Fréttablaðið - 20.03.2014, Page 25
FIMMTUDAGUR 20. mars 2014 | SKOÐUN | 25
Í leiðara Fréttablaðsins
11. mars sl. „Hreinleikinn
reynist goðsögn“ er fjallað
um niðurstöðu úttektar
Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) á opinberu eftirliti
með alifuglasláturhúsum
og -afurðastöðvum. Það
sem fram kemur í leiðaran-
um er rétt varðandi úttekt-
ina en því miður dregur
leiðarahöfundur ranga
ályktun í lok leiðarans
þegar hann skrifar „Skýrsla ESA
er hins vegar enn ein staðfesting
þess að hreinleiki íslenzka ofur-
kjúklingsins er bara goðsögn“. Hér
að neðan eru færð rök fyrir því að
þessi fullyrðing er röng.
Ísland hefur tekið upp matvæla-
löggjöf ESB og því gilda sömu regl-
ur hér og í ESB um sláturhús og
afurðastöðvar. ESA kemur fimm
til sex sinnum á ári til Íslands
og kannar hvort opinberir aðilar
framfylgi matvælareglum ESB.
Úttektirnar koma misvel út og ætíð
er brugðist við athugasemdum ESA
og hefur Matvælastofnun þegar
lagt fram aðgerðaráætlun þar um.
Almenn regla við innleiðingar
ESB-reglugerða er að landið getur
nýtt sér að setja eða viðhalda
strangari reglum en ESB-reglurn-
ar kveða á um og það gerði Ísland
þegar matvælalöggjöfin var inn-
leidd að fullu 1. nóvember 2011.
Varðandi framleiðslu alifugla-
afurða gilda hér á landi strangari
reglur um salmonellu og kampýló-
bakter og stuðla þær að örugg-
ari alifuglaafurðum á markaði en
tíðkast hjá ESB.
Þessar séríslensku reglur færa
vöktun og varnir vegna súnu-
sjúkdóma (sjúkdómar sem berast
milli dýra og manna) framar í
framleiðslukeðjuna, þ.e. betur er
fylgst með uppeldi kjúklinganna
á búunum og harðari viðbrögð eru
við uppkomu smits en reglur ESB
gera ráð fyrir.
Af þessari ástæðu var minni
áhersla lögð á heilbrigðisskoðun
kjúklinga hér á landi síðar í fram-
leiðslukeðjunni (alifuglaslátur-
húsum og –afurðastöðvum),
því tekið hefur verið á málum
varðandi matvælaöryggi framar
í keðjunni. Þetta skýrir
flestar athugasemdir sem
ESA gerði í sinni úttekt,
en afsakar þær ekki. Hér
fyrir neðan er gerð grein
fyrir hvers vegna það er
staðreynd, að íslenskur
kjúklingur er öruggari
matvara en ESB fram-
leiddur kúklingur, en ekki
bara goðsögn.
Kampýlóbakter
Hjá ESB gilda engar reglur um
kampýlóbakter í kjúklingum sem
þó er algengasta orsök iðrasýk-
inga í fólki í Evrópu, en vitað er
að smitaðir kjúklingar eru helsta
orsök sýkinga. Á Íslandi eru mjög
strangar reglur um kampýlóbakter
og sýkingar í fólki hér á landi eru
fátíðar. Kampýlóbakter í íslenskum
kjúklingum hefur verið vel undir
5% undanfarin ár en er yfirleitt
30–50% og allt upp í 80% í kjúk-
lingum á markaði í Evrópu. Áður
en íslensku reglurnar voru sett-
ar var íslenskur kjúklingur álíka
smitaður og ESB-kjúklingur og
mikill fjöldi fólks sýktist, minni í
því sambandi á faraldurinn 1999.
