Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 40
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 32
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
„Þessi hugmynd kemur frá sam-
bærilegu verkefni sem heitir
Humans of New York. Ljósmynd-
arinn Brandon Stanton byrjaði á
því verkefni árið 2010 en verk-
efnið fólst í því að taka myndir af
fólki á götum New York-borgar.
Þar er náttúrulega alls konar fólk
og Brandon fær marga til að segja
sér ýmislegt persónulegt sem
hann svo deilir á Facebook-síðu
sinni. Þetta náði síðan miklum
vinsældum og eru sambærilegar
síður til um heim allan,“ segir
Bragi Brynjarsson. Hann vildi
feta í fótspor Brandons og rakst
á Sóleyju Georgsdóttur sem var í
svipuðum hugleiðingum. Þau sam-
einuðu krafta sína í eitt verkefni
sem heitir Humans of Reykjavík.
Þau byrjuðu að vinna saman fyrir
þremur vikum og hefur verkefnið
vakið mikla athygli.
Verkefnið felst í því að Bragi og
Sóley vappa um götur borgarinn-
ar með myndavél að vopni, taka
myndir af fólki á förnum vegi og
spyrja það spurninga. Á hverj-
um degi birta þau afraksturinn á
Facebook-síðu verkefnisins.
„Við höfum bæði gríðarlegan
áhuga á fólki. Ég er mikil félags-
vera og hef mikinn áhuga á
sögum, hvort sem þær er að finna
í bókum, kvikmyndagerð eða í
fólki sjálfu. Allir hafa sína sér-
stöku sögu að segja. Í örskamma
stund fáum við að svipta hulunni
af ókunnugri manneskju í þessu
verkefni okkar. Sagan samsvarar
ekki alltaf ímyndinni sem maður
fær við fyrstu sýn. Maður horf-
ir á ljósmyndina, les textann og
kíkir svo aftur á ljósmyndina.
Þá sér maður manneskjuna í allt
öðru ljósi. Það sem við viljum
helst vekja athygli á er að allt
þetta fólk sem strunsar framhjá
okkur úti um allan bæ er með
hjarta og heila, tilfinningar og
hugsanir. Mikið af samskiptum
okkar við ókunnuga eru held-
ur neikvætt en við viljum birta
jákvæðari mynd af fólki sem
myndar samfélagið,“ segir Bragi
og bætir við að Íslendingar séu
varkárir þegar kemur að því að
svara ágengum spurningum um
okkur sjálfa.
„Íslendingar eru oft mjög lok-
aðir og vilja ekki deila persónu-
legum hlutum sem eru síðan birtir
á netinu. Í New York búa milljón-
ir manna og miklar líkur eru á
að þeir sem þú þekkir sjái ekki
myndina af þér né það sem þú
lætur hafa eftir þér. Því er þver-
öfugt farið hér.“
Verkefnið er drifið áfram af
mikilli ástríðu en Bragi og Sóley
eru með háleit markmið fyrir
framtíðina.
„Við erum með alls konar hug-
myndir og viljum jafnvel blanda
myndskeiðum og öðrum birting-
armyndum saman við ljósmynd-
irnar. Við vonum að þetta stækki
í framtíðinni en við skrifum bæði
á íslensku og ensku því við vilj-
um bæði að allir Íslendingar hafi
aðgang að þessu og að útlendingar
sjái hvernig fólk býr hér á landi.
Þó að verkefnið heiti Humans of
Reykjavík langar okkur til dæmis
að fara út á land næsta sumar því
auðvitað er líka fullt af merkilegu
fólki sem býr úti á landsbyggð-
inni.“ liljakatrin@frettabladid.is
Hulunni svipt af
ókunnugu fólki
Bragi Brynjarsson og Sóley Georgsdóttir hafa óseðjandi áhuga á fólki og sög-
unum sem það hefur að segja. Þau eru fólkið á bak við síðuna Humans of
Reykjavík sem varpar öðru vísi ljósi á fólk á förnum vegi í máli og myndum.
ÁSTRÍÐU-
FULL Bragi
og Sóley eru
óhrædd við
að stöðva fólk
á götunni og
spyrja það
spjörunum úr.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sóley hefur búið í Kanada nánast allt sitt líf en talar íslensku. Þau Bragi
fara á stjá með myndavélina hvort í sínu lagi og stöðvaði Sóley mann
nokkurn á Laugaveginum fyrir stuttu. Hann hafði lítinn tíma til að spjalla
við hana en bað hana um að hitta sig aðeins seinna um daginn í bókabúð
Máls og menningar. Sóley tók mynd af manninum og talaði stuttlega við
hann. Þegar hún svo sýndi Braga myndina kom í ljós að maðurinn var
Ómar Ragnarsson en Sóley kannaðist ekkert við kauða. „Þetta var mjög
skemmtilegt því ég hefði spurt hann allt öðru vísi spurninga en hún því
hann er Ómar Ragnarsson. Hún þekkti hann ekki þannig að við fengum
allt öðru vísi sýn á þennan landsþekkta mann,“ segir Bragi.
Þekkti ekki Ómar Ragnarsson
KALDHÆÐNI skilar sér ekki á blað,“
sagði bandaríska leikkonan Megan Fox
eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að
hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni
fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaða-
viðtölum. Fox hélt því fram að hún væri
misskilin, að hún væri ekki hrokafull,
vitlaus eða með sleggjudóma, heldur
hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni
einfaldlega misfarist trekk í trekk.
