Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 52
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR | MENNING | 40
FIMMTUDAGUR
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Leiklist
20.00 Leiksýningin Stóru börnin,
eftir Lilju Sigurðardóttur, sem frum-
sýnt var 2. nóvember síðastliðinn
og naut gríðarlega vinsælda gagn-
rýnenda sem áhorfenda, snýr aftur
í Tjarnarbíó í mars vegna mikillar
eftirspurnar. Stóru börnin er líflegt
og skemmtilegt sviðsverk sem hreyfir
við tilfinningunum og hugsuninni. Í
uppsetningu Lab Loka fer úrvalslið
leikara með hlutverkin undir stjórn
Rúnars Guðbrandssonar: Lilja Guðrún
Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guðjóns-
son, Birna Hafstein og Stefán Hallur
Stefánsson.
Fræðsla
17.15 Annað erindið af þremur um
Nýtni og nægjusemi verður flutt. Þá
talar Margrét Sigfúsdóttir húsmæðra-
kennari um hvernig við getum sparað
í heimilishaldinu. Allir velkomnir,
enginn aðgangseyrir.
Sýningar
12.10 Grafíski hönnuðurinn Lance
Wyman heldur erindið A Design
Career í dag kl. 12.10 í húsnæði
hönnunar- og arkitektúrdeildar
Listaháskólans að Þverholti 11. Allir
velkomnir.
19.30 Margrómuð verðlaunaleik-
sýning sem hefur farið sigurför um
allan heim. Byggt á hinum frábæru
sjónvarpsþáttum Fawlty Towers. Þú
kemur í mat í leikhússal Iðnó og
færð frábæran þriggja rétta málsverð
ásamt því að kitla hláturtaugarnar
allsvakalega, því á meðan á borðhaldi
stendur mun hinn stórskrýtni Basil,
ásamt konu sinni, Sybil og þjóninum
frá Barcelona, Manuel þjóna gestum
á sinn einstaka hátt. Miðasala á miði.
is.
Hátíðir
21.00 Friðarsúlan verður tendruð
í Viðey. Ljós hennar mun skína öll
kvöld vikuna þar á eftir, til 26. mars.
Yoko Ono valdi dagsetninguna 20.
mars því þann dag árið 1969 gengu
þau John Lennon í hjónaband.
Dansleikir
12.00 Skelltu þér í Edinborg í hádeg-
inu þar sem þér gefst tækifæri á að
dansa af gleði yfir vetrinum sem er
og vorinu sem er á næsta leiti. Kenn-
ari er Annska Arndal sem er einn af
tveimur kennurum í 5Rytma dansi
á Íslandi. Dansinn hefst kl. 12:00 og
stendur til kl. 13:00.
Leikrit
19.30 Bróðir minn Ljónshjarta í upp-
setningu Leikfélags Selfoss eftir Ast-
rid Lindgren. Sýnt fimmtudaginn 20.
mars kl. 19.30 í Litla leikhúsinu við
Sigtún á Selfossi. Miðaverð 2.000 kr.
Tónlist
19.30 Brunnur snilldarverka Mozarts
er nær ótæmandi. Hrífandi flautu-
konsert hans einkennist af yfir-
lætislausum þokka og tækifærum
einleikarans til að sýna snilli sína
umbúðalaust. Tilhlökkunarefni verður
að heyra konsertinn í flutningi Hall-
fríðar Ólafsdóttur, fyrsta flautuleikara
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, en
Hallfríður hefur til margra ára verið
leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi.
Tónleikarnir fara fram kl 19.30 í
Eldborg í Hörpu. Miðasala fer fram
á miði.is.
19.30 Sálmari spilar á tónleikum í
Háteigskirkju fimmtudaginn 20. mars
kl 20:00. Húsið opnar kl 19:30 og er
miðasala við inngang. Miðaverð er
1.500 kr. Sálmari er tónlistarhópur
ungs fólks sem áður var þekktur sem
hljómsveitin Tilviljun?. Markmið
hópsins er að styðja við og styrkja
kristilegt starf á Íslandi með áherslu
á ungt fólk. Hópurinn er því ekki
bundinn neinum söfnuði né samtök-
um, en flestir meðlimir hópsins til-
heyra Þjóðkirkjunni og tengjast mörg
okkar starfsemi KFUM og KFUK.
20.00 Sætabrauðsdrengirnir Garðar
Thór
Cor-
tes,
Gissur
Páll Gissur-
arson, Bergþór
Pálsson og Viðar
Gunnarsson, ásamt
Jóhanni G. Jóhannssyni,
píanóleikara, slógu rækilega
í gegn í Hörpu á Menningar-
nótt með bráðskemmtilegri dagskrá
og glæsilegum flutningi. Það er því
mikið tilhlökkunarefni að þeir munu
halda tónleika í Salnum í kvöld. Þeir
hefjast klukkan 20.00 og fer miða-
sala fram á miði.is.
