Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 8
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8
kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
GÆÐA STEINSKÍFA
Hljóðeinangrandi undirlag, Weber flísalím og fúga.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
DANMÖRK Danska ríkið greiðir á hverju ári
um 85 milljónir danskra króna, eða um 1,7
milljarða íslenskra króna, í lífeyri til barna
fyrrverandi ráðherra og embættismanna.
Um er að ræða arf frá þeim tíma þegar
nauðsynlegt þótti að tryggja mikilvægustu
mönnum ríkisins og börnum þeirra góð skil-
yrði í þakklætisskyni fyrir ævilangt fram-
lag þeirra.
Greint er frá því á vef Kristilega dag-
blaðsins í Danmörku að þegar ráðherrar og
embættismenn danska ríkisins fara á eftir-
laun eða deyja áður en börn þeirra verða
21 árs eigi börn þeirra rétt á mánaðarlegri
greiðslu frá ríkinu þar til þau ná 21 árs aldri.
Árið 2012 fengu átta ráðherrabörn og
4.369 embættismannabörn greiðslur frá
ríkinu þar sem foreldri þeirra var komið á
eftirlaun og er greiðslan 8.800 danskar krón-
ur á ári til hvers barns eða um 176 þúsund
íslenskar krónur. Hafi barn misst foreldri
sitt er greiðslan næstum því tvöfalt hærri.
Formaður Einingarlistans, Per Clausen,
segir að ríkið eigi að hætta að greiða börn-
um ráðherra lífeyri. Fara verði hins vegar
samningaleiðina til að breyta reglunum um
lífeyri til embættismannabarna frá ríkinu.
- ibs
Danska ríkið greiðir börnum ráðherra og embættismanna lífeyri þegar foreldri fer á eftirlaun eða deyr:
Börnin fá greidda milljarða á hverju ári
DANSKAR
KRÓNUR
Börn ráðherra
og embættis-
manna fá
árlega 85 millj-
ónir danskra
króna í lífeyri.
MYND/NORDEN.ORG
MALASÍA, AP Leitin að týndu far-
þegaþotunni frá Malasíu hefur enn
engan árangur borið. Þeir hlutir,
sem taldir hafa verið hugsanlegt
brak úr vélinni hafa reynst vera
ýmislegt annað. Í ljós kom að sam-
hangandi appelsínugulir hlutir
voru í reynd veiðarfæri, sem hafa
slitnað frá fiskiskipi.
Leitarsvæðið vestur af Ástralíu
er á hafsvæði sem alræmt er fyrir
allt það rusl sem um það flýtur.
Hafstraumarnir þarna leita í hring
þannig að draslið safnast fyrir. - gb
Margt torveldar leitina:
Brakið reyndist
vera veiðarfæri
UMHVERFI Loftslagsbreytingar af
mannavöldum gera það að verk-
um að á næstu áratugum verður
æ erfiðara og dýrara að útvega
fæðu handa íbúum jarðarinnar.
Þetta er ein af helstu niður-
stöðum nýjustu loftslagsskýrslu
Sameinuðu þjóðanna, sem kom út
í gær. Skýrslan er í 32 bindum og
samtals um 2.600 blaðsíður.
Þetta er fimmta heildarskýrsl-
an um áhrif og orsakir loftslags-
breytinga sem birt hefur verið
frá árinu 1990. Athygli vekur að í
þessari skýrslu eru fleiri varnagl-
ar slegnir en í fyrri skýrslum og
jafnframt eru dregnar fram frétt-
ir af framförum sem orðið hafa
vegna baráttunnar gegn losun
gróðurhúsalofttegunda.
Í skýrslunni er að finna enn
ítarlegri og nákvæmari grein-
ingu á áhrifum og orsökum
hlýnunar loftslags á jörðinni en
gerðar voru í fyrri skýrslum.
Hundruð vísindamanna hafa und-
anfarin þrjú ár unnið við að taka
saman efni í skýrsluna, endur-
skoða það og fara yfir fjölmarg-
ar athugasemdir sem borist hafa,
meðal annars frá stjórnvöldum
víða um heim.
Áhrifin af loftslagsbreyting-
unum eru sögð verða alvarleg og
þau muni hafa æ meiri áhrif á
líf allra jarðarbúa eftir því sem
líða tekur á þessa öld. Meðal ann-
ars má búast við auknum veður-
öfgum, flóðum og fárviðrum
ásamt þurrkum og hitabylgjum.
