Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 49
VEFSÍÐUGERÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2014 Kynningarblað Hugsmiðjan, Opex og Allra Átta Vel hannaðir vefir eru grundvall-aratriði í kynningu fyrirtækja og stofnana í dag, góður vefur skapar traust og trúverðugleika,“ útskýrir Magn- ús Bjarnason, hönnunarstjóri Hugsmiðj- unnar. Hann segir fyrirtæki vera að vakna til vitundar um mikilvægi vefhönnunar. „Það sem skrifað er á vefinn og hvern- ig það er framsett skiptir máli. Vefurinn snýst um notagildi og þjónustulund. Vef- síður geta verið jafn ólíkar og tilgangur fyr- irtækjanna sjálfra. Kynningar- eða söluvef- ur, innri- eða þjónustuvefur, allir eiga það sameiginlegt að þurfa að nýtast notandan- um og helst að einfalda fólki lífið. Vefhönn- un í dag snýst því um miklu meira en það að gera hlutina fallega. Notagildið skipt- ir máli. Lausnin verður að virka og hjálpa okkar viðskiptavinum að bæta þjónustu sína,“ útskýrir Magnús. Gott samstarf við viðskiptavini „Mikilvægast er að finna hvar þörfin ligg- ur, hvaða vandamál þarf að leysa og vinna lausnina í samvinnu við viðskiptavininn. Best er ef allur undirbúningur er góður og að fyrirtækið hafi metnað í að gera hlutina vel. Það skilar ekki miklum árangri að biðja okkur um að „henda upp vef“ byggðum á takmörkuðum upplýsingum. Innihaldið skiptir svo miklu máli,“ útskýrir Magnús. „Tilgangur vefsins getur verið umfjöll- un, sala eða vinnusparnaður. Vefurinn er alltaf opinn, getur tekið við og miðlað gögnum og geta fyrirtæki oft á tíðum gert meira til að fá meira út úr vefnum sínum. Það borgar sig,“ segir Magnús. „Við höfum lagt meiri áherslu á grunnvinnuna síð- asta árið með því að bjóða til dæmis upp á þarfagreiningu og vefstefnumótun og finnum hvernig það er að skila sér. Þegar greiningarvinnu er lokið eru allir komnir með sama vegvísinn í hendurnar og verður ákvarðanataka líklegri til að færa hönnun í átt að því sem fyrirtækið og notandi vefs- ins þurfa á að halda. Góð vísbending um gildi undirbúningsvinnunnar eru þrettán tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna í ár fyrir vefi unna af Hugsmiðjunni “ Allt snjallt „Miklar breytingar hafa orðið síðasta árið og öld snjallvefja er gengin í garð. Sjálfsagt þykir að geta skoðað vefi óháð tæki,“ segir Magnús en það kallar á breytta nálgun í hönnunarferlinu. „Í dag er ekki farið út í að hanna lausn- ir nema þær virki í símanum, í spjaldtölvu, sjónvarpi og tölvu. Þetta er spurning um þjónustu og aðgengi. Notandinn á rétt á sömu upplýsingum hvort sem hann er að nota símann sinn eða annað tæki til að skoða vefinn. Snjallvefir kalla á einföldun í efni vefsins, en einnig þarf að gera ráðstaf- anir vegna mismunandi skjástærða í hönn- unarferlinu.“ Öruggur grunnur „Við hjá Hugsmiðjunni notum mestmegn- is okkar eigið vefumsýslukerfi fyrir okkar lausnir. Kerfið heitir Eplica og var þróað af okkur. Með því höldum við utan um alla þræði og eru öll öryggismál og þróun í okkar höndum. Þar af leiðandi getum við tryggt öryggi veflausnarinnar sem getur verið erfitt ef notað er kerfi frá þriðja aðila.“ Hugsmiðjan var stofnuð árið 2001 og státar af elstu kennitölu í vefgeiranum. Magnús segir starfsemina byggða á góðum grunni. „Við byggjum á þeirri þekkingu sem safnast hefur á þessum tíma. Reynslan gefur okkur grunninn til að taka vefina okkar skrefinu lengra,“ segir Magnús. Vefir eiga að virka Magnús Bjarnason, hönnunarstjóri hjá Hugsmiðjunni, segir fyrirtæki vera að vakna til vitundar um mikilvægi vefhönnunar en hún snýst um meira en gott útlit. Hugsmiðjan leggur áherslu á gott samstarf við viðskiptavini því það er besta leiðin til að gera góða vefi. Magnús Bjarnason, hönnunarstjóri Hugsmiðjunnar við Snorrabraut, segir fyrirtæki að vakna til vitundar um mikilvægi vefhönnunar. MYND/DANÍEL Miklar breytingar hafa orðið síðasta árið og öld snjallvefja er gengin í garð. Sjálfsagt þykir að geta skoðað vefi óháð tæki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.