Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 64
Lífi ð
FRÉTTABLAÐIÐ Spjörunum úr og helgarmaturinn.
HELGAR MATURINN ROGER‘S SALAT
...SPJÖ
RU
N
U
M
Ú
R
Hvern faðmaðirðu síð-
ast? Faðmlög eru fyrir
aumingja. Nei, grín, faðm-
aði örugglega son minn
eða konuna.
En kysstir? Síðasti koss-
inn lenti á gömlu.
Hver kom þér síðast á
óvart og hvernig? Ég
kom sjálfum mér á óvart um
daginn og fann ástríðu fyrir
því að elda.
Hvaða galla í eigin fari
ertu búinn að umbera
allt of lengi? Er 100%
sporðdreki með öllum hans
kostum og göllum.
Ertu hörundsár? Já,
mjög. Eiginlega allt of.
Dansarðu þegar enginn
sér til? Já, og líka þegar
fólk sér til, því miður.
Hvenær gerðirðu þig
síðast að fífli og hvern-
ig? Ég hef að vissu leyti at-
vinnu af því að gera mig að
fífli og dett því miður í þann
gír næstum daglega.
Hringirðu stundum í
vælubílinn? Ég keypti
hann um daginn og keyri
á honum nánast daglega.
Viltu far?
Tekurðu strætó? Nei,
ekki í dag, en notaði gula
stuðhólkinn mikið þegar ég
var yngri.
Hvað eyðirðu miklum
tíma á Facebook á
dag? Svona 1-2 tímum, er
í Facebook-afvötnun.
Ferðu hjá þér þegar þú
hittir fræga eða heils-
arðu þeim? Ég fer oftast
hjá mér, sérstaklega þegar
ég hitti mína uppáhalds og
þá sem ég ber mikla virð-
ingu fyrir.
Lumarðu á einhverju
sem fáir vinir þínir vita
um þig? Ég tek solid 40
kíló í bekk.
Hvað ætlarðu alls ekki
að gera um helgina?
Slappa af. Helgin verður
hlaðin af andlegum og
líkam legum bætiefnum.
Ólafur Þór
Jóelsson
ALDUR: -
STARF: Rekstrarstjóri hjá Senu
og vinn einnig við dagskrár-
gerð í sjónvarpi og útvarpi.
Save the Children á Íslandi
Kol Restaurant verður opnaður á
Skólavörðustíg 40 innan skamms
en hönnun staðarins er í höndum
Leifs Welding. Kári Þorsteinsson
og Einar Hjaltason eru yfi rkokk-
ar á Kol en samanlagt hafa þeir
rúmlega 20 ára reynslu í eldhús-
um víða um Evrópu. Á matseðl-
inum verður eithvað sem þeir
kalla einfaldan heiðarlegan „feel
good“ mat og hér eru þeir með
uppskrift að salati sem hentar
við ýmis tilefni, bæði eitt sér eða
með steikinni.
Kári Þor-
steinsson
og Einar
Hjaltason
Fyrir tvo
1 stk. romain-salat
2 egg
4 msk. capers
6 msk. croutons (brauðteningar)
6 beikonsneiðar
10 msk. sýrður rjómi
4 msk. gróft sinnep
Aðferð
Rífið salatið í munnbitastærð, skolið
í köldu vatni og þerrið. Sjóðið eggin
í um tvær mínútur. Skerið brauð-
sneiðar í 2 cm teninga og steikið
stökka í smá smjöri og kryddið með
salti. Stökksteikið beikon í ofni.
Sýrðum rjóma og sinnepi bland-
að saman. Vætið svo salatið
með dressingunni bætið svo
restinni í og borðið innan 10
mínútna.
HEFJAST 7. FEBRÚAR
Fylgstu með á Stöð 2 Sport
og einnig í beinni á visir.is