MÖGULEGA hafði Fox nokkuð
til síns máls. Þeir kollegar mínir,
sem hafa ritað pistla þar sem
kaldhæðnin drýpur af hverju
orði, uppskera oftar en ekki leið-
indi fyrir. „Virkir í athugasemd-
um“ hafa kallað þá illa upp-
alda, dónalega og vitlausa og
einn gekk svo langt að óska
þess að pistlahöfundur yrði
úti á illa búinni Yaris-bifreið
– það mundi kenna honum
lexíu.
KALDHÆÐNI er vissu-
lega vandmeðfarin og lík-
lega er óumflýjanlegt að
lesendur túlki orð á annan hátt en sá er
ritaði þau ætlaði. Þetta gæti verið ástæð-
an að baki því að broskarlar, fýldir karl-
ar og blikkandi broskarlar reka hverja
ritaða setningu á fætur annarri. Þess-
um körlum er ætlað að lýsa svipbrigðum
skrifanda og koma þannig í veg fyrir
misskilning. „Þú ert ógeð ;)“ hlýtur með
þessu allt aðra merkingu en „þú ert ógeð“.
Hið fyrra er augljóslega passíft/agressíft
grín, merking seinni setningarinnar er
ekki jafn augljós, eða hvað?
ÞEGAR ég stundaði nám við HÍ hélt
einn kennari minn stutta tölu um þessa
karla, eða emoticons eins og þeir kall-
ast á enskri tungu. Hún hélt því fram að
ef skrifanda tækist ekki að koma tilfinn-
ingum sínum eða tón nógu skýrt fram
í textanum án þess að þurfa að styðjast
við slíkan karl, þá væri textinn hrein-
lega ekki nógu góður. Lengst af var ég
henni fullkomlega sammála, en í dag tel
ég mögulegt að vandinn sé tvískiptur.
Gæti verið að lesskilningur fólks hafi tap-
ast í broskarlaflóðinu? Nennir það ekki
að leggja merkingu, nema bókstaflega, í
broskarlalausan texta?
Þú ert ógeð, blikkkarl
Big Bang Theory-skvísan Kaley
Cuoco undirbýr nú brúðkaup sitt.
Leikkonan trúlofaðist tennis-
stjörnunni Ryan Sweeting eftir
aðeins þriggja mánaða samband
og gæsuðu vinkonur hennar hana
í Kaliforníu um þar seinustu helgi.
Nú um helgina héldu þær dannaða
brúðarveislu fyrir Kaley.
Margar frægar stúlkur tóku
þátt í gleðinni, þar á meðal sjón-
varpskonan Ali Fedotowsky, Lacey
Chabert úr Mean Girls og með-
leikkona Kaley í Big Bang Theory,
Melissa Rauch.
Stutt tilhugalíf
EIN AÐ FLÝTA SÉR Stutt er í brúðkaup
Kaley.
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
EMPIRE
ROLLING STONE
GQ
DEADLINE HOLLYWOOD
ENTERTAINMENT WEEKLY
VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS?
MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
NÁNAR Á MIÐI.IS
THE HUNGER GAMES 2
THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS
THE COUNCELOR
THE STARVING GAMES
CARRIE
CAPTAIN PHILIPS
FURÐUFUGLAR 2D
TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL
THE HUNGER GAMES 2
THE FIFTH ESTATE
PHILOMENA
CAPTAIN PHILIPS
MÁLMHAUS
HROSS Í OSS
THE HUNGER GAMES 2
THE COUNCELOR
FURÐUFUGLAR 3D
KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9 - 11
KL. 5 - 8 - 11
KL. 8 - 10.30
KL. 6
KL. 10.45
KL. 8
KL. 3.30
KL. 3.30
KL. 6 - 9 - 10:10
KL. 8
KL. 6
Miðasala á: og
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
KL. 6 - 8 - 9
KL. 8 - 10.40
KL. 5.45 - 8
KL. 10.15
KL. 5.45
KL. 6
DR. WHO 50TH
ANNIVERSARY SPECIAL
PARADÍS: VON
KÚBÖNSK
KVIKMYNDAVIKA
“IT COULD BE HIS BEST FILM
SO FAR” - THE GUARDIAN
SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
Save the Children á Íslandi
Tónlistarfólkið Katy Perry og John
Mayer hafa verið sundur og saman
síðan í ágúst á síðasta ári. Nú
herma nýjustu fregnir að þau vilji
eignast börn saman.
„Katy kom með þá hugmynd
að eignast börn fyrir nokkrum
vikum. Hann studdi það og sagðist
endilega vilja að hún yrði móðir
barna hans,“ segir heimildarmað-
ur tímaritsins Closer.
Þá segir heimildarmaðurinn
einnig að Katy trúi því að John
verði frábær faðir og að barn
myndi einungis styrkja samband
þeirra. - lkg
Plana
barneignir
SPÁ Í FRAMTÍÐINA Katy og John vilja
fjölga mannkyninu.
HUNGER GAMES 2 6, 7, 9, 10
THE COUNSELOR 8, 10:30
PHILOMENA 5:50
Mikil tíðindi urðu í nýjasta þætti
bandarísku þáttaseríunnar Family
Guy en í þættinum varð ein af
aðalpersónunum fyrir bíl og lét
lífið. „Okkur fannst þetta góð leið
fyrir karakterinn til að hætta í
þáttunum og frekar fyndið í raun,“
sagði Steve Callaghan, aðalfram-
leiðandi þáttanna, í viðtali við sjón-
varpstöðina E!.
Eftir að þátturinn var sýndur í
Bandaríkjunum logaði hinn svo-
kallaði Twitter-heimur og var tölu-
verð reiði í aðdáendum þáttanna.
„Aðdáendur okkar eiga að geta
treyst okkur og þetta mun ekki
hafa nein áhrif á gæði þáttanna.“
Ein af persón-
unum deyr