Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 2
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Snorri, erum við ekki að setja öll okkar egg í sömu körfu? „Jú, enda viljum við berjast fyrir breytingum með oddi og egg.“ Snorri Einarsson, læknir á ART Medica, og samstarfsmenn hans stefna að því að koma upp tækni sem mun gera konum kleift að frysta ófrjóvguð egg. NÁTTÚRUFRÆÐI „Ég er bara að gera þetta til fróðleiks og til að hafa gaman af hlutunum,“ segir Þorsteinn H. Gunnarsson búfræði- kandídat, sem enduruppgötvaði safn sitt af þurrkuðum íslenskum plöntum í flutningum og leyfir nú fleirum að njóta. Safnið, með eitt hundrað plöntum, verður til sýnis á Háskólatorgi HÍ út apríl. „Þetta eru allt 46 ára gamlar plöntur, frá sumrinu ‘68, þær eru jafn gamlar hjónabandinu mínu,“ segir Þorsteinn sem safnaði jurtunum er hann var í framhaldsnámi í búvísindum á Hvanneyri. „Flestar plönturnar eru af Norðvesturlandi og þá frá Syðri-Löngumýri þar sem ég er alinn upp.“ Inni á milli plantnanna eru náttúruljóð, meðal þeirra Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen. „Við það fann ég eina plöntu úr Barmahlíð- inni,“ segir Þorsteinn. - gar Hundrað íslenskar plöntur frá 1968 til sýnis á Háskólatorgi: Tíndi plönturnar brúðkaupsárið ÞORSTEINN H. GUNNARSSON Íslenskar plöntur frá blómaárinu 1968 eru samofnar náttúruljóðum á sýningu Þorsteins H. Gunnarssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MINJAVERND „Það væri mikil eftir sjá að þessu húsi,“ segir Þór Hjaltalín minjavörður um gamla bæjarhúsið á Hrauni sem þarf að finna ný heimkynni eftir 140 ára veru í Fljótunum. Bæjarhúsið á Hrauni var reist 1873 og byggt úr sænskum viði. Bærinn var sérstaklega reisu- legur á síns tíma mælikvarða og mikill mannskapur á stórbýlinu Hrauni. Í tímans rás hefur verið steypt utan um húsið og sömu- leiðis innan á neðri hæð þess. Af þeim sökum er neðri hæðin talin ónýt en efri rishæðirnar tvær eru metnar mjög heillegar með upprunalegum þiljum og hurð- um auk þess sem burðarbitar eru í sérlega góðu ástandi. „Það er löngu flutt úr húsinu og það hefur ekki verið í notkun mjög lengi. Það er ekki vilji eig- enda til að varðveita það á þess- um stað,“ segir Þór sem kveð- ur lausnina geta falist í því að saga efri hæðirnar ofan af hús- inu og flytja í heilu lagi á annan stað þar sem byggð væri ný hæð undir það. Þótt eigendur Hrauns vilji ekki sjálfir hafa gamla húsið hjá sér vilja þeir stuðla að varðveislu þess og bjóða því húsið að gjöf. „Ef einhver vill taka húsið þá stendur það til boða. Það er mikil saga á bak við þetta hús og hægt að gera það mjög fallega upp. Það væri staðarprýði hvert sem það færi en helst hefði maður viljað að þetta varðveittist í héraðinu,“ segir Þór. Sem sviðsstjóri Minjastofnun- ar á Norðurlandi vestra hefur Þór sent sveitarfélaginu Skagafirði erindi um Hraunshúsið og sagt björgun þess forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði. Þór bendir á þann möguleika að nýta húsið á byggðasafninu í Glaumbæ. Þar er einmitt annað sambærilegt hús, svokallað Áshús sem byggt var eftir sam- bærilegri teikningu þótt Hrauns- húsið sé stærra. „Ef þau hafa áhuga á húsinu er eigandinn búinn að segja að þeim sé vel- komið að taka það. Helst vildum við klára málið í sumar,“ segir Þór Hjaltalín. gar@frettabladid.is HRAUN Reist 1873 úr sænskum viðum og var stórbýli á sínum tíma. Yfirsmiður var Jón Mýrdal skáld. Steypt var utan um húsið á tuttugustu öldinni. MYND/ÞÓR HJALTALÍN Vilja bjarga 140 ára bæjarhúsi í Fljótum Minjastofnun leitar nú leiða til að varðveita megi 140 ára bæjarhús á Hrauni í Fljótum. Eigandinn vill ekki hafa húsið á jörðinni og býður það að gjöf. Innviðir á efri hæðum hússins eru sagðir sérlega góðir. Byggðaráð Skagafjarðar skoðar málið. VEL MEÐ FARIÐ Viðir, þil og hurðir eru í sérlega góðu standi í gamla bæjarhús- inu á Hrauni. MYND/ÞÓR HJALTALÍN Það væri staðar- prýði hvert sem það færi en helst hefði maður viljað að þetta varðveittist í héraðinu. Þór Hjaltalín minjavörður. STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneyt- ið hafnar því að það birti úrskurði um málefni útlendinga á vefnum án lagaheimildar. Ráðuneytið vísar í frétt Fréttablaðsins í gær um að ráðuneytið birti úrskurði í útlend- ingamálum á vefnum án þess að hafa til þess skýra lagaheimild. „Stjórnvöld hafa á grundvelli upp- lýsingalaga fulla heimild til þess að eigin frumkvæði að birta upplýsing- ar sem þau hafa undir höndum, svo sem úrskurði sem upp hafa verið kveðnir, svo lengi sem þar er ekki að