Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 18
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 18 Í Fréttablaðinu þ. 21. nóvember skrifar Ólaf- ur Þ. Stephensen rit- stjóri leiðara þar sem hann reynir að réttlæta aðgerðir valdastétt- arinnar við að koma í veg fyrir að stjórnar- skránni verði breytt. Hann gefur ekkert fyrir vilja þjóðarinn- ar og vitnar ítrekað til helsta baráttumanns- ins gegn breytingum á hinum „helga gjörningi“. Sá var reyndar í stjórnarskrár- nefnd, einn höfunda umfangs- mikillar skýrslu sem Stjórn- lagaráð fór eftir í sinni vinnu í góðri samvinnu við íslenska þjóð sem vakti mikinn áhuga lýðræðissinna um heim allan. Það var afgerandi niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, 73.509 samþykktu, eða 31% kosningabærra manna, og þeir sem höfnuðu voru 36.302, eða 16% kosningabærra manna. Aldrei í sögu nokkurs lýð- ræðisríkis hefur það gerst að valdhafar fari gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niðurstaða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Þegar talsmenn íslenskra vald- hafa áttuðu sig á að þeir hefðu orðið sér til háðungar um hinn lýðræðislega heim, var gripið til örvæntingarfullra skýringa. „Þjóðaratkvæðagreiðslan var síðan líka gölluð; þar var spurt spurninga um sum mikilvæg atriði stjórnlaganna en ekki önnur, þannig að hún veitti heldur takmark- aða leiðsögn.“ Íslenska afbrigðið ef almúginn kýs ekki í samræmi við vilja valdastéttarinnar, þá hefur hann fengið ranga tilsögn. Ágreiningur Ritstjórinn fullyrðir að íslenskur almúgi sé illa að sér umfram það sem gerist í öðrum lýð- ræðisríkjum. „Eftir þennan skelfilega málatilbúnað var gjörsamlega útilokað að ná samkomulagi um afgreiðslu breyttrar stjórnarskrár á Alþingi fyrir kosningar, enda er stjórnarskrá ekki plagg sem á að afgreiða í bullandi póli- tískum ágreiningi.“ Hvenær hafa breytingar á stjórnar- skrá verið afgreiddar án þess að um það hafi verið pólitískur ágreiningur? Talsmenn valda- stéttarinnar hafa haldið að almúganum að ástæðulaust sé að umbylta lýðveldisstjórnar- skránni því hún sé svo „listi- lega smíðuð“ eins og forseti vor hefur sagt, eða ummæli höf- undar Reykjavíkurbréfs um að hún sé „helgur gjörningur“, hvorki meira né minna. Hver var skoðun stjórnmálaforingja þegar núverandi stjórnarskrá var borin upp árið 1944? Eysteinn Jónsson, Framsókn- arflokki: „Við megum ekki taka upp í lög um lýðveldisstjórnar- skrá annað en það sem stendur í beinu sambandi við stofnun lýðveldis í stað konungdæm- is ... Síðan eigum við að vinna af kappi að því að endurskoða stjórnarskrána í heild og vinna að þeim breytingum sem gera þarf.“ Stefán Jóhann Stefáns- son, Alþýðuflokki: „... er það skoðun allrar [stjórnarskrár] nefndarinnar að vinna beri hið bráðasta að því að fram fari gagnger endurskoðun á stjórn- arskránni“. Jakob Möller, Sjálfstæðis- flokki: „Þessi fyrirhugaða stjórnarskrá, sem hér um ræðir, er hugsuð og í rauninni yfirlýst sem hrein bráðabirgða- stjórnarskrá, þ.e.a.s., jafnframt því sem hún er samþykkt er gert ráð fyrir að stjórnarskrá ríkisins í heild verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar á næstu árum.“ Brynjólfur Bjarnason, Sósíal- istaflokki: „... nú er það svo að við stofnun hins fullvalda íslenzka ríkis ríður oss öllu framar á þjóðareiningu. ... Þess vegna held ég að flestir séu nú komnir á þá skoðun að það sem gert var með stjórnarskrár- ákvæðinu 1942 – að takmarka breytingar á stjórnarskránni við það sem leiðir af skiln- aði við Danmörku og flutningi æðsta valds inn í landið, með öðrum orðum að útiloka fyrir fram öll þau deilumál sem ágreiningi gætu valdið – hafi verið hið eina rétta.