Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 2
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Hlín, ertu að synda á móti
straumnum?
„Já, ég er svoddan straumönd.“
Hlín Agnarsdóttir leikstjóri hefur ekki fengið
leikrit sitt Oní uppúr tekið til sýninga. Verkið
gerist í kvennaklefa í sundlaug.
NEYTENDUR Engar reglur hér á
landi skylda upprunamerkingar á
kjöti, öðru en nautgripakjöti. Um
áramótin 2014/2015 mun reglu-
gerð þó taka gildi hér á landi
sem segir til um að skylt verði að
upprunamerkja ferskt og fryst
svínakjöt, kindakjöt, geitakjöt og
alifuglakjöt.
Einnig verður skylt að merkja
uppruna aðalhráefnis í vöru ef
uppruni þess er annar en uppruni
vörunnar. Ef til dæmis merking á
kjötbollum segir Ísland, en kjötið
er erlent, verður að merkja hver
uppruni kjötsins er. Þetta kemur í
frétt á vef Matvælastofnunar.
- skó
Reglur um uppruna kjöts:
Skylt verður að
upprunamerkja
SLÓVAKÍA Hægri þjóðernissinninn
Marian Kotleba sigraði í kosning-
um til héraðsstjóra Banska Byst-
rica í Slóvakíu í gær.
Honum hafði ekki verið spáð
sigri, en Kotleba er leiðtogi
flokks sem heitir Okkar Slóvakía
og hefur verið nefndur nýnasista-
flokkur.
Hann hefur áður skipulagt
mótmælagöngur gegn minnihluta
Rómafólks í Slóvakíu og var áður
fyrr leiðtogi öfgasamtaka, sem
bönnuð hafa verið. - gb
Leiðtogi þjóðernissinna:
Kotleba vann
fylkisstjórakjör
SPURNING DAGSINS
Leikföng Barnaherbergið
olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060
Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00
Skapandi jól
í Ólátagarði
Föndur Púsl
PIPA
R
\TBW
A
• SÍA
• 133324
Spil
NÁTTÚRA Hafrannsóknastofnun
setti niður sérstakan búnað í Kol-
grafafirði í gær sem spilar upp-
tökur af háhyrningum við síldar-
át. Með þessu freista menn þess að
fæla síldina út úr firðinum. Vökt-
un í innri hluta fjarðarins hefur
verið aukin til muna. Smábátar
mega veiða innan brúar enn um
sinn.
Hópur ráðuneytisstjóra fundaði
í gær til að fara yfir ástandið í
Kolgrafafirði. Meðal þess sem þar
var rætt var möguleiki á að rjúfa
þverun fjarðarins og opna hana
frekar í því skyni að auka sjóflæði
og bæta súrefnisstöðu. Ljóst er að
slík framkvæmd mun taka nokkr-
ar vikur og óvíst er hvort hún
hefði tilætluð áhrif.
Hafrannsóknastofnun og Vega-
gerðin hafa unnið að rannsókn-
um og mati á þessum möguleika
í nokkra mánuði og munu senda
greinargerð um niðurstöður sínar
á næstu dögum.
Komið hefur verið fyrir net-
tengdum búnaði, þar til gerðri
bauju, sem gefur stöðugar upp-
lýsingar um súrefnismettun. Með
þessu móti má sjá strax ef hættu-
ástand skapast. Eins var komið
fyrir fælibúnaði í gær.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðs-
stjóri á Hafrannsóknastofnun,
segir að reynt verði að fæla síld-
ina burt með hljóðum frá háhyrn-
ingum við síldarát. Þetta sé þekkt
aðgerð, sem vert sé að láta reyna
á nú.
Hvað varðar súrefnismettun
í firðinum þá var hún 70-80% á
sunnudag sem er langt frá því að
vera krítískt ástand. „Þegar síldin
hefur verið að drepast hefur súr-
efnismettunin farið niður í 20%,“
segir Þorsteinn og bætir við að
samhliða auknum vindi í firðin-
um í gær aukist súrefnismettunin.
Það er því ekki hætta á stór-
felldum síldardauða á allra næstu
dögum, segir í tilkynningu eftir
fund ráðuneytisstjóra í gær. Þekkt
er að samspil nokkurra þátta þarf
að koma til; þéttleiki síldarinnar
og stillt veðurfar, sem orsakar
verulegt fall í súrefnismettun eins
og varð í fyrra.
Hafrannsóknastofnun mun fara
og mæla magn síldar í Kolgrafa-
firði, en það verður ekki gert fyrr
en veðuraðstæður verða ákjósan-
legar.
Eins og sagt hefur verið frá
hugðust heimamenn koma upp
löndunaraðstöðu í Kolgrafafirði.
Fréttablaðinu skilst að hætt hafi
verið við þessi áform.
Eins kom fram á fundinum að
veiðar smábáta verða leyfðar
áfram, en á fundinum lýstu menn
yfir áhyggjum af öryggismálum
vegna veiðanna.
svavar@frettabladid.is
Síldarfælan komin
niður í Kolgrafafjörð
Hljóð frá háhyrningum að éta síld verða spiluð í Kolgrafafirði til að freista þess að
reka síldina út. Veiðar smábáta verða leyfðar áfram. Fylgst er stöðugt með súr-
efnismettun í firðinum. Hafró mælir stærð síldartorfunnar þar inni á næstunni.