finna upplýsingar um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari og að öðru leyti gætt að laga- ákvæðum er varða persónuvernd,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Að því er segir í yfirlýsingunni var ákveðið að birta umrædda úrskurði á Urskurdir.is með hlið- sjón af framkvæmd í nágrannalönd- um og að höfðu samráði við Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Í úrskurðum innanríkisráðu- neytisins sem birtir hafa verið eru tekin út nöfn einstaklinga, ríkis- borgararéttur þeirra eða þjóðerni, landaheiti, viðkvæmar upplýsingar, svo sem heilsufars- og fjárhagsupp- lýsingar sem og aðrar upplýsingar sem á einhvern hátt geta tengt ein- staklinga við úrskurðinn,“ segir innan ríkisráðuneytið. Í frétt blaðsins í gær var vitnað til umsagnar Persónuverndar um frumvarp um breytingar á útlend- ingalögum. Hörður Helgi Helga- son, forstjóri Persónuverndar, áréttar að sjónarmið stofnunarinn- ar varðandi birtingu úrskurða hafi snúið að væntanlegri kærunefnd útlendingamála, en ekki fjallað um heimildir ráðuneyta, þar með talið innan ríkisráðuneytisins, til að birta úrskurði sem þau kveða upp í kæru- málum. Ekki sé heldur gefið í skyn að ákvörðun um birtingu slíkra úrskurða eigi ekki að vera á hendi ráðherra. - gar Ráðuneyti segir að í birtum úrskurðum séu engar persónuupplýsingar: Er heimilt að birta úrskurðina HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Innan- ríkisráðuneytið segist hafa samráð við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL IÐNAÐUR Orkustofnun veitti fyrir helgi Landsvirkjun virkjunarleyfi fyrir 100 megavatta Þeistareykja- virkjun í Þingeyjarsveit. „Samtímis var gefið út nýting- arleyfi á grunnvatni til notkun- ar við hina fyrirhuguðu virkjun og nýtingarleyfi á jarðhita vegna virkjunarinnar,“ segir á vef Orku- stofnunar. „Leyfið er veitt með skilyrðum um leyfilegan niður- drátt og með hvaða hætti skuli bregðast við ef viðbrögð við vinnslu eru ekki í samræmi við spár.“ Leyfið er gefið út til 60 ára, nema forsendur breytist. - óká Þeistareykjavirkjun fær leyfi: Virkja má jarð- hitann í 60 ár VINNUMARKAÐUR Aðalheiður Stein- grímsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, segist ekki vilja staðfesta neinar flökkusögur um prósentuhækkanir varðandi kjara- deilur framhaldsskólakennara. „Þessi 2,8 prósent sem samn- inganefnd ríkisins lagði á borðið um miðjan janúar eru ekki lengur á borðinu því ríkið hefur lagt fram aðrar forsendur síðan þá. Þær eru hærri en þessi 2,8 prósent, en hvaða prósentur þetta eru staðfestum við ekki vegna þess að það sem er í samræðum á milli aðila er trúnað- armál.“ Aðalheiður vonar að samningar klárist í vikunni, en segir að ríkið eigi að veita samninganefnd sinni skýrt umboð til aðgerða. „Til þess að geta tekið lokahnykk- inn þá er algjörlega nauðsynlegt að menntamálaráðherra og fjármála- ráðherra gefi samninganefnd ríkis- ins miklu skýrara umboð en hefur verið til þessa. Ef það gengur eftir ættum við alveg að geta klárað þetta.“ - kóh Félag framhaldsskólakennara segir ekkert liggja fyrir um prósentuhækkanir: Staðfestir engar flökkusögur AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR segir allar sögusagnir um prósentu- hækkanir óstaðfestar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA EFNAHAGSBROT Stjórn áfangaheim- ilisins Krossgatna fór fram á rann- sókn Sérstaks saksóknara á með- höndlun Gunnars Þorsteinssonar á fjármunum heimilisins. Gunnar, oftast kenndur við Krossinn, var forstjóri Krossgatna til ársins 2012. RÚV greinir frá þessu. Stjórn Krossgatna hefur beðið um rannsókn á bifreiðaviðskiptum fyrir nokkrar milljónir króna og lánveitingu til Krossins upp á rúm- lega 1,3 milljónir króna. Áfangaheimilið hefur um margra ára skeið þegið framlög úr ríkis- sjóði. Gunnar neitar allri sök. - kóh Fjárútlát Krossgatna skoðuð: Gunnar sætir rannsókn FRÆÐSLA Íslenski sjávarklasinn stendur fyrir opnum degi fyrir framhaldsskólanema í Húsi sjávar- klasans á Grandagarði 16. Með við- burðinum vill forsvarsfólk klasans gefa nemum, sem nú eru verkefna- litlir, færi á að kynnast hinum svo- kallaða sjávarklasa á Íslandi. „Eitt brýnasta verkefni sjávarút- vegsins er að virkja nýja kynslóð. Hún getur fært greinina á hærri stall í framtíðinni,“ segir Þór Sig- fússon, framkvæmdastjóri Sjávar- klasans. - shá Opið hjá Sjávarklasanum: Nemar í verk- falli fá heimboð SPURNING DAGSINS SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar FERÐAVAGNAR Þýsk gæði

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.