Íslensku reglurnar eru einfald-
ar, allir eldishópar kjúklinga eru
rannsakaðir fyrir slátrun, ef hópur
reynist smitaður af kampýlóbakter
þá verður að frysta allar afurðir
þess hóps því frysting fækkar bakt-
eríunni um 90%. Íslendingar vilja
hins vegar kaupa ófrysta kjúklinga,
því gera alifuglabændur allt sem
þeir geta til að framleiða kampýló-
bakterfría kjúklinga. Það er erfitt
verk. Alifuglabændum hefur tek-
ist svo vel upp að Ísland er fyrir-
mynd annarra Evrópuþjóða. Leit-
að er í íslenska smiðju um hvernig
í ósköpunum við höfum farið að
þessu, okkur er boðið til annarra
landa til að kynna íslensku „frysti-
regluna“ sem skilað hefur svo mikl-
um árangri í að fækka sýkingum í
fólki.
Salmonella
Hjá ESB gilda viðamiklar reglur
um salmonellu, í Skandinavíu gilda
enn strangari reglur og hér á landi
eru reglurnar strangastar hvað
varðar kjúklinga. Ísland fylgir sömu
sýnatökuáætlunum og ESB-reglur
segja til um, en mismunurinn liggur
í viðbrögðum við niður stöðum rann-
sóknanna. Yfir tvö þúsund tegund-
ir eru þekktar af salmonellu, sumar
hættulegri en aðrar. ESB-reglurn-
ar fyrirskipa viðbrögð við aðeins
tveimur tegundum í kjúklingum
(S. typimurium og S. enteritidis),
en þær eru taldar valda um 70%
salmonellusýkinga í fólki. Finnist
þessar tegundir í ESB-sláturhúsi
eða afurðastöð þá ber að leita skýr-
inga, þrífa og sótthreinsa, en finnist
þær í kjúklingum á markaði ber að
innkalla (nýlega tekið gildi).
Hér á landi er hins vegar brugð-
ist við öllum tegundum salmonellu
(ekki bara tveimur) og brugðist hart
við á öllum stigum framleiðslunnar.
Finnist salmonella í eldishópi hér á
landi er óheimilt að senda hann til
slátrunar og öllum fuglum í hópnum
er fargað og allt urðað. Finnist
salmonella í sýnum teknum í slátur-
húsi hérlendis eru afurðir hópsins
innkallaðar og það sama gildir ef
salmonella finnst á markaði.
Svipaðar reglur eru í skandi-
navísku löndunum en ekkert þeirra
bannar þó slátrun salmonellu-
smitaðra hópa eins og tíðkast hér.
Það er rétt að aukning hefur orðið
á salmonellu í alifuglum undan farin
ár, en íslensku reglurnar koma að
mestu í veg fyrir að hóparnir kom-
ist alla leið á markað, en aldrei er
hægt að koma algerlega í veg fyrir
það.
Með vísan til þess sem að ofan
greinir er hreinleiki íslenska
kjúklingsins engin goðsögn, það er
einfaldlega staðreynd sem Íslend-
ingar ættu að standa vörð um. Að
framleiða örugg matvæli sparar
þjóðarbúinu kostnað sem til fellur
vegna sýkinga í fólki, að ónefndum
þjáningum sem fólk verður
fyrir. Fyrir áhugasama er nánari
upplýsingar að finna í ársskýrslum
Matvælastofnunar og ársskýrslum
EFSA um súnur (Matvælaöryggis-
stofnun Evrópu).
Hreinleikinn er staðreynd –
ekki goðsögn
Orðið fötlun segir okkur að
sá sem hefur hana hefur
ekki sömu getu og sá sem
hefur hana ekki. Þó er ekki
þar með sagt að þeir sem
hafa fötlun sem sinn lífs-
förunaut séu allir með
sömu getu eða vangetu.
Þ.a.l. megum við ekki fest-
ast í þeirri hugsun hver
sé þeirra réttur, heldur
vinna út frá því hver þörf
viðkomandi sé. Gott dæmi
um þetta er NPA, notenda-
stýrð persónuleg aðstoð. Sú þjón-
usta hentar sumum en þó alls ekki
öllum.