Sérstök athygli er vakin á þeirri
hættu sem stafar af því að breyt-
ingarnar muni hafa mikil áhrif á
matvælaöryggi fólks. Verð á mat-
vælum muni hækka og erfitt verði
að glíma við fæðuskort á sumum
fátækustu svæðum heims.
Búast megi við því að fátækt
aukist, ekki aðeins á þeim svæð-
um þar sem fátækt er nú þegar
mikil heldur einnig í auðugri ríkj-
um jarðar.
„Við lifum nú á tímum þar sem
loftslagsbreytingar eru ekki nein-
ar framtíðarvangaveltur,“ hefur
AP-fréttastofan eftir Chris Field,
vísindamanni frá Kaliforníu, en
hann hafði yfirumsjón með gerð
skýrslunnar. „Við erum nú á
þeim stað að áhrifin af loftslags-
breytingum eru orðin útbreidd og
afleiðingarnar eru nú þegar orðn-
ar miklar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Erfiðara verður að
fæða mannkynið
Fimmta stöðuskýrsla loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna dregur upp dökka
mynd. Höfundar skýrslunnar slá þó fleiri varnagla en áður og benda á nokkrar
framfarir sem náðst hafa í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum.
ÞURRKUR Á HAÍTI Fátækari svæði heims verða að öllum líkindum verst úti.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Hringrás hafstrauma í Norður-Atlantshafinu færir hlýjan hafstraum til
norðurs. Stöðvist hringrásin mætti búast við að miklir kuldar, hálfgerð
ísöld, verði hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Úr niðurstöðum
skýrslunnar:
■ Mjög líklegt að hringrás hafstrauma í Norður-Atlantshafinu veikist á
þessari öld.
■ Líklegt að hringrás hafstrauma í Norður-Atlantshafinu hafi veikst
eitthvað árið 2050.
■ Mjög ólíklegt að hringrásin í Norður-Atlantshafinu taki róttækum
breytingum eða stöðvist á þessari öld.
Hafstraumar í Norður-Atlantshafinu
FRAKKLAND Anne Hidalgo var
kosin borgarstjóri Parísar á sunnu-
dag fyrst kvenna.
Hidalgo tekur við af Bertr-
and Delanoë, sem hefur verið
við stjórnvölinn í 12 ár. Hidalgo
er fulltrúi Sósíalistaflokksins,
en helsti keppinautur hennar var
Nathalie Kosciusko-Morizet, fram-
bjóðandi Íhaldsflokksins.
Hlaut Hidalgo 54,5% atkvæða
en Kosciusko-Morizet 45,5%
atkvæða. Vinir og vandamenn
lýsa henni sem heiðarlegri, alvar-
legri og hógværri. Samstarfs-
menn hennar segja hana ákveðna
og harðgerða undir niðri, og líkja
henni við stálhnefa klæddan í
flauelshanska.
Hidalgo lofaði miklum fjárfest-
ingum borgarinnar í húsnæði, sam-
göngum og grænum svæðum innan
borgarinnar, með það að markmiði
að stöðva brottflutning verkafólks
og millistéttarfólks. Áætlar hún að
byggja 10 þúsund félagslegar íbúð-
ir og skapa pláss fyrir fimm þús-
und leikskólabörn. - kóh
Fyrsta kvenkyns borgarstjóra Parísar líkt við stálhnefa í flauelshanska:
Hidalgo borgarstjóri í París
FÖGNUÐUR Hidalgo fagnar sigri á sunnudag.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Við lifum nú
á tímum þar sem
loftslagsbreytingar eru
ekki neinar framtíðar-
vangaveltur.“
Chris Field, vísindamaður
frá Kaliforníu
VIÐSKIPTI Rafbókasala mun falla
í Bretlandi, segir Tim Water-
stone, stofnandi keðjubóka-
búðarinnar Waterstone. Full-
yrti Waterstone að hefðbundnar
bækur yrðu þeim rafrænu vin-
sælli næstu áratugina. BBC
greinir frá þessu.
Fyrstu átta mánuði síðasta árs
var rafbókasala 800 milljóna
dala virði í Bandaríkjunum, en
það er fimm prósenta lækkun
frá árinu 2012. Á sama tíma
jókst sala á hefðbundnum papp-
írsbókum um 11.5 prósent.
„Ég held að mesta rugl sem ég
hef lesið og heyrt sé um sprengi-
kraft rafbókabyltingarinnar,“
sagði Waterstone. - kóh
Hefðbundnar bækur munu halda velli næstu áratugina:
Rafbókasala mun dragast saman
KINDLE-RAFBÓK Amazon Kindle er
ein vinsælasta rafbókin á markaðnum.
NORDICPHOTOS/AFP