Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 8
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 VIÐSKIPTI Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson mun taka við stafræna gjaldmiðlinum bitcoin frá þeim sem ætla að kaupa ferð út í geiminn í gegnum fyrirtæki hans Virgin Galactic. Í samtali við fréttastofuna NBC sagði hann þetta „nýjan og spenn- andi gjaldmiðil“ en hann var kynntur til sögunnar árið 2008. Miðinn út í geim kostar 250 þús- und dali, eða um þrjátíu milljónir króna. Branson hefur tilkynnt að fyrsta farþegaflugið út í geim verði farið á næsta ári. Branson og börn hans Holly og Sam verða um borð í geimfarinu SpaceShipTwo sem þýtur af stað frá Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. NBC mun fylgjast með förinni í beinni útsendingu. „Virgin Galac- tic er himinlifandi með að NBC Universal fari með okkur í þessa fyrstu ferð út í geiminn,“ sagði Branson. „Í þessum fyrsta kafla geimferða viljum við gera geim- inn aðgengilegri og fá almenning úti um allan heim til að taka þátt í könnun alheimsins og til að vera hluti af nýjungum í vísindum.“ Sharon Scott, forseti og fram- kvæmdastjóri Peapock Produc- tions sem er hluti af NBC News, er spennt fyrir beinu útsending- unni. „Þátttaka Sir Richards og barnanna hans í fyrsta farþega- fluginu út í geiminn verður einn eftirminnilegasti atburður sjón- varpssögunnar.“ - fb Hægt að borga fyrir geimferðir Virgin með bitcoin: Styttist í fyrsta flugið RICHARD BRANSON Auðkýfingurinn segir bitcoin nýjan og spennandi gjaldmiðil. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Starfsmönnum Ríkis- útvarpsins fækkar um sextíu í kjölfar fjöldauppsagna á dag- skrárgerðarfólki og tæknimönnum stofnunarinnar í gær. Alls var 39 sagt upp, flestum á útvarpsdeild stofnunarinnar. Stærstur hluti uppsagnanna kemur til framkvæmda nú þegar. Í öðrum tilvikum voru gerðir starfs- lokasamningar eða tímabundnir samningar ekki endurnýjaðir. Þá var nokkrum verktakasamningum einnig sagt upp. Í tilkynningu frá útvarpsstjóra var farið yfir helstu ástæður upp- sagnanna. Þar kom fram að draga þurfi árlegan rekstrarkostn- að Ríkis útvarpsins saman um 500 milljónir króna. Einnig kom fram að fjárlagafrumvarp ríkis- stjórnarinnar fæli í sér tæplega 300 milljóna króna raunlækkun á tekjum Ríkisútvarpsins sam- anborið við síðasta ár. Skerðing- in sé 400 milljónir, sé miðað við það sem gert hafi verið ráð fyrir í gildandi fjárlögum. Þá lækki áætlaðar auglýsingatekjur um rúmlega 100 milljónir króna milli ára vegna samdráttar á markaði. Jafnframt muni útvarpsgjald, sem rennur óskert til Ríkisútvarpsins frá og með árinu 2016, lækka um 500 milljónir króna. Til viðbótar kemur til framkvæmda um næstu áramót lækkun á tekjum af kost- un og auglýsingum sem nemur 400 milljónum króna. Átta fréttamönnum var sagt upp á fréttastofu RÚV, þar af tveimur íþróttafréttamönnum. Um áhrif- in segir Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, að fréttaþjónusta muni minnka í kjölfarið. „Einhverjir fréttatímar verða aflagðir og einhverjir stytt- ir. Þess munu sjást merki í frétta- þjónustunni að fréttamönnum hefur fækkað. Íþróttaumfjöllunin er löskuð líka. Fólk mun taka eftir þessu í dagskránni, sérstaklega á Rás 1 og Rás 2.“ Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að segja upp starfs- fólki hjá RÚV og að niðurskurður- inn komi til vegna stöðu ríkissjóðs. Hann segist ekki eiga von á því að breytingar verði gerðar á fjárlaga- frumvarpinu í meðförum þingsins. Uppsögnunum var mótmælt harðlega og í gærkvöldi höfðu tæplega sjö þúsund manns skrif- að undir ákall til menntamála- ráðherra um að afturkalla upp- sagnirnar og niðurskurðinn. Þá voru auglýst mótmæli fyrir utan Útvarpshúsið í hádeginu dag. eva@frettabladid.is Skorið niður á RÚV Niðurskurður hjá Ríkisútvarpinu leiðir til þess að starfsmönnum verður fækkað um 60. Beinar uppsagnir eru 39. Draga þarf rekstrarkostnað saman um 500 millj- ónir. Fréttamenn segja uppsagnir leiða til minni fréttaþjónustu en áður. RÍKISÚTVARPIÐ Niðurskurður leiðir til fjöldauppsagna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Fækkað um 60 starfsmenn. ■ 39 beinar uppsagnir. ■ 500 milljóna króna samdráttur í rekstrarkostnaði. ■ 100 milljóna króna lækkun kostunar- og auglýsingatekna. Uppsagnir á RÚV BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF VAR FYRSTI RAFBÍLLINN Í HEIMINUM sem hlaut 5 stjörnur í Euro NCAP árekstrarprófunum árið 2012. Öllum Nissan Leaf sem BL selur fylgir 5 ára ábyrgð á rafhlöðu og tengdum háspennuhlutum. HANNAÐUR FYRIR ÍSLAND Nýja EURO LEAF gerðin af þessum vinsælasta rafbíl í heimi er hönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Nissan EURO LEAF VERÐ 4.990 ÞÚS. KR. E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 3 5 7 • 5 ára ábyrgð á rafhlöðu • Upphitaða rafhlöðu fyrir örugga drægni á köldum dögum • Fullan aðgang að hraðhleðslustöðum Orkuveitu Reykjavíkur • Funheitan bíl á hverjum morgni með íslausum rúðum • Öll sæti upphituð auk hita í stýri • USB-tengi fyrir íslenska tónlist • 5,8" snertiskjá með bakkmyndavél • Fullkomnasta rafbílaverkstæði landsins og aðgang að sérþjálfuðum starfsmönnum fyrir NISSAN EURO LEAF rafbíla Við bjóðum viðskiptavinum okkar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.