Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 33
Höfundur flytur erindi um efnivið bókarinnar í útgáfuhófi
fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16:00, á Reykjavíkurskrifstofum
Bifrastar, Hverfisgötu 4-6 (5. hæð). Allir eru velkomnir.
Bókin er m.a. fáanleg í Bóksölu stúdenta og á Amazon.
Í nýrri bók frá hinni virtu alþjóðlegu útgáfu, Palgrave Macmillan,
fjallar dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við
Háskólann á Bifröst, um aðdraganda efnahagshrunsins árið 2008
og atburðarásina frá þeim tíma. Dr. Eiríkur rekur hvernig Ísland reis
í alþjóðlegum viðskiptaheimi og hvernig hrunið hafði áhrif langt
út fyrir landsteinana. Kafað er ofan í grundvöll íslenskra stjórnmála
og efnahagslífs en í bakgrunni eru stórar spurningar um hagkerfi
þjóðríkja í alþjóðavæddum heimi.
„... meistaraleg tök á efnivið sem nær frá fjármálabólum til póst-
módernískrar sjálfsmyndar ... Sannarlega frumlegt framlag til stjórn-
málahagfræðilegs skilnings á fjármálakrísunni.“
Dr. Magnus Ryner, prófessor í stjórnmálahagfræði
við Lundúnaháskóla, Kings College.
„... skyldulesning fyrir hvern þann sem reynir að skilja nýliðna
atburði á Íslandi en hefur einnig mun víðari skírskotun, grundvallar-
rannsókn á alþjóðlegu fjármálakrísunni og því hvernig lýðræðisríki
geta brugðist við henni.“
Dr. Fredrik Sejersted, prófessor í Evrópurétti við Oslóarháskóla.
„... nauðsynleg lesning til skilnings á efnahagskrísunni sem enn
hefur áhrif á mest allt Atlantshafssvæðið.“
Dr. Federiga Bindi, prófessor í stjórnmálafræði við Rómarháskóla.
Ísland og fjármálakreppan
Ris, hrun og endurreisn