Fréttablaðið - 26.11.2013, Blaðsíða 42
26. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 34SPORT
FÓTBOLTI „Samningurinn var
algjörlega innan þeirra marka sem
stjórn KSÍ ákvað,“ sagði Geir Þor-
steinsson, formaður KSÍ á blaða-
mannafundi í gær þar sem Knatt-
spyrnusamband Íslands gekk frá
samningum við tvo landsliðs-
þjálfara. Heimir Hallgrímsson og
Lars Lagerbäck þjálfa liðið í sam-
einingu í undankeppni EM 2016 en
svo mun Heimir taka við liðinu í
framhaldinu.
Heimir Hallgrímsson er nú kom-
inn í fullt starf hjá sambandinu og
Geir játti því að kostnaðurinn við
liðið yrði nú meiri. Ákvörðunin var
hins vegar ekki erfið. „Við í stjórn-
inni höfum sjaldan átt jafn auðvelt
með að taka ákvörðun um lands-
liðsþjálfara,“ sagði Geir.
Heimir er 46 ára gamall og
hefur verið aðstoðarmaður Lars
Lagerbäck frá fyrsta degi.
Ég hef verið að gera góða hluti
„Ég er að sjálfsögðu ákaflega stolt-
ur yfir því trausti sem ég fæ. Ég
lít svo á að ég hafi verið að gera
góða hluti. Við höfum unnið góðan
grunn. Sjáum að hann er góður
bæði innan vallar og utan. Við
getum byggt ofan á hann á næstu
árum,“ sagði Heimir á fundinum.
„Ég hef lært margt á þessum
tveimur árum og mun læra mikið
á næstu tveimur,“ segir Heim-
ir. Hann segir að það fari varla
framhjá neinum hvernig persóna
Svíinn sé. „Hann er auðmjúkur
og gefur mikið af sér. Hann hefur
alltaf látið mér líða vel og finnast
ég vera svaka merkilegur,“ sagði
Heimir léttur að vanda.
Lars hefur alltaf verið duglegur
að hrósa Heimi fyrir hans starf.
„Til langs tíma hefur KSÍ tekið
góða ákvörðun. Bæði leikmenn
og KSÍ vita hvað framundan er.
Það er gott mál. Fjögur augu sjá
betur,“ sagði Lars Lagerbäck í
gær en það er að heyra á honum
að hann líti á þetta sem svanasöng-
inn sinn á þjálfaraferlinum. „Á
mínum aldri mun ég líklega hætta
að loknu þessu verkefni,“ sagði
Lagerbäck en Heimir var fljótur
að skjóta inn í: „Þú sagðir það líka
fyrir tveimur árum.“
Lars Lagerbäck byrjaði lands-
liðsþjálfaraferilinn við hlið
Tommys Söderberg en þeir voru
saman með sænska landsliðið frá
2000 til 2004 og komu liðinu á tvö
stórmót í röð.
„Þegar við Tommy tókum við
liðinu saman þá vakti það athygli
og margir spurðu spurninga,“
sagði Lars á fundinum aðspurð-
ur um samvinnu sína og Tommys
Söderberg. „Margir vilja baða sig
í sviðsljósinu en þetta snýst ekki
um einn mann. Það er mikilvægt
þegar tveir menn vinna saman
að hugmyndafræðin sé svipuð og
sömuleiðis persónuleiki þeirra
beggja.“ - ktd, óój
Fjögur augu sjá betur en tvö
Íslenska karlalandsliðið verður með tvo aðalþjálfara næstu tvö árin því Heimir Hallgrímsson og Lars Lager-
bäck munu stýra liðinu saman í undankeppni EM 2016. Heimir tekur síðan við liðinu af Lars eft ir tvö ár.
ÞJÁLFARARNIR OG FORMAÐURINN
Geir Þorsteinsson er hér á milli þeirra
Lars Lagerbäck og Heimis Hallgríms-
sonar, þjálfara íslenska landsliðsins í
knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Lars Lagerbäck er sá landsliðsþjálfari sem hefur náð bestum árangri í
keppnisleikjum í sögu landsliðsins en hann deilir efsta sætinu með Guð-
jóni Þórðarsyni. Hjá þeim báðum náði íslenska liðið í fimmtíu prósent
stiga í boði. Lars er hins vegar með betri árangur í riðlakeppni eða þegar
umspilsleikirnir eru ekki teknir með. Guðjóni Þórðarsyni tókst aldrei að
koma íslenska liðinu í umspil en liðið náði í helming stiga í boði undir
hans stjórn í undankeppni HM 1998 og EM 2000.
Íslenska liðið náði í 57 prósent stiga í boði í sínum riðli í undankeppni
HM 2014 en jafntefli og tap í umspilsleikjunum draga árangur Lars niður í
fimmtíu prósentin. - óój
Íslenska karlalandsliðið hefur
einu sinni áður verið með tvo
landsliðsþjálfara en Ásgeir
Sigurvinsson (á mynd) og Logi
Ólafsson stýrðu liðinu saman frá
sumrinu 2003 fram á haustið
2005.
Ásgeir tók við liðinu til bráða-
birgða eftir að Atli Eðvaldsson
sagði upp í miðri undankeppni
EM 2004 og var Logi í fyrstu
fenginn til að vera Ásgeiri til að-
stoðar. Íslenska liðið vann fyrstu
tvo leikina undir þeirra stjórn og
í framhaldinu voru þeir ráðnir
til haustsins 2005 eða fram yfir
undankeppni HM 2006.
Íslenska landsliðið lék reyndar
einnig fyrsta landsleik sinn
undir stjórn tveggja þjálfara en
þeir Frederick Steele og Murdo
MacDougall voru saman með
landsliðið á móti
Dönum á Melavell-
inum í júlí 1946.
Lars og Heimir
verða því þriðji
dúettinn í sögu
karlalands-
liðsins. - óój
ÞRIÐJI DÚETTINN
Í SÖGU LANDSLIÐSINS
Lars og Gaui Þórðar deila efsta sætinu
Það munaði minnstu að við kæmumst
saman á HM í Brasilíu. Við reyndum okkar
besta og þið sáuð til þess að við fengum
besta mögulega stuðning á vellinum!
Takk kærlega fyrir eljuna, dugnaðinn
og að trúa á okkur í hvívetna.
Þið eruð alveg frábær!
Sjáumst á undankeppni EM!
frábær!