Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.02.2014, Qupperneq 38
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 3.000 virkir notendur eru á vef- síðunni Makaleit sem var opnuð í mars í fyrra. „Uppáhalds Gíslinn minn er Gísli Einarsson, oft kenndur við Nexus, sem hefur flust í Nóatún. Hann er mikill kaffiandstæðingur, en ég vil að hann komi upp kaffihorni í Nexus.“ Marteinn Þórsson kvikmyndagerðarmaður. BESTI GÍSLINN „Hugsunin á bak við vefinn er að hjálpa fólki að komast út úr einver- unni og hann er fyrir fólk á öllum aldri frá átján ára,“ segir Björn Ingi Halldórsson, hönnuður vináttusíð- unnar vinur.is. Vefsíðan var opnuð 25. janúar en á vefnum geta einstak- lingar fundið vini á svipuðum aldri og með svipuð áhugamál. „Viðbrögðin hafa verið vonum framar. Á þessum fáu dögum hafa 150 notendur skráð sig,“ segir Björn en hann er líka hönnuður stefnumó- tasíðunnar Makaleit. „Ég er búinn að vera með maka- leit.is í bráðum ár. Ég hef feng- ið nokkra tölvupósta frá fólki sem hefur viljað skrá sig á Makaleit en ekki gert það því það var að leita meira að vini en ástarsambandi. Þannig vaknaði hugmyndin að vinur.is því það er fullt af einmana fólki sem situr eitt heima hjá sér og liggja þar alls konar ástæður að baki,“ segir Björn. Á vinur.is geta notendur skil- greint hvernig vini þeir leita að og aðeins séð þann hóp. Þá geta notend- ur einnig sett inn smáauglýsingar ef þeir leita sér að félaga á sérstakan viðburð, í íþróttaiðkun eða í ferða- lag svo dæmi séu nefnd. Það kostar ekkert að skrá sig á vefinn en eins og með makaleit.is fara allir notend- ur í gegnum samþykktarferli til að sporna gegn því að vefurinn sé mis- notaður. Björn nýtur sín í starfinu, bæði sem sambands- og vináttu- miðlari. „Ég hef fengið ófáa tölvupósta frá notendum Makaleitar sem hafa fundið ástina. Það er hvatning fyrir mig að halda áfram á þessari braut og tengja þá sem eru vinalausir.“ - lkg Tengir einmana Íslendinga Björn Ingi hefur opnað vefi nn Vinur þar sem landsmenn geta fundið sér vin. „Við bjuggum til vélmennið okkar, hann Krúttmund, úr legókubbum og við forritum hreyfingar hans í tölvu, í gegnum Mindstorms- hugbúnaðinn sem Lego hannaði,“ segir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Ásamt Ingibjörgu Ósk stofnuðu þær Helga Guðmundsdóttir, Áslaug Eiríksdóttir, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir kvenfélagið /sys/tur innan tölvufræðideildar Háskól- ans í Reykjavík en fleiri stúlkur eru í félaginu. Þær ætla að vera með sýningarbás á UTmessunni sem fram fer næsta laugardag í Hörpu og kynna þar sínar hug- myndir og verkefni. Fólki býðst kostur á að stýra vélmenninu Krúttmundi og getur hann framkvæmt ýmislegt, hann er til að mynda lipur dansari. „Við erum með ýmislegt annað fyrir utan Krúttmund. Við ætlum að sýna magnaða hluti sem fram- kvæmdir eru með Raspberry Pi- smátölvum,“ útskýrir Ingibjörg Ósk. Um er að ræða smátölvu sem getur látið nánast allt gerast. „Tölvan var upphaflega búin til til þess að kenna börnum forritun í Bretlandi.“ Einnig ætla þær að leyfa gestum og gangandi að prófa Raspberry Pi- tölvuna sem notast við stýrikerfið Raspbian og þar er að finna leiki á borð við Snake, Tetris og fleiri leiki. „Við höfum einnig gert Raspberry Pi-tölvuna að Nintendo-tölvuhermi, þar verður hægt að spila marga af vinsælustu NES- og SNES-leikjun- um.