Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 26

Fréttablaðið - 26.11.2013, Síða 26
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR Ford Mondeo með sæti úr kókflöskum Með ýmsum hætti er hægt að vera umhverfi svænn og bílafyrir- tækin láta ekki sitt eftir liggja. Einnig er það vel við hæfi að sætin í hinum umhverfi svæna Ford Mondeo Plug-in Hybrid skuli vera úr umhverfi svænum efnum, nánar tiltekið endurunnum kókflöskum. Samt eru þau ári flott. Endur- unnu kókflöskurnar eru reyndar líka í hliðarklæðningum bílsins og teppum og hjálpa þar mikið við að deyfa veghljóð. Þetta er í fyrsta skipti sem endurunnar kókflöskur eru not- aðar í bílaframleiðslu og kemur það kannski ekki svo mikið á óvart. Ford segir að þetta sé enn eitt skrefi ð sem fyrirtækið tekur í átt til umhverfi sverndar. Sojabaunafroða er einnig notuð í stað svamps í setur sæta bílsins og hefur Ford reyndar gert slíkt frá árinu 2007. Ford segir að notkun kókflaskn- anna og sojabaunafroðunnar spari margan hráolíulítrann og ef slíkt væri notað í alla Ford-bíla fram- leidda í Bandaríkjunum myndu sparast 1,12 milljónir lítra af hrá- olíu. Hvað þá ef allir bílaframleið- endur heims gerðu slíkt hið sama! Flott kókflöskusæti í Mondeo. Mazda væntir metsölu í Bandaríkjunum næstu 2 ár Uppgjörsár Mazda, eins og margra japanskra bílaframleiðenda, endar í mars og það stefnir í 300.000 bíla sölu í Bandaríkjunum. Mazda stefnir hins vegar á að ná 400.000 bíla sölu árið 2015 og fer úr 1,9% markaðshlutdeild í 2,5% þar vestra. Hinir þrír nýju bílar fyrirtækisins, Mazda3, Mazda6 og Mazda CX-5- jepplingurinn eiga að leika stóra hlutverkið í þessari auknu sölu og miðað við móttökur þeirra má fullt eins búast við að þetta markmið Mazda náist. Þar á nýjasti bíllinn, Mazda3, að skila mestri sölu enda þeirra ódýrastur. Forstjóri Mazda segir að það verði ekki aðferðafræði fyrir- tækisins að gefa mikinn afslátt af bílum sínum og frekar sætti það sig við minni sölu. Ef Mazda nær markmiðum sínum slær fyrirtækið sín eigin met í Bandaríkjunum. Mikils er vænt af Mazda3. Porsche 918 Spyder ennþá sneggri Porsche 918 Spyder er sannkallaður ofurbíll. Allar uppgefnar tölur frá Porsche um hinn nýja 918 Spyder-bíl eru betri en framleiðandinn hafði áður gefi ð upp um bílinn. Porsche hefur undanfarið verið að stilla bílinn áður en fyrstu eintök hans verða afhent nýjum eigendum. Við það kemur í ljós að hann er aðeins 2,6 sekúndur í hundraðið, en ekki 2,8 sekúndur sem Porsche hafði áður gefi ð upp. Hann er 7,2 sekúndur í 200, ekki 7,7 sekúndur og 19,9 sekúndur í 300, en ekki 22,0 sekúndur. Allt er þetta uppávið og ætti að gleðja þá sem pantað hafa bílinn. Enn fremur eru rafmótorar bílsins öflugri en áður hafði verið uppgefi ð, en ef aðeins þeim er beitt kemst bíllinn í 100 km hraða á 6,2 sekúndum, eða 0,7 sekúndum hraðar en áður var upp- gefi ð. Þessi ofurbíll á sem kunnugt er besta tíma sem náðst hefur á Nürburgring-brautinni, eða 6,57 sekúndur og er það ekki til að draga úr gleði tilvonandi kaupenda. Þar sló hann við mun dýrari bíl sem einnig er að koma á markað, McLaren P1. Þrátt fyrir allt þetta afl er uppgefi n eyðsla 918 Spyder aðeins 3,1 lítri og mengun frá honum 72 g/km. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -3 1 3 2 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.