“ Þetta útskýrir hina „rúss- nesku kosningu“ í þjóðarat- kvæðagreiðslunni um sam- bandsslit og lýðveldisstofnun vorið 1944. Fólk var að kjósa um skilnaðinn við Danmörku. Lýðveldisstjórnarskráin var samin til bráðabirgða. Ólafur Lárusson prófessor í lögum sagði: „Endurskoðun stjórnar- skrárinnar er því eitt af verk- efnum náinnar framtíðar. Lýð- sveldisstjórnarskráin í þeirri mynd sem hún hefur nú, er aðeins sett til bráðabirgða.“ Í nýársávarpi sínu 1949 kvartaði Sveinn Björnsson undan seinaganginum og hvatti þingheim og aðra til dáða: „Og nú, hálfu fimmta ári eftir stofn- un lýðveldisins, rofar ekki enn fyrir þeirri nýju stjórnarskrá, sem vér þurftum að fá sem fyrst og almennur áhugi var um hjá þjóðinni og stjórnmálaleið- togunum, að sett yrði sem fyrst. Í því efni búum vér því ennþá við bætta flík, sem sniðin var upprunalega fyrir annað land, með öðrum viðhorfum, fyrir heilli öld. …Vonandi dregst eigi lengi úr þessu að setja nýja stjórnarskrá.“ Það var einhugur um lýðveld- isstjórnarskrána, en sá ein- hugur snerist um að hún væri einungis til bráðabirgða, en ákvæði hennar tryggja ráð- herraræðið og þar er víglínan, hún tryggir nefnilega pilsfalda- kapítalismann og helminga- skiptaregluna. Þjóðin gerir tilraun til valdaráns STJÓRNARSKRÁ Guðmundur Gunnarsson stjórnlagaráðs- maður ➜ Aldrei í sögu nokkurs lýðræðisríkis hefur það gerst að valdhafar fari gegn jafn afgerandi niðurstöðu þjóðar- atkvæðagreiðslu, þaðan af síður að valdhafar grípi til þess örþrifaráðs að gefa sér atkvæði þeirra sem heima sátu. Í öllum lýðræðislegum kosningum er það niður- staða þeirra sem mæta á kjörstað sem ræður. Á ensku er „embrace“ bæði nafnorð og sögn og merkir því bæði faðmlög og faðma. Það á uppruna sinn að rekja til latneska orðsins „braci- um“ = hand- leggur eins og reyndar fjöldi annarra orða á þeirri tungu. Sama er að segja um ítölsku sögn- ina „abbracciare“ og sömuleiðis þá spænsku „embrazar“. En þegar kemur að frönsku sögn- inni „embrasser“ kemur sitthvað kyndugt og fróðlegt í ljós, sökum þess að hún merkir nú orðið sjaldn- ast að faðma heldur oftast eða ein- göngu að kyssa. Hver kann að vera skýringin á því? Ef til vill sú að eftir að t.d. franskur karlmaður hefur tekið konu í faðm sinn, geng- ur hann jafnan einu skrefi lengra og getur ekki stillt sig um að kyssa hana, en þar með er ekki öll sagan sögð, vegna þess að koss á frönsku er „baiser“ k., en auk þess er til sögnin „baiser“, sem verður að flokkast undir ákaflega klámfeng- ið orðbragð og er sambærilegt við íslenska sögn, sem ég tel, lesendur góðir, tæplega prenthæfa hér. En víkjum nú aftur að kossum áðurnefnda franska karlmanns- ins. Má ekki álykta sem svo að eftir langa og brennheita kossa sé hann manna líklegastur til að færa sig upp á skaftið ef svo má að orði komast og sé því reiðubúinn til miklu nánari ástaratlota en bara kossa? Bendir þetta ekki ótvírætt til þess að ástríðulogi Frakka sé langtum heitari en hjá okkur sem búum á norðlægari slóðum? Faðmlög og fleira á framandi tungum MENNING Halldór Þorsteinsson fv. skólastjóri Málaskóla Halldórs ford.is Ford Transit Custom 2,2TDCi dísil, 100 hö, beinskiptur 6 gíra. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 183 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. VERÐ ÁN VSK FRÁ VERÐ MEÐ VSK FRÁ CUSTOM 3.498.008 KR.. 4.390.000 KR. FORD TRANSIT FORD TRANSIT CUSTOM SENDIBÍLL ÁRSINS KOMDU OG PRÓFAÐU SENDIBÍL ÁRSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.