Fréttablaðið - 28.11.2013, Síða 18

Fréttablaðið - 28.11.2013, Síða 18
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18 „Innbrot sitja oft lengi í fólki og getur það til að mynda lýst sér í því að viðkomandi líði ekki vel heima hjá sér. Fólk er hrætt og veltir því fyrir sér hvort inn- brotsþjófurinn eða þjófarn- ir komi aftur en líkurnar á því eru í raun ekki meiri heldur en að brotist sé inn annars staðar. Fólk veltir því líka fyrir sér hvað þjófarnir hafi verið að gera inni á heimilinu og finnst það mengað og óhreint eftir innrásina. Marg- ir fara í það að þrífa húsið hátt og lágt og þvo allan fatnað auk þess sem þeir henda ýmsum munum til daglegra nota,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélag- inu VÍS. Þótt innbrotum og þjófnuð- um sem tilkynnt eru til VÍS hafi fækkað um helming frá árinu 2009 þegar tilkynningarnar voru 1.100 vekur það áhyggjur að þjófnuðum inni á heimilum sem ekki eru mannlaus hefur fjölgað, að sögn Sigrúnar. Hún getur þess að innbrots- þjófar sæti ekki hvað síst færis í úthverfum, sér í lagi á jarðhæð þar sem gluggar eru opnir. „Það er ekki bara myrkrið sem auð- veldar þjófum að brjótast inn, heldur geta gróður og skjólvegg- ir gert þeim sama gagn.“ Þjófar sæta sérstaklega færis á því að brjótast inn í bíla á aðventunni og hafa á brott með sér nýinnkeyptar jólagjafir. Sig- rún bendir á að mikilvægt sé að gleyma ekki að loka gluggum og dyrum á bílnum og leggja honum þar sem lýsing er góð. Að sögn Sigrúnar hefur lög- reglan upplýst um fimmtung innbrota sem framin hafa verið á árinu. „Þetta hlutfall sýnir glöggt hversu erfitt er að hafa uppi á þrjótunum og oft þýfinu líka. Í innbrotum er einkum sóst eftir verðmætum sem auðvelt er að koma í verð eins og tölvum, farsímum, sjónvörpum og skart- gripum. Af og til sér fólk stoln- ar eigur sínar falboðnar á sölu- síðum.“ Til þess að auka líkur á að end- urheimta verðmæta muni eins og reiðhjól og rafmagnstæki er gott að skrá niður raðnúmer þeirra, að því er Sigrún bendir á. „Jafn- framt hjálpar að eiga myndir af verðmætum, eins og málverkum og skartgripum. Mikilvægt er einnig að kynna sér hvort verð- mæti til dæmis úra og skartgripa er meira en fjölskyldutryggingin bætir. Ef svo er þarf að tryggja slíka gripi sérstaklega.“ Ef brotist er í ólæst, mannlaus íbúðarhús, ólæsta bíla eða fyrir- tæki getur skaðinn alfarið lent á tjónþola. ibs@frettabladid.is Innbrot á heimili valda fólki oft langvarandi vanlíðan Fólk er hrætt og finnst heimilið óhreint, segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Það veltir því fyrir sér hvort brotist verði inn aftur. Þjófar sæta sérstaklega færis á því að brjótast inn í bíla á aðventunni og stela gjöfum. ÞÝFI Þjófar sækjast einkum eftir verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börn hlaupa ekki jafnhratt og for- eldrar þeirra gerðu þegar þeir voru börn. Þetta eru niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar sem kynntar voru á ársfundi samtak- anna American Heart Association. Á vef BBC segir að vísindamenn hafi skoðað gögn sem náðu yfir 46 ára tímabil. Voru gögnin um rúm- lega 25 milljónir barna í 28 löndum. Rannsóknin leiddi í ljós að börn í dag eru að meðaltali 90 sekúnd- um lengur að hlaupa 1,6 km en börn sem hlupu sömu vegalengd fyrir 30 árum. Þetta á við bæði stúlkur og drengi á aldrinum níu til 17 ára. Telja vísindamenn að offita sé skýringin í 30% til 60% tilfellanna. Vandinn er einkum á Vesturlöndum en hans verður einnig vart í sumum Asíulöndum, eins og til dæmis Suð- ur-Kóreu, Kína og Hong Kong. Haft er eftir stjórnanda rann- sóknarinnar, dr. Grant Tomkin- son, að afleiðingarnar fyrir þau börn sem hlaupa hægar en