Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 12
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 ALÞINGI Jón Þór Ólafsson, þingmað- ur Pírata, óskar eftir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra og ráðuneytisstjóri innan- ríkisráðuneytisins verði kölluð fyrir stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis. „Leki innanríkisráðuneytisins á persónuupplýsingum um hælis- leitendurna Evelyn Glory Joseph og Tony Omos, er grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að fá svör við,“ segir Jón Þór í tilkynningu. „Það er að sjálfsögðu stjórnvalda hverju sinni að gæta þess að trúnaðar sé gætt í málum er varða persónuleg málefni. Menn verða að fara með upplýs- ingar í samræmi við eðli þeirra gagna sem þeir hafa undir höndum.“ Þórunn Þórarinsdóttir hjá Kristínarhúsi, athvarfi sem er fyrst og fremst ætlað konum sem eru á leið út úr vændi eða man- sali, segir trúnaðarbrot alltaf alvar- legt mál: „Ef rétt reynist að þetta sé trúnaðarbrestur frá ráðuneytinu, þá er það mjög alvarlegt mál.“ Í yfirlýsingu frá innanríkisráðu- neytinu segir að ekkert bendi til að embættismenn innanríkisráðuneyt- isins hafi afhent slík gögn. „Ráðu- neytið leggur mikla áherslu á að öll formleg gögn allra slíkra mála séu trúnaðarmál og með þau farið sem slík. Ráðuneytið eða starfsmenn þess geta samkvæmt lögum ekki tjáð sig um einstaka mál, en harma ef það hefur í einhverju tilviki gerst að trúnaðarupplýsingar berist öðrum en þeim sem um þau fjalla formlega,“ segir í yfirlýsingunni. Hanna Birna vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar þess var óskað í gær. - jbg Þingmaður Pírata vill kalla innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra fyrir nefnd: Ráðherra skýri leka úr ráðuneyti JÓN ÞÓR ÓLAFSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. *Miðað við C addy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Caddy* kostar aðeins frá 3.090.000 kr. (2.462.151 kr. án vsk) PIPA R \ TBW A SÍA 133 4 73 Dr. Dennis Meadows Endurskoðun hugtaksins sjálfbær þróun Háskóli Íslands og Stofnun Sæmundar fróða bjóða til fyrirlestrar dr. Dennis Meadows í Hátíðasal Aðalbyggingar miðvikudaginn 27. nóvember nk. kl. 13.30–14.30. Í erindinu mun dr. Meadows fjalla um nauðsyn þess að endurskoða hugtakið sjálfbær þróun. Dr. Dennis Meadows er prófessor emeritus í kerfisstjórnun og fyrrverandi forstöðumaður stofnunar um stefnumótun og félagsvísindi við Háskólann í New Hampshire. Hann stýrir nú rannsóknamiðstöð um gagnvirka kennslu. Meadows er þekktastur fyrir að vera meðhöfundur skýrslunnar Limits to Growth sem kom út árið 1972. Þar var líkan nýtt til að sýna afleiðingar samspils fólksfjölgunar og takmarkaðra náttúruauðlinda. Dr. Meadows hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir framlag sitt til vísinda og verið ráðgjafi ríkisstjórna í Bandaríkjunum og víðar. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. HÚSIÐ Í BRIXTON Lögregla á verði utan við húsið, þar sem hjónin hafa búið ásamt þrælum sínum síðustu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA BRETLAND, AP Breskir fjölmiðlar hafa upplýst að hjónin, sem héldu þremur konum í þrælkun í þrjátíu ár á heimili sínu í London, heita Aravindan og Chanda Balakrish- nan. Breska lögreglan hefur verið að kanna hvort þrælahaldið teygi anga sína víðar og meðal annars gert húsleit á þrettán stöðum í London. Maðurinn er 73 ára, upphaf- lega frá Indónesíu, en konan er 67 ára og upphaflega frá Tans- aníu. Þau hafa þó búið áratugum saman í London og voru á sínum tíma leiðtogar í maóistasamtökum. Þau ráku meðal annars bókasafn og eins konar félagsmiðstöð fyrir skoðanabræður sína. Aravindan Balakrishnan var áður félagi í Kommúnistaflokki Englands og gegndi þar mikil- vægri stöðu, en sagði sig úr flokknum árið 1974 og stofnaði maóistasamtök, sem störfuðu þó ekki nema í fáein ár. Lögreglan hefur upplýst að hjónin og konurnar þrjár, sem þau héldu í þrælkun, hafi verið sömu sannfæringar í pólitík. Ein kvennanna er frá Malasíu, 69 ára gömul, önnur frá Írlandi, 57 ára, og sú þriðja bresk, 30 ára. Talið er að yngsta konan, sem hefur verið á heimili Balakrish- nan-hjónanna frá því hún fæddist, sé dóttir írsku konunnar og Ara- vindans. Lögreglan hefur nú staðfest, að sögn breska blaðsins The Tele- graph, að eldri konurnar tvær hafi upphaflega kynnst þrælahöld- urum sínum í tengslum við póli- tíska starfsemi og að þau hafi búið saman í einhvers konar kommúnu. „Einhvern veginn hætti sú kommúna en konurnar héldu áfram að búa hjá hinum grunuðu,“ er haft eftir Steve Rodhouse, yfir- manni í lögreglunni, í The Tele- graph. „Hvernig þetta varð svo til þess að konurnar lifðu lífinu með þessum hætti í meira en 30 ár er það sem við erum að reyna að átta okkur á, en við teljum að andleg og líkamleg misnotkun hafi verið ein- kenni á lífi allra fórnarlambanna.“ Hjónin hafa bæði komið við sögu lögreglunnar í tengslum við póli- tískar aðgerðir þeirra og setið í fangelsi. Lögreglan gerði húsleit hjá þeim árið 1978, handtók þá 14 félaga í samtökunum, þar á meðal Bala- krishnan-hjónin. gudsteinn@frettabladid.is Var leiðtogi í hópi maóista Breska lögreglan kannar tengsl við þrælahaldarana í London á þrettán öðrum stöðum í borginni. Þræla- haldararnir voru forsprakkar í maóistasamtökum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.