20.00 Hlómveitinni Bellstop heldur
tónleika á Hlemmur Square, Hjónin
Elín og Rúnar fara fyrir sveitinni,
en þau hafa spilað saman svo árum
skiptir. Platan þeirra Karma kom út
á Íslandi sumarið 2013 og munu þau
flytja lög af henni í bland við önnur
eldri lög sveitarinnar og jafnvel ein-
hver brakandi ný. Tónlist Bellstop
flokkast undir þjóðlagaskotið rokk.
20.00 Tónleikaferð Friðriks Ómars
hefst í Grafarvogskirkju í kvöld.
Sálmar og saknaðarsöngvar af plöt-
unni Kveðja fluttir í kirkjum landsins.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.30, nema
annað sé tekið fram, en húsið opnar
kl. 20.00. Miðaverð er aðeins 2.500
krónur en miðasala er einungis við
innganginn.
21.00 Hits&Tits halda uppi hinu
margrómaða og víðfræga brjálæðis-
stuði á Harlem 20. mars. Konfettir-
igning, búningar, props, vindvél og
allt samkvæmt stuðbókinni. Vegna
mikilla anna hjá stöllunum mun
þetta vera síðasta syngjóið í örlítinn
tíma. Það er því um að gera að sækja
dívubúninginn og byrja að hita radd-
böndin. Hits&Tits nota youtube svo
það
er best að athuga sjálfur hvort að
lagið sé til í karókíútgáfu þar. Síðast
komust MUN færri að en vildu og því
hvetjum við ykkur til þess að mæta
snemma.
21.00 Styrktartónleikar fara fram
á Gauknum í kvöld. Þar koma fram
Morðingjarnir, Strigaskór nr. 42, For
a Minor Reflection, Smári Tarfur,
LITH og Pandemic Addiction. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 21.00 og
kostar 1.000 krónur inn. Kristinn
Arinbjörn Guðmundsson lenti í þeirri
hræðilegu lífsreynslu fyrir stuttu að
fá heilablóðfall í kjölfar flókinnar
heilaskurðaðgerðar. Hann er nú lam-
aður í öðrum helmingi líkamans eftir
heilablóðfallið og því hafa vinir hans
ákveðið að efna til styrktartónleika.
21.00 Tónlistarveisla á Víkinni. Víkin
Sjóminjasafnið Í Reykjavík ÍRiS -
Útgáfutónleikar PENUMBRA, ásamt
Árna Guðjónssyni, Frank Aarnink og
Söndru Ósk Snæbjörnsdóttur. Einnig
spila Hymnalaya og Minor Times.
Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. 1000
kr inn.
21.00 Listakonan Lilja Birgisdóttir
heldur tónleika í Mengi ásamt Stein-
dóri G. Kristinssyni raftónlistarmanni.
Tónleikarnir verða allsherjar tón-
listarupplifun þar sem öll skilningar-
vit verða virkjuð. Mengi, Óðinsgötu 2.
Aðgangseyrir er 2.000 kr.
21.30
Magn-
ús R
Einarsson
heldur
tónleika á
Ob-La-Dí-Ob-La-
Da, Frakkastíg 8.
Aðgangur er ókeypis.
22.00 Fimmtudagskvöld
á Dillon eru góðir tónleika-
dagar. Fram koma, Pungsig og
Black Desert Sun. Tónleikarnir hefj-
ast klukkan 22.00 og það er frítt inn.
22.00 Hljómsveitirnar Hudson Wayne
og Knife Fights koma fram á tón-
leikum á Café Ray Liotta (áður Celtic
Cross) að Hverfisgötu 26, 101 Reykja-
vík. Tónleikarnir hefjast stundvíslega
klukkan 22 og það kostar litlar 500
kr. inn.
Fyrirlestrar
12.00 Opinn fyrirlestur sem fjallar
um þúsaldarmarkmið Sameinuðu
þjóðanna. Í erindinu verður endur-
mótunarferlið skoðað og þær hug-
myndir um hvað taka skuli við af
markmiðunum eftir árið 2015.
Guðrún Helga Jóhannsdóttir, doktors-
nemi í þróunarfræðum við Háskóla
Íslands Fundarstjóri: Svanhvít Aðal-
steinsdóttir, sérfræðingur á þróunar-
samvinnuskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins. Fyrirlesturinn fer fram í
Oddi 101 í Háskóla Íslands og hefst
klukkan 12.00.