“ Vélin verður tengd tölvuskjá, ásamt því að leikjafjarstýringar verða á staðnum og geta því gestir fengið að spila leiki og um leið rifjað upp æskuminningar sínar. - glp Krúttmundur sigrar hjörtu landsmanna Kynna Krúttmund á UTmessunni sem fram fer næstu helgi. DÁSTA AF KRÚTTINU Meðlimir kvenfélagsins /sys/tur f.v. Margrét Sesselja Kristjánsdóttir, Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, Áslaug Eiríksdóttir, Elísabet Guðrúnar- og Jónsdóttir, Helga Guðmundsdóttir og Guðrún Inga Baldursdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við höfum einnig gert Raspberry Pi-tölvuna að Nintendo-tölvuhermi, þar verður hægt að spila marga af vinsælustu NES- og SNES-leikjunum. Ingibjörg Ósk Jónsdóttir FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GEFANDI STARF Björn parar saman fólk á öllum aldri. Draumaferð á hverjum degi Ef þú vilt sparneytinn og rúmgóðan fjölskyldubíl sem kemur skemmtilega á óvart er óþarfi að leita lengra. Nýr Mercedes-Benz B-Class eyðir frá 4,1 l/100 km í blönduðum akstri og mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mínútur. Gerðu allar ferðir að draumaferðum á Mercedes-Benz B-Class. Hjá Öskju á Krókhálsi 11 bíður þín glæsilegur B-Class til sýnis og reynsluaksturs. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Mercedes-Benz B-Class 160 CDI, dísil, beinskiptur 6 gíra. Verð frá 4.790.000 kr. Sjá myndband af Krúttmundi dansa á Vísi. visir.is Íslenskri kvikmyndagerð var gert hátt undir höfði á kvikmyndahátíð- inni í Gautaborg. Hross í oss, eftir Benedikt Er- lingsson, var í aðalkeppni hátíðar- innar ásamt myndinni Málmhaus eftir Ragnar Bragason. Meðal Íslendinga á hátíðinni var Þor- björg Helga Dýrfjörð, aðalleikkon- an í Málmhaus, en frammistaða hennar á hvíta tjaldinu vakti sér- staka athygli á hátíðinni. „Ég var í Gautaborg til að fylgja eftir myndinni. Bæði Málmhaus og Hross í oss voru í aðalkeppninni þannig að hér eru staddir aðstand- endur beggja mynda sem og aðrir Íslendingar sem komu að hátíðinni á einn eða annan hátt,“ segir Þor- björg. Hún segir Gautaborgarhátíðina hafa verið mjög skemmtilega en Ísland var í brennidepli á hátíð- inni í ár. „Hjaltalín hélt tónleika á miðvikudagskvöldið sem voru rosalega vel heppnaðir. Við Benni [innskot blaðamanns: Benedikt Erlingsson] fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúð- ar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dall- as,“ segir Þorbjörg, létt í bragði. „Baltasar kom til að taka á móti heiðursverðlaunum og hélt svo- kallaðan „masterclass“ sem var mjög áhugaverður,“ bætir Þor- björg við og segir Ara Eldjárn einnig hafa slegið í gegn sem kynnir á verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu. Málmhaus og Hross í oss voru sýndar þrisvar á hátíðinni, sem og aðrar íslenskar bíómyndir, bæði gamlar og nýjar. „Undirtektirn- ar voru mjög góðar og margir eru gáttaðir á því hvernig Íslend- ingar ná að framleiða svona mikið af góðum bíómyndum,“ segir Þor- björg. Málmhaus er nú komin með dreifingaraðila í Svíþjóð. „Það er auðvitað mjög gott út af fyrir sig. Það var einmitt mikið rætt á hátíð- inni hversu sorglega lítið væri um dreifingu mynda frá Norðurlönd- um innan Norðurlandanna. Svíar eru mikil metal-þjóð og kunna að meta gott sósíaldrama þann- ig að ég er full tilhlökkunar að frumsýna myndina hérna úti í lok febrúar.“ Þorbjörg er tilnefnd til Edd- unnar fyrir hlutverk sitt í Málm- haus. „Það er mikill heiður að vera tilnefndur til Eddunnar og sérstaklega ánægjulegt af því að mér þykir svo vænt um þetta hlut- verk. Það verður gaman að hitta Málmhaus-hópinn aftur og gleðj- ast saman á þessari uppskeruhá- tíð sjónvarps og kvikmyndagerð- arfólks,“ segir Þorbjörg að lokum. olof@frettabladid.is Íslendingar áttu Gautaborgarhátíðina Þorbjörg Helga Dýrfj örð, Baltasar Kormákur, Benedikt Erlingsson og Ari Eldjárn stálu senunni á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem lauk nýlega. Í GAUTABORG Þorbjörg Helga er stödd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg til að fylgja eftir kvikmyndinni Málmhaus. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég og Benni fengum svo að stíga okkar fyrstu skref sem plötusnúðar og það var ekki leiðinlegt að sjá Svíana dilla sér við Pamelu í Dallas.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.