Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 16
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Makríllinn við Ísland og rækjan í Ísafjarð-
ardjúpi bjóða upp á einstakt sögulegt tæki-
færi til að stíga fyrstu skrefin í að skapa
sátt milli þjóðar og sjávarútvegs. Báðar
þessar tegundir koma brátt til kvótaút-
hlutunar