Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 8

Fréttablaðið - 28.11.2013, Side 8
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 VIÐSKIPTI Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spenn- andi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þús- und dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börn hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galac- tic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geim- inn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og fram- kvæmdastjóri Peapock Produc- tions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsending- unni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþega- fluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjón- varpssögunnar.“ - fb Hægt að borga fyrir geimferðir Virgin með bitcoin: Styttist í fyrsta flugið RICHARD BRANSON Auðkýfingurinn segir bitcoin nýjan og spennandi gjaldmiðil. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Starfsmönnum Ríkis- útvarpsins fækkar um sextíu í kjölfar fjöldauppsagna á dag- skrárgerðarfólki og tæknimönnum stofnunarinnar í gær. Alls var 39 sagt upp, flestum á útvarpsdeild stofnunarinnar. Stærstur hluti uppsagnanna kemur til framkvæmda nú þegar. Í öðrum tilvikum voru gerðir starfs- lokasamningar eða tímabundnir samningar ekki endurnýjaðir. Þá var nokkrum verktakasamningum einnig sagt upp. Í tilkynningu frá útvarpsstjóra var farið yfir helstu ástæður upp- sagnanna. Þar kom fram að draga þurfi árlegan rekstrarkostn- að Ríkis útvarpsins saman um 500 milljónir króna. Einnig kom fram að fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fæli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins sam- anborið við síðasta ár. Skerðing- in sé 400 milljónir, sé miðað við það sem gert hafi verið ráð fyrir í gildandi fjárlögum. Þá lækki áætlaðar auglýsingatekjur um rúmlega 100 milljónir króna milli ára vegna samdráttar á markaði. Jafnframt muni útvarpsgjald, sem rennur óskert til Ríkisútvarpsins frá og með árinu 2016, lækka um 500 milljónir króna. Til viðbótar kemur til framkvæmda um næstu áramót lækkun á tekjum af kost- un og auglýsingum sem nemur 400 milljónum króna. Átta fréttamönnum var sagt upp á fréttastofu RÚV, þar af tveimur íþróttafréttamönnum. Um áhrif- in segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, að fréttaþjónusta muni minnka í kjölfarið. „Einhverjir fréttatímar verða aflagðir og einhverjir stytt- ir. Þess munu sjást merki í frétta- þjónustunni að fréttamönnum hefur fækkað. Íþróttaumfjöllunin er löskuð líka. Fólk mun taka eftir þessu í dagskránni, sérstaklega á Rás 1 og Rás 2.“ Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að segja upp starfs- fólki hjá RÚV og að niðurskurður- inn komi til vegna stöðu ríkissjóðs. Hann segist ekki eiga von á því að breytingar verði gerðar á fjárlaga- frumvarpinu í meðförum þingsins. Uppsögnunum var mótmælt harðlega og í gærkvöldi höfðu tæplega sjö þúsund manns skrif- að undir ákall til menntamála- ráðherra um að afturkalla upp- sagnirnar og niðurskurðinn. Þá voru auglýst mótmæli fyrir utan Útvarpshúsið í hádeginu dag. eva@frettabladid.is Skorið niður á RÚV Niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu leiðir til þess að starfsmönnum verður fækkað um 60. Beinar uppsagnir eru 39. Draga þarf rekstrarkostnað saman um 500 millj- ónir. Fréttamenn segja uppsagnir leiða til minni fréttaþjónustu en áður. RÍKISÚTVARPIÐ Niðurskurður leiðir til fjöldauppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Fækkað um 60 starfsmenn. ■ 39 beinar uppsagnir. ■ 500 milljóna króna samdráttur í rekstrarkostnaði. ■ 100 milljóna króna lækkun kostunar- og auglýsingatekna. Uppsagnir á RÚV BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF VAR FYRSTI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM sem hlaut 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum árið 2012. Öllum Nissan Leaf sem BL selur fylgir 5 ára ábyrgð á rafhlöðu og tengdum háspennuhlutum. HANNAÐUR FYRIR ÍSLAND Nýja EURO LEAF gerðin af þessum vinsælasta rafbíl í heimi er hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Nissan EURO LEAF VERÐ 4.990 ÞÚS. KR. E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 3 5 7 • 5 ára ábyrgð á rafhlöðu • Upphitaða rafhlöðu fyrir örugga drægni á köldum dögum • Fullan aðgang að hraðhleðslustöðum Orkuveitu Reykjavíkur • Funheitan bíl á hverjum morgni með íslausum rúðum • Öll sæti upphituð auk hita í stýri • USB-tengi fyrir íslenska tónlist • 5,8" snertiskjá með bakkmyndavél • Fullkomnasta rafbílaverkstæði landsins og aðgang að sérþjálfuðum starfsmönnum fyrir NISSAN EURO LEAF rafbíla Við bjóðum viðskiptavinum okkar:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.