Sumir fatlaðir geta t.d. verið
einir og að stórum hluta bjargað
sér sjálfir. Svo eru líka hinir sem
hafa alls enga getu til þess. Þann
hóp þurfum við að líta betur á og
hlúa betur að.
Þegar einstaklingur getur ekki
verið einn þýðir það að hann þarf
að þiggja aðstoð frá öðrum aðila,
ekki bara stundum heldur alltaf.
Hann hættir ekki að vera fatl-
aður þegar t.d:
■ skammtímavistanir loka á dag-
inn
■ frí er í skólum
■ hann verður fullorðinn í augum
kerfisins
■ ófyrirséðir atburðir gerast eins
og t.d. verkföll hjá hans umönnun-
araðilum
■ málefni hans flytjast milli ríkis
og sveitarfélaga
Við sem erum svo lánsöm að fá
leyfi til að fara í gegnum þetta líf
án þess að vera svona gífurlega
háð öðrum eigum að sinna þessum
þörfum þeirra.
En ábyrgðin liggur fyrst og
fremst hjá þeim aðilum sem hafa
sína skrifstofu og funda um þessi
málefni á fullum launum. Ekki hjá
foreldrum þessara einstaklinga
né umönnunaraðilum. Þessir aðil-
ar eiga að fá leyfi til að sinna sínu
hlutverki eftir bestu getu, þ.e. að
létta þeim fatlaða lífið. Það er ill-
framkvæmanlegt ef öll orkan fer
alltaf í baráttu við kerfið.
Að loka í sífellu augunum fyrir
þessum vanda og lifa í þeirri trú
að fötlunin hverfi má líkja við:
■ að glæpir hverfi verði fangels-
um lokað
■ að slys og sjúkdómar hverfi fari
læknar í verkfall
■ að börnin okkar standist PISA-
könnun láti kennarar sig hverfa.
Fötlunin er og mun vera til stað-
ar.
Nú spyr ég formann velferðar-
ráðs Reykjavíkur, Björk Vilhjálms-
dóttur, hvað ætlið þið að gera til að
leysa þennan vanda? Nú er verk-
fall og mörg fötluð ungmenni hafa
enga þjónustu, a.m.k. hluta úr
degi. Þau geta heldur ekki nýtt sér
skammtímavistunina sína til fulls.
Að vera fatlaður
í verkfalli
Hvert og eitt okkar sem
fylgist með stjórnmálum
spyr sig fyrr eða síðar
hvort lýðveldið virki eins
og vera ber. Hvort þing-
bundna stjórnin sé jafnan
skilvirk, heiðarleg, sann-
gjörn og hliðholl almenn-
ingi. Hvort hátt í sjötíu
ára vegferð sem endaði
næstum í þjóðargjaldþroti
beri vitni um nægilega
lýðræðis lega stjórnarhætti.
Hvort þá þurfi að bæta.
Eflaust eru skoðanir harla skiptar
og svörin margvísleg.
Ómöguleikinn er flókinn
Nú hefur hugtak bæst í lýðræðis-
umræðuna: Ómöguleiki. Hann á
við sumt en ekki annað. Það er til
dæmis ekki ómögulegt að líta svo á
að tveir flokkar hafi fengið óskorað
umboð allra kjósenda sinna til þess
að slíta viðræðum um aðildarsamn-
ing að Evrópusambandinu. Þar með
er ómögulegt að kjósendur hafi
kosið flokkana út á stök önnur mál
en ekki andstöðu við EB-aðild, í
ljósi þess að flokkarnir lofuðu fyrir
kosningar (og framámenn þeirra
eftir kosningar) að við öll mættum
velja hvort viðræðum væri haldið
áfram eða ekki. Um leið er ómögu-
legt að útskýra af hverju óþægilega
margir kjósendur sömu flokka eru
nú að fjasa um að fá að kjósa um
hvort viðræðunum skuli haldið
áfram eða ekki.