HÁHYRNINGAR Látið verður reyna á fælingarmátt háhyrninganna til að reka síld út
úr Kolgrafafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Þegar
síldin hefur
verið að
drepast hefur
súrefnismett-
unin farið
niður í 20%.
Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri hjá
Hafrannsóknastofnun
SAMGÖNGUR Sveitarstjórn Mýrdals-
hrepps harmar ákvörðun Vegagerð-
arinnar um að taka veg sem liggur
inn í Heiðardal og að Heiðarvatni af
vegaskrá. „Þetta er svæði sem fólk
fer mikið um,“ segir Ásgeir Magn-
ússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Heiðarvatn er stærsta veiðivatn í
Mýrdalshreppi, þar er góð silungs-
veiði og úr því rennur laxveiðiperl-
an Vatnsá. Ásgeir segir að síðustu
ábúendurnir í dalnum, á Litlu-Heiði,
hafi flutt lögheimili sitt niður í Vík í
fyrrahaust. Þar með uppfylli vegur-
inn ekki skilyrði til að teljast hér-
aðsvegur sem lagður er að heimil-
um manna.
„En síðan eru tengivegir Vega-
gerðarinnar sem liggja að stöðum
sem teljast merkilegir. Þetta er til
dæmis vegurinn út í Dyrhólaey og
að Sólheimajökli. Þannig viljum
við fá Vegagerðina til að skilgreina
veginn inn í Heiðardal,“ segir
Ásgeir sem kveður umræddan veg
vera um þriggja kílómetra langan.
Heiðardalur er í eigu Svisslend-
ingsins Rudolphs Lamprecht. - gar
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps ósátt við ákvörðun Vegagerðarinnar:
Heiðarvegur verði áfram á skrá
VEGVÍSIR Í HEIÐARDAL Eftir að vegur-
inn var tekinn af vegaskrá þurfa land-
eigendur að annast viðhald hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
MENNTAMÁL Nemendur Menntaskólans í Reykja-
vík gengu fylktu liði að menntamálaráðuneytinu
í gærdag og afhentu menntamálaráðherra undir-
skriftalista þar sem aðstöðumun skólans gagnvart
öðrum framhaldsskólum er mótmælt.
Í yfirlýsingu þeirra sagði að framlög ríkisins til
Menntaskólans í Reykjavík væru mun lægri en til
sambærilegra framhaldsskóla og var þess kraf-
ist að munurinn yrði leiðréttur í fjárlögum ársins
2014. Menntamálaráðherra tók við undirskrifta-
listanum og fundaði í kjölfarið með nemendafélög-
um skólans.
Birna Ketilsdóttir, inspector scholae í MR, telur
að rúmlega fimm hundruð nemendur hafi mætt í
menntamálaráðuneytið í hádegishléi skólans í gær.
Þá hafi nærri allir nemendur skólans skrifað undir
yfirlýsinguna, eða tæplega átta hundruð manns.
Á fundi nemendafélaganna með ráðherra voru
málefni skólans rædd, „Ráðherra útskýrði að skól-
anum væri ekki mismunað. Notað sé sama reikni-
líkan fyrir alla skóla, en í því séu breytur sem
reynist óheppilegar fyrir MR,“ segir Birna.
„Við komum fram okkar skoðun á málinu og ráð-
herrann sagðist ætla að fara betur yfir þetta. Bolt-
inn er því hjá þeim núna,“ segir hún. Birna kveðst
stolt af samnemendum sínum sem hafi sýnt mik-
inn baráttuhug. - eb
Nemendur í MR krefja menntamálaráðherra um aukin framlög til skólans:
Hundruð MR-inga á fund ráðherra
FUNDUÐU Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra fundaði
með fulltrúum nemenda Menntaskólans í Reykjavík.
FALKLANDSEYJAR, AP Jarðskjálfti,
sem mældist 7 stig varð í Suður-
Atlantshafi skammt suðaustur af
Falklandseyjum í gær. Á undan
stóra skjálftanum höfðu komið
fjórir, sem allir mældust meira en
5 stig.
Að sögn bandarísku jarðfræði-
stofnunarinnar USGS eru
skjálftar af þessari stærð frekar
sjaldgæfir á þessum slóðum. Á
undanförnum fjörutíu árum hafa
orðið þar 15 skjálftar, sem mælst
hafa 5 stig eða meira.
Þessi skjálfti varð á tíu kíló-
metra dýpi, um 314 kílómetra suð-
austur af Stanley, höfuðborg Falk-
landseyja. - gb
Jarðskjálfti í Atlantshafi:
Stór skjálfti við
Falklandseyjar
LJÓSBERAR HEIÐRAÐIR Konur sem komu að stofnun Kvennalistans voru ljósberar
í Ljósagöngu UN Women á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/
FÉLAGSMÁL UN Women á Íslandi stóðu fyrir Ljósagöngu á alþjóðlegum
baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi í gær. Dag-
urinn markaði upphaf sextán daga alþjóðaátaks sem að þessu sinni
ber yfirskriftina Heimilisfriður.
Sérstakir heiðursgestir og ljósberar göngunnar voru konur sem
stofnuðu Kvennalistann á sínum tíma. Þannig var starf þeirra í þágu
jafnréttis á Íslandi heiðrað. -skó
Gengu fyrir heimilisfriði á degi gegn kynbundnu ofbeldi:
Kvennalistakonur báru kyndla