12.00 Málstofan Hælisleitendur
segja frá verður haldin í dag kl.12:00-
13:00 í stofu 101, Lögbergi í Háskóla
Íslands. Málstofan mun fara fram á
ensku og aðgangur er öllum opinn.
Á málstofunni segja tveir hælisleit-
endur frá reynslu sinni af því að vera
hælisleitandi á Íslandi.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
Platan Kveðja með Friðriki
Ómari Hjörleifssyni kom út í
nóvember og varð hún ein sú
mest selda á landinu fyrir jólin.
Á henni eru sálmar og sakn-
aðarsöngvar fluttir af Friðriki
Ómari í frábærum útsetningum
hans sjálfs og Þóris Úlfarssonar
píanóleikara. Vegna mikillar
eftir spurnar hefur verið ákveðið
að fylgja velgengni plötunnar
eftir í kirkjum víðs vegar um
landið í mars og apríl.
Til að auka á upplifun gesta
hefur grafíski hönnuðurinn
Ólöf Erla Einarsdóttir hannað
hreyfimyndir sem sýndar verða
meðan á tónleikunum stendur.
Ólöf Erla hefur hlotið ýmsar
viðurkenningar hérlendis og
erlendis fyrir draumkennda og
ævintýralega grafík sína.
Saman munu þau sjá til þess að
gestirnir upplifi tilfinningaríka
stund þegar lög eins og Hærra
minn guð til þín, Heyr mína bæn,
Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn
og Ave Maria verða flutt af Frið-
riki Ómari og félögum. Tónleika-
ferð Friðriks Ómars um kirkjur
landsins hefst í Grafarvogskirkju
í kvöld klukkan 20.30 og er miða-
sala við innganginn.
- glp
Friðrik kveður í
kirkjum landsins
Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur í dag í tónleikaferðalag, þar sem hann heim-
sækir fi mmtán kirkjur um allt land. Syngur hann þar sálma og saknaðarsöngva.
FERÐALAG FRIÐRIKS
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.30 en húsið er opnað kl. 20.00:
20. mars Grafarvogskirkja
26. mars Keflavíkurkirkja
27. mars Hafnarfjarðarkirkja
2. apríl Laugarneskirkja
3. apríl Lágafellskirkja
8. apríl Blönduóskirkja
9. apríl Siglufjarðarkirkja
10. apríl Dalvíkurkirkja
11. apríl Húsavíkurkirkja
12. apríl Vopnafjarðarkirkja (kl. 16.00)
12. apríl Þórshafnarkirkja
13. apríl Norðfjarðarkirkja
14. apríl Seyðisfjarðarkirkja
16. apríl Hafnarkirkja
SÁLMAR OG SAKNAÐARSÖNGVAR
Friðrik Ómar Hjörleifsson kemur
fram á fimmtán tónleikum í fimmtán
kirkjum út um land allt.
MYND/GASSI
Kristinn Arinbjörn Guðmunds-
son lenti í þeirri hræðilegu
lífsreynslu fyrir stuttu að fá
heilablóðfall í kjölfar flókinnar
heilaskurðaðgerðar. Hann er nú
lamaður öðrum megin í líkam-
anum eftir heilablóðfallið og hafa
því vinir hans ákveðið að efna
til styrktartónleika á Gauknum
í kvöld, til að létta undir með
Kristni, Helgu Gunnarsdóttur
konu hans og Kristjönu Bellu
dóttur þeirra í þessum erfið-
leikum. Áður hafði hann lengi átt
við mjög erfið veikindi að stríða.
Á tónleikunum í kvöld koma
fram hljómsveitirnar Morð-
ingjarnir, Strigaskór nr. 42, For a
Minor Reflection, Smári Tarfur,
LITH og Pandemic Addiction.
Miðaverð á tónleikana er 1.000
krónur og mun allur ágóði af tón-
leikunum renna beint til Kristins
og fjölskyldu hans. Einnig verða
til sölu diskar með hljómsveitinni
KAbear, en þar syngur Kristinn
og semur hann einnig öll lögin.
Plata hans er einnig fáanleg á
gogoyoko.
Tónleikarnir hefjast klukkan
21.00 og eru eins og fyrr segir á
Gauknum.
- glp
Styrkja vin
sinn í kvöld
Frábærir listamenn koma fram á tónleikum á Gauk-
num í kvöld til að styrkja vin sinn og fj ölskyldu hans.
KOMA FRAM Í KVÖLD Hljómsveitin Strigaskór nr. 42 kemur meðal annars fram í
kvöld. MYND/EINKASAFN
➜ Tónleikarnir hefjast
klukkan 21.00 á Gauknum og
það kostar 1.000 kr. inn.