar á fimmtudag, föstudag eða laugardag, dag- setningin hafi enn ekki verið ákveðin. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fram- s et n i n g i n á aðgerðum ríkis- stjórnarinnar með þeim hætti að almenningur eigi auðvelt með að kynna sér þær. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra lýsti því yfir í ræðu sinni á fundi miðstjórn- ar Framsóknarflokksins um síð- ustu helgi að kynnt yrði blönduð leið skuldaleiðréttinga og skatta- lækkana. Þá hefur forsætisráð- herra einnig sagt að fólk muni geta reiknað út með verulegri vissu áhrif aðgerðanna á eigin hag. - eb Fólk á strax að sjá áhrif skuldaniðurfellingar á eigin hag eftir kynningu: Kynna aðgerðir í lok vikunnar SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNN- LAUGSSON LANGHOLTSSKÓLI SIGRAÐI Í SKREKK Langholtsskóli bar sigur úr býtum í árlegri hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík, Skrekk, sem haldin var í Borgarleikhúsinu í gær. Nemendur úr átta skólum sýndu listir sínar en í öðru sæti varð Réttarholtsskóli og í því þriðja varð Hlíðaskóli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Allir eiga rétt á að elska: Hjartað vann REYKJAVÍK Langholtsskóli fór með sigur af hólmi í Skrekk 2013. Siguratriði skólans nefn- ist Hjartað og fjallar um hve fáránlegt það sé að fordæma ást, í hvaða formi sem hún birt- ist. „Allir eiga rétt á að elska sama hvort það er af sama kyni eða gagnstæðu,“ segir á heimasíðu keppninnar. Sigurvegararnir fengu Skrekkstyttuna afhenta frá Evu Einarsdóttur, formanni ÍTR, sem um leið þakkaði Markúsi Guðmundssyni fyrir að hafa haft umsjón með Skrekk í 20 ár. Nú í ár tóku alls 830 grunnskólanemendur frá 23 skólum þátt í keppninni. Fyrir úrslitakeppnina voru haldnar þrjár undankeppnir þar sem tvö atriði tryggðu sér keppnisrétt á úrslitakvöldinu, en tvö til viðbótar voru valin af dómnefnd. Auk Langholtsskóla kepptu Fellaskóli, Hagaskóli, Hlíða- skóli, Ingunnarskóli, Lauga- lækjarskóli, Réttarholtsskóli og Seljaskóli til úrslita. - skó / sjá síðu 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.