Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.11.2013, Blaðsíða 18
28. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 18 „Innbrot sitja oft lengi í fólki og getur það til að mynda lýst sér í því að viðkomandi líði ekki vel heima hjá sér. Fólk er hrætt og veltir því fyrir sér hvort inn- brotsþjófurinn eða þjófarn- ir komi aftur en líkurnar á því eru í raun ekki meiri heldur en að brotist sé inn annars staðar. Fólk veltir því líka fyrir sér hvað þjófarnir hafi verið að gera inni á heimilinu og finnst það mengað og óhreint eftir innrásina. Marg- ir fara í það að þrífa húsið hátt og lágt og þvo allan fatnað auk þess sem þeir henda ýmsum munum til daglegra nota,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélag- inu VÍS. Þótt innbrotum og þjófnuð- um sem tilkynnt eru til VÍS hafi fækkað um helming frá árinu 2009 þegar tilkynningarnar voru 1.100 vekur það áhyggjur að þjófnuðum inni á heimilum sem ekki eru mannlaus hefur fjölgað, að sögn Sigrúnar. Hún getur þess að innbrots- þjófar sæti ekki hvað síst færis í úthverfum, sér í lagi á jarðhæð þar sem gluggar eru opnir. „Það er ekki bara myrkrið sem auð- veldar þjófum að brjótast inn, heldur geta gróður og skjólvegg- ir gert þeim sama gagn.“ Þjófar sæta sérstaklega færis á því að brjótast inn í bíla á aðventunni og hafa á brott með sér nýinnkeyptar jólagjafir. Sig- rún bendir á að mikilvægt sé að gleyma ekki að loka gluggum og dyrum á bílnum og leggja honum þar sem lýsing er góð. Að sögn Sigrúnar hefur lög- reglan upplýst um fimmtung innbrota sem framin hafa verið á árinu. „Þetta hlutfall sýnir glöggt hversu erfitt er að hafa uppi á þrjótunum og oft þýfinu líka. Í innbrotum er einkum sóst eftir verðmætum sem auðvelt er að koma í verð eins og tölvum, farsímum, sjónvörpum og skart- gripum. Af og til sér fólk stoln- ar eigur sínar falboðnar á sölu- síðum.“ Til þess að auka líkur á að end- urheimta verðmæta muni eins og reiðhjól og rafmagnstæki er gott að skrá niður raðnúmer þeirra, að því er Sigrún bendir á. „Jafn- framt hjálpar að eiga myndir af verðmætum, eins og málverkum og skartgripum. Mikilvægt er einnig að kynna sér hvort verð- mæti til dæmis úra og skartgripa er meira en fjölskyldutryggingin bætir. Ef svo er þarf að tryggja slíka gripi sérstaklega.“ Ef brotist er í ólæst, mannlaus íbúðarhús, ólæsta bíla eða fyrir- tæki getur skaðinn alfarið lent á tjónþola. ibs@frettabladid.is Innbrot á heimili valda fólki oft langvarandi vanlíðan Fólk er hrætt og finnst heimilið óhreint, segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Það veltir því fyrir sér hvort brotist verði inn aftur. Þjófar sæta sérstaklega færis á því að brjótast inn í bíla á aðventunni og stela gjöfum. ÞÝFI Þjófar sækjast einkum eftir verðmætum sem auðvelt er að koma í verð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Börn hlaupa ekki jafnhratt og for- eldrar þeirra gerðu þegar þeir voru börn. Þetta eru niðurstöður nýrrar umfangsmikillar rannsóknar sem kynntar voru á ársfundi samtak- anna American Heart Association. Á vef BBC segir að vísindamenn hafi skoðað gögn sem náðu yfir 46 ára tímabil. Voru gögnin um rúm- lega 25 milljónir barna í 28 löndum. Rannsóknin leiddi í ljós að börn í dag eru að meðaltali 90 sekúnd- um lengur að hlaupa 1,6 km en börn sem hlupu sömu vegalengd fyrir 30 árum. Þetta á við bæði stúlkur og drengi á aldrinum níu til 17 ára. Telja vísindamenn að offita sé skýringin í 30% til 60% tilfellanna. Vandinn er einkum á Vesturlöndum en hans verður einnig vart í sumum Asíulöndum, eins og til dæmis Suð- ur-Kóreu, Kína og Hong Kong. Haft er eftir stjórnanda rann- sóknarinnar, dr. Grant Tomkin- son, að afleiðingarnar