Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 22

Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 22
FÓLK|HEILSA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Fyrir flesta er jólahátíðin tími góðra veitinga og samveru-stunda með fjölskyldunni. Flestir leyfa sér meira í mat og drykk og borða gjarnan mun meira en á öðrum tímum ársins. Ekki má þó gleyma að hreyfa sig yfir hátíðirnar og auðvelt er að passa upp á matar- æðið þannig að hollustan læðist inn með jólakræsingunum. Jólin eru einnig sá tími sem flestir verja með fjölskyldunni og því kjörið tækifæri til að hreyfa sig saman. Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræð- ingur segir ótal margt hægt að gera sem sé skemmtilegt og hreyfitengt. „Jólin eru tilvalinn tími fyrir fjöl- skyldu og vini til að hreyfa sig saman enda margt í boði. Einfaldast er að fara út að ganga, jafnvel að fara niður að tjörn og skoða fuglalífið í leiðinni. Einnig er tilvalið fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að heim- sækja Laugardalinn, Öskjuhlíðina og Elliðaárdalinn en þar er að finna góð göngusvæði.“ Hún bendir auk þess á að fjöldi sundlauga og heilsuræktar- stöðva sé opinn yfir hátíðarnar og mögulega líka skíðasvæði. Mikill fjöldi gönguleiða er einnig í boði víðs vegar um landið og skemmtilegt sé að hópa sig saman og stunda útiveru og samvistir í góðum félagsskap. Langflestir hlaupahópar halda úti æfingum yfir hátíðarnar og mörg skipulögð hlaup eru í gangi sem má kynna sér á www.hlaup.is. MUNUM AÐ NJÓTA Þegar kemur að hófsemi í mat yfir há- tíðina er mikilvægt að sögn Fríðu Rúnar að gleyma ekki hollustunni. „Það er æskilegt að borða fljótlega eftir að farið er á fætur og miklu máli skiptir að borða trefjaríkan morgunmat sem gefur góða mettunartilfinningu. Nóg af grænmeti með matnum hjálpar við að halda magni af þungu kjöti og sósu innan hóflegra marka. Auk þess er grænmetið líka hollt og næringarríkt. Einnig má benda á ávexti milli mála og sem eftirrétt. Reglubundnar máltíðir eru góð leið til að tryggja að blóðsykurinn haldist í betra jafnvægi og að ekki líði of langt á milli mála sem getur leitt til ofáts. Síðast en ekki síst má benda fólki á að drekka nóg af vatni. Það er alls ekki æskilegt eða nóg að drekka aðallega malt, appelsín og kaffi.“ Þrátt fyrir þessar vangaveltur segir Fríða Rún að mikilvægt sé að muna að hátíðardagarnir eru örfáir yfir árið og um að gera að njóta þeirra sem mest og best saman sem fjölskylda. „Með hæfilegri hreyfingu ættu flestir að geta leyft sér að borða hátíðarmatinn án þess að hlaða utan á sig kílóunum. Munum að njóta eins og við best getum og það má ekki vera með samviskubit yfir að leyfa sér kræsingar.“ Heilsutorg.com í samvinnu við World Class og Toppfara munu kynna og bjóða upp á hreyfitengda viðburði í kringum hátíðarnar sem fylgjast má með á www.heilsutorg.com. ■ starri@365.is EKKI GLEYMA HOLLUSTUNNI HREYFING UM JÓLIN Regluleg hreyfing í bland við neyslu á grænmeti og ávöxtum yfir jólahátíðina ætti að skila flestum í ágætu formi á nýju ári. Auðvelt er að skipuleggja góðar samverustundir úti við með fjölskyldu og vinum og ekki má gleyma blessuðu vatninu. ÍÞRÓTTANÆRINGARFRÆÐINGUR „Jólin eru tilvalinn tími fyrir fjölskyldu og vini til að hreyfa sig saman enda margt í boði,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir íþróttanæringarfræðingur. MYND/DANÍEL HNETUR LENGJA LÍFIÐ Þeir sem gæða sér reglulega á hnetum lifa lengur. Þetta sýna nýbirtar niðurstöður stærstu rannsóknar sem gerð hefur verið á heilnæmi hneta. Niðurstöðurnar birtust í New England Journal of Medicine. Í ljós kom að þeir sem maula hnetur daglega eiga von á lengstum lífaldri og eru einnig líklegri til að aðhyllast heilbrigðan lífsstíl. Rannsóknin stóð yfir í þrjátíu ár og voru þátttakendur 120 þúsund. Eftir því sem hnetur voru oftar innbyrtar því ólíklegra var að þátttakendur dæju drottni sínum meðan á rannsókninni stóð. Þeir sem borðuðu hnetur einu sinni í viku voru 11 prósent ólíklegri til að deyja á rannsóknartímanum í samanburði við þá sem borðuðu aldrei hnetur. Dagleg lófafylli af hnetum drógu úr líkum á dauða um 20 prósent. Greinilegastur ávinningur hnetuátsins voru minni líkur á hjartaáfalli um 29 prósent og 11 prósent minni líkur á dauða af völdum krabbameins. HÁTÍÐARTÓNLEIKAR SCHOLA CANTORUM Kom þú, kom... JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2013 FYRSTA SUNNUDAG Í AÐVENTU 1. DESEMBER KL. 17.00 Í HALLGRÍMSKIRKJU Miðasala: Hallgrímskirkja | opið 9 - 17 alla daga | s. 510 1000 | hallgrimskirkja.is og á midi.is FÁTÆKT 13 ára drengur á Vesturlandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.