Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐIÐ BÍLAR2 26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is 2,0 L DÍSILVÉL, 140 HESTÖFL Fjórhjóladrif Eyðsla 5,3 l/100 km í bl. akstri Mengun 140 g/km CO2 Hröðun 9,8 sek. Hámarkshraði 214 km/klst. Verð 5.940.000 kr. Umboð Brimborg VOLKSWAGEN CC VOLKSWAGEN CC Finnur Thorlacius reynsluekur V olkswagen CC hefur ekki verið í boði ýkja lengi og kom fyrst á markað árið 2008 og hét þá Volkswagen Passat CC. Þetta tvöfalda C stendur fyrir Comfort Coupé en bílar með því lagi eru iðu- lega mjög sportlegir. Það á við þennan bíl og er hann ansi vænn fyrir augað. CC hefur nú verið aðgreindur frá Passat-bíln- um, enda örlítið lengri og breiðari. Eigi að síður er CC ekki miklu dýrari og reyndar vill svo til að CC með 177 hestafla 2,0 lítra dísilvél er ódýrari en Passat með sömu vél, en sá er hins vegar fjór- hjóladrifinn. Volkswagen CC sker sig úr meðal coupé-bíla í því tilliti að hann er fjögurra dyra en flestir aðrir tveggja dyra. Vilja reyndar marg- ir meina að ekki ætti að kalla bíl coupé-bíl nema hann sé tveggja dyra, en hvað um það. Volkswa- gen CC hefur svo til ekkert breyst í útliti frá upp- hafi og þrátt fyrir að línur hans séu til prýði er ef til vill kominn tími á endurhönnun í takt við nýja tíma. Óhætt að mæla með stærri dísilvélinni Eins og á við svo marga bíla í dag er áhersla lögð á dísilvélar við sölu á CC hjá Heklu og þannig var reynsluakstursbíllinn. Hann var með 2,0 lítra og 140 hestafla dísilvél, en einnig má fá 177 hestafla dísilvél með sama sprengirými. Sú vél er reynd- ar eyðslugrennri og mengar minna, sem furðu sætir. Það besta er að ekki munar nema 150.000 á þessum útfærslum – 140 hestafla úgáfan kost- ar 5.940.000 kr. en sú 177 hestafla 6.090.000 kr. Það færi því ekki á milli mála í tilfelli undirritaðs hvor þeirra yrði fyrir valinu. Volkswagen CC má einnig fá með 1,8 lítra og 160 hestafla TSI-bensín- vél og er hann þeirra dýrastur á 6.140.000 kr. Því er ekki nema vona að öll áherslan sé lögð á dísil- bílana, en þeir falla í mun lægri tollflokk vegna lítillar mengunar þeirra og skýrir það lægra verð þeirra. Örðugt reyndist hins vegar að ná uppgef- inni eyðslu bílsins við reynsluakstur og á það við um alltof marga bíla. Var meðaleyðsla hans ávallt á milli 9 og 10 lítrar, en hafa skal í huga að kalt var í veðri. Góðar dísilvélar og sportlegur akstur Akstur CC-bílsins með þessari minni dísilvél er ótrúlega ljúfur og það merkilega er að þessi vél er nægilega öflug fyrir bílinn, þó svo viljinn hafi enn frekar staðið til öflugri dísilvélarinnar. Akst- urseiginleikar bílsins eru eins og vænta mátti með Volkswagen-bíl hreint ágætir og henda má honum hratt í beygjur án þess að beri á undir- stýringu. Þó varð reynsluaksturinn nokkuð tak- markaður við afar slæma færð í höfuðborginni þar sem mikil hálka var þessa helgi og því erf- itt að ná því besta út úr bílnum. Það kom á óvart að þrátt fyrir að bíllinn liggi nokkuð neðarlega á vegi tók hann aldrei niðri á hraðahindrunum bæj- arins og má þakka það góðri fjöðrun hans, sem í leiðinni fer afar vel með farþega. Eiginleikar bílsins ríma ágætlega við útlit bílsins, sem sagt sportlegir og hefði annað aðeins verið úr takti og valdið vonbrigðum. Sjö gíra DSG-skiptingin er eins og ávallt frábær og skilar afli vélarinnar fimlega og átakalaust. Aftursætisrými líður fyrir coupé-lag bílsins Einn af stórum kostum þessa bíls er flott innrétt- ing. Hann klórar hressilega í lúxusflokk bíla með sína vönduðu og vel smíðuðu innréttingu og ekki versnar það ef valin er mjög smekklega Ambi- ente-útfærsla hennar. Þá er hann eins og sann- ur lúxusbíll og gefur ekkert eftir flottum innrétt- ingum í Audi, BMW og Benz. Þarna gerir Volks- wagen ávallt vel. Flott efnisval og greinilega góð smíði innréttinga er reyndar vörumerki Volks- wagen. Framsætin eru góð og þau eru rafstýrð að öllu leyti nema því að þau renna fram og aftur SPORTLEGUR Í ÚTLITI OG AKSTRI Er með coupé-lagi en samt fjögurra dyra. Er örlítið stærri en Volkswagen Passat en sáralítið dýrari. Einkar vel formaðar línur leika um þennan laglega bíl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sprengi- sandur Sigurjón M. Egilsson Sunnudagsmorgna kl. 10 – 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.