Fréttablaðið - 26.11.2013, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2013
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Á
hverju hausti verð-
ur mikil umræða um
svifryk á höfuðborg-
arsvæðinu því á þeim
tíma skipta bíleig-
endur yfir á vetrar-
dekk og sumir þeirra
á negld dekk. Nagladekkin eiga
vænan hlut í þeirri svifmeng-
un sem mælist og því eðlilegt að
mælt sé á móti notkun þeirra þar
sem sjaldan sé þörf á negldum
dekkjum í höfuðborginni. En það
er fleira en nagladekk sem stuðl-
ar að svifryksmengun í borginni
og aðrir áhrifaþættir vilja oft
gleymast.
Sótið leysti af uppspænt malbik
Ný rannsókn Vegagerðarinnar
sýnir að hlutfall malbiks í svif-
ryki hefur lækkað úr 55% niður
í 17%. Aftur á móti hefur hlutfall
sóts farið úr 7% í 30% frá því á
árunum 1999 til 2002. Því vegur
sót nú nær helmingi meira í svif-
ryki en það malbik sem nagla-
dekk spæna upp. Þessi breyting
er nokkuð sláandi og hefur sót
étið upp allan þann ávinning sem
hlotist hefur af minnkandi notk-
un nagladekkja. Ástæðan fyrir
aukinni sótmengun er talin vera
sú að hlutfall dísilbíla hefur stór-
aukist frá árunum 1999-2002,
auk þess sem bílaflotinn hefur
stækkað um 28% á sama tíma.
Afar skýrt dæmi um þetta má sjá
er skoðaðar eru sölutölur nýrra
bíla í síðasta mánuði, en í október
seldust 231 dísildrifinn fólksbíll
en 215 með bensínvél. Dísilbílar
voru 52,6%, bensínbílar 43,4%
og rafmagns-, tvinn- og metan-
bílar 4%. Þessar tölur má finna á
heimasíðu Umferðarstofu.
Helmingur nýrra bíla með dísilvél
Líkja má þeirri breytingu sem
orðið hefur í sölu dísilbíla hér á
landi við byltingu. Um aldamót-
in síðustu voru það helst flutn-
ingabílar og önnur vinnutæki
sem voru með dísilvélum, auk
stöku jeppa og pallbíla. Nú er
hins vegar svo komið að annar
hver seldur fólksbíll er dís-
ilknúinn. Þessi þróun er í takt
við það sem gerst hefur í Evr-
ópu og Japan, en í Bandaríkj-
unum halda bílaframleiðend-
ur og bíleigendur sig enn að
mestu við bensínbíla. Sótmeng-
un frá dísilbílum er miklu meiri
en frá bensínbílum og það sést
best í tölunum áðurnefndu.
Mikið er rætt um þá CO2-meng-
un sem stafar af bensínbílum,
en minna rætt um þá sótmeng-
un sem stafar af dísilbílum. Þó
er það svo að sótmengunin er
mun hættulegri heilsu manna
en CO2-mengunin frá bensínbíl-
um. Sót dísilbíla er á lista Evr-
ópusambandsins sem krabba-
meinsvaldandi efni og víst er að
íbúar hérlendis, sem og á meg-
inlandinu, anda að sér síauknu
magni sóts og er það talið einn
af áhrifaþáttum aukinna önd-
unarfærasjúkdóma og krabba-
meins. Eins og hrifning bíleig-
enda í Evrópu hefur verið á dís-
ilbílum, lítilli eyðslu þeirra og
miklum togkrafti hefur minna
borið á umræðunni um hversu
heilsuspillandi þeir eru.
Bensínvélarnar nálgast í eyðslu
Á undanförnum áratug hefur
orðið mikil þróun í framleiðslu
dísilbíla og eyðsla þeirra hefur
minnkað svo undrum sætir.
Má segja að dísilvélar hafi náð
ákveðnu forskoti á bensínvélar,
en það virðist þó vera að breyt-
ast aftur. Á allra síðustu árum
hefur sams konar þróun orðið
á bensínvélum og nú sjást slík-
ar vélar sem eru jafnokar dísil-
véla í eyðslu. Því gæti sú þróun,
sem orðið hefur á sl. 10-15 árum
þar sem helmingur allra seldra
nýrra bíla er dísildrifinn, hafa
náð ákveðnu hámarki og bensín-
drifnir bílar vinni aftur á, auk
rafdrifinna bíla. Erlendar rann-
sóknir hafa sýnt fram á orsaka-
samband hækkandi dánartíðni
og svifryksmengunar í borgum.
Ekki hafa miklar slíkar rann-
sóknir farið fram á Íslandi en
í einni fárra slíkra fannst sam-
band á milli aukinnar asma-
lyfjanotkunar og svifryksmeng-
unar.
SÓTMENGUN DÍSILBÍLA VANMETIN
Ný rannsókn Vegagerðarinnar sýnir að hlutfall malbiks í svifryki hefur lækkað úr 55% niður í 17% en hlutfall sóts úr 7% í 30%.
LEGUR OG PAKKDÓSIR
VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 517 5000