fyrir þau börn sem hlaupa hægar en for- eldrar þeirra gerðu fyrir 30 árum geti orðið alvarlegar þegar þau verða fullorðin. Hættan á að þau fái hjartasjúkdóma síðar á ævinni verði meiri. Sérfræðingar segja að börn og unglingar eigi að hreyfa sig í að minnsta kosti eina klukkustund á dag samtals þannig að verulega reyni á líkamann. Rannsókn á gögnum um 25 milljónir barna: Börn hlaupa sífellt hægar Af og til sér fólk stoln- ar eigur sínar falboðnar á sölusíðum. Sigrún A. Þorsteins- dóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá tryggingafélaginu VÍS. Á sunnudögum kl. 15 er alltaf eitt- hvað um að vera í aðalsafni Borg- arbókasafnsins, Tryggvagötu 15, fyrir börn og fjölskyldur. 1. desember er sögustund, Mektar- kötturinn Matthías og orðastelp- an. Kristín Arngrímsdóttir les úr nýrri bók sinni. 8. desember er Þrjú bíó. Sýnd verður skemmtileg jólamynd. 15. desember verður föndursmiðja í umsjá Kristínar Arngrímsdóttur myndlistarkonu. Laugardaginn 30. nóvember verð- ur létt jólaföndur fyrir alla fjöl- skylduna í Foldasafni. Sunnudaginn 1. desember frum- sýnir Stoppleikhópurinn leikverkið Sigga og skessan í jólaskapi kl. 14 í Ársafni. Sunnudaginn 8. desember kemur Bjöllukórinn kl. 14 í Ársafn og flyt- ur gestum jóladagskrá sína. Frá og með 1. desember og fram að jólum er hægt að fara inn á jóladagatal Borgarbókasafnsins og svara léttri spurningu. Þeir krakk- ar sem taka þátt fara í sameigin- legan pott og eftir jólin er dregið úr og fá nokkrir heppnir glaðning. Viðburðir fyrir fjölskyldur á bókasöfnum Neysla á hráum rauðrófum eða kald- pressuðum rauðrófusafa getur haft jákvæð áhrif á blóðþrýsting og blóð- flæði, að því er Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur skrifar á bloggsíðu sinni. Hann segir niðurstöður allmargra rannsókna benda til þess að neysla á rauðrófusafa geti haft veruleg áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi. Enn sem komið er séu vísindamenn ekki alveg sammála um hversu mikið magn sé nauðsynlegt til að ná fram mælanlegum breytingum en margar rannsóknir hafi sýnt fram á að neysla á 500 ml af rauð- rófusafa á dag hafi veruleg og mælanleg áhrif. Þessi mælanlegu áhrif hafi komið fram hvort sem rannsóknirnar hafi verið gerðar á venjulegum einstaklingum eða íþróttamönnum í toppformi. Tekið er fram að nítratið í rauðrófun- um skemmist við hitun. Þess vegna komi ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi einungis í ljós þegar hrárra rauðrófa eða kaldpressaðs rauðrófusafa sé neytt. Lögð er áhersla á að þeir sem eru með háþrýsting og taki inn lyf prófi sig áfram með rauðrófusafann í samráði við lækni. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gefur ráð um hollan lífsstíl á vefsíðu sinni: Rauðrófur sagðar geta lækkað blóðþrýsting RAUÐRÓFUSAFI Ávinningur fyrir hjarta- og æðakerfi kemur einungis í ljós þegar hrárrar rauðrófu eða kaldpressaðs rauð- rófusafa er neytt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sunnudagar Á sunnudögum kl. 15 er alltaf ei hvað um að vera í aðalsafni, Tryggvagötu 15 fyrir börn og ölskyldur. þeirra www.borgarbokasafn.is eru barnadagar 1. desember Sögustund, Mektarkö urinn Ma hías og orðastelpan. Kris n Argrímsdó r les úr nýrri bók sinni. 8. desember Þrjú bíó Við horfum saman á skemm leg jóla- mynd. 15. desember Föndursmiðja í umsjá Kris nar Arngrímdó ur myndlistarkonu. Í FÓTBOLTA Börn þurfa að reyna á sig í að minnsta kosti eina klukkustund á dag samtals. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727 Góð gæði Betra verð Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í ný Skíða- og snjóbrettapakkar 20% afsláttur • Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.