Auðvitað er ómögulegt að kjós-
endur sem vilja láta ljúka við-
ræðunum (eða geyma í salti) geti
verið fleiri en þeir sem vilja slíta
þeim. Líka er ómögulegt að horfa
til nokkurra skoðanakannanna í
einu og draga rökréttar ályktanir.
Enn ómögulegra er að kanna vel
vilja landsmanna með þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Hún gæti farið á
ómögulegan veg. Betra er að velja
þá skoðanakönnun eina sér til
stuðnings sem styður ómöguleik-
ann í því að ljúka langt komnum
alþjóðasamningum er varða fyrir-
sjáanlega framtíð. Enda ómögu-
legt að nýta sömu samninganefnd
og áður, gæta hagsmuna landsins,
fylgja næstu samnings-
atriðum eftir í nefndum og
á fundum Alþingis, í ríkis-
stjórn og með hagsmuna-
samtökum, stöðva samn-
ingsferlið ef allt er í hnút eða klára
það ella. Hafa svo aðra þjóðar-
atkvæðagreiðslu um aðildarsamn-
ing sem þá lægi fyrir. Ómöguleiki
myndi blasa við, væri samningur
samþykktur með skýrum meiri-
hluta atkvæða, eða honum hafnað.
… og enn flóknari
Enn fremur væri ómögulegt að
skila stjórnartaumum ef flokk-
arnir treystu sér ekki til að þjóna
meirihluta sem veldi áframhaldandi
aðildarviðræður. Lýðræði getur
ómögulega falist meðal annars í því
að stjórnvöld sinni málum á skjön
við upphaflega ætlan sína ef nógu
margir vilja það. Stjórnmálamenn
geta ómögulega kunnað það; hvað
þá sætt sig við slík ósköp.
Samhliða öllu þessu er líka
ómögulegt að hlusta á rök forsvars-
manna úr mörgum atvinnugreinum,
meðal annars mikilvægra sprota-
fyrirtækja, sem vilja ekki slíta
þessum ómögulegu EB-viðræðum.
Og ómögulegt væri að bíða eftir
fleiri háskólastofnanaskýrslum sem
geta ómögulega verið gagnlegar.
Þær er best að merkja sem ómögu-
legar vegna hlutdrægni enda pant-
aðar með fyrirfram gefnum niður-
stöðum. Fyrirliggjandi skýrslu er
síðan ómögulegt að skilja nema á
einn veg. Tugþúsundir undirskrifta
gegn slitum aðildarviðræðna og með
kröfu um þjóðar atkvæðagreiðslu
geta loks ómögulega breytt neinu af
því að búið er að taka ákvörðun um
málslok.
Ómöguleikhúsið er enginn farsi
þegar á reynir og leikfléttan kann
að verða dýr.
Ómöguleikhúsið
VELFERÐ
Kristín
Guðmundsdóttir
móðir fatlaðs
drengs
➜ Sumir fatlaðir geta
t.d. verið einir og að
stórum hluta bjargað
sér sjálfi r. Svo eru
líka hinir sem hafa
alls enga getu til þess.
Þann hóp þurfum við
að líta betur á og hlúa
betur að.
EVRÓPUMÁL
Ari Trausti
Guðmundsson
jarðvísindamaður
og rithöfundur
➜ Og ómögulegt væri
að bíða eftir fl eiri
háskólastofnana-
skýrslum sem geta
ómögulega verið
gagnlegar.
LANDBÚNAÐUR
Sigurborg
Daðadóttir
yfi rdýralæknir
➜ Alifuglabændum hefur
tekist svo vel upp að Ísland
er fyrirmynd annarra
Evrópuþjóða.
Coke - 2 lítrar
279
punktar
Bílasápa með
bóni - 1 lítri
399
punktar
Kaffibolli
149
punktar
Partítilboð á punktaprís
á völdum þjónustustöðvum
Punktapartí á þjónustustöðvum N1 um allt land.
10 punktar með hverjum lítra af bensíni og dísel.
ÍSLE
N
SK
A
/SIA
.IS E
N
N
68315 03/14