for- eldrar þeirra gerðu fyrir 30 árum geti orðið alvarlegar þegar þau verða fullorðin. Hættan á að þau fái hjartasjúkdóma síðar á ævinni verði meiri. Sérfræðingar segja að börn og unglingar eigi að hreyfa sig í að minnsta kosti eina klukkustund á dag samtals þannig að verulega reyni á líkamann. Rannsókn á gögnum um 25 milljónir barna: Börn hlaupa sífellt hægar Af og til sér fólk stoln- ar eigur sínar falboðnar á sölusíðum. Sigrún A. Þorsteins- dóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélaginu VÍS. Á sunnudögum kl. 15 er alltaf eitt- hvað um að vera í aðalsafni Borg- arbókasafnsins, Tryggvagötu 15, fyrir börn og fjölskyldur. 1. desember er sögustund, Mektar- kötturinn Matthías og orðastelp- an. Kristín Arngrímsdóttir les úr nýrri bók sinni. 8. desember er Þrjú bíó. Sýnd verður skemmtileg jólamynd. 15. desember verður föndursmiðja í umsjá Kristínar Arngrímsdóttur myndlistarkonu. Laugardaginn 30. nóvember verð- ur létt jólaföndur fyrir alla fjöl- skylduna í Foldasafni. Sunnudaginn 1. desember frum- sýnir Stoppleikhópurinn leikverkið Sigga og skessan í jólaskapi kl. 14 í Ársafni. Sunnudaginn 8. desember kemur Bjöllukórinn kl. 14 í Ársafn og flyt- ur gestum jóladagskrá sína. Frá og með 1. desember og fram að jólum er hægt að fara inn á jóladagatal Borgarbókasafnsins og svara léttri spurningu. Þeir krakk- ar sem taka þátt fara í sameigin- legan pott og eftir jólin er dregið úr og fá nokkrir heppnir glaðning. Viðburðir fyrir fjölskyldur á bókasöfnum Neysla á hráum rauðrófum eða kald- pressuðum rauðrófusafa getur haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting og blóð- flæði, að því er Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur skrifar á bloggsíðu sinni. Hann segir niðurstöður allmargra rannsókna benda til þess að neysla á rauðrófusafa geti haft veruleg áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi. Enn sem komið er séu vísindamenn ekki alveg sammála um hversu mikið magn sé nauðsynlegt til að ná fram mælanlegum breytingum en margar rannsóknir hafi sýnt fram á að neysla á 500 ml af rauð- rófusafa á dag hafi veruleg og mælanleg áhrif. Þessi mælanlegu áhrif hafi komið fram hvort sem rannsóknirnar hafi verið gerðar á venjulegum einstaklingum eða íþróttamönnum í toppformi. Tekið er fram að nítratið í rauðrófun- um skemmist við hitun. Þess vegna komi ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi einungis í ljós þegar hrárra rauðrófa eða kaldpressaðs rauðrófusafa sé neytt. Lögð er áhersla á að þeir sem eru með háþrýsting og taki inn lyf prófi sig áfram með rauðrófusafann í samráði við lækni. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gefur ráð um hollan lífsstíl á vefsíðu sinni: Rauðrófur sagðar geta lækkað blóðþrýsting RAUÐRÓFUSAFI Ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi kemur einungis í ljós þegar hrárrar rauðrófu eða kaldpressaðs rauð- rófusafa er neytt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sunnudagar Á sunnudögum kl. 15 er alltaf ei hvað um að vera í aðalsafni, Tryggvagötu 15 fyrir börn og ölskyldur. þeirra www.borgarbokasafn.is eru barnadagar 1. desember Sögustund, Mektarkö urinn Ma hías og orðastelpan. Kris n Argrímsdó r les úr nýrri bók sinni. 8. desember Þrjú bíó Við horfum saman á skemm leg jóla- mynd. 15. desember Föndursmiðja í umsjá Kris nar Arngrímdó ur myndlistarkonu. Í FÓTBOLTA Börn þurfa að reyna á sig í að minnsta kosti eina klukkustund á dag samtals. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 Góð gæði Betra verð Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í ný Skíða- og snjóbrettapakkar 20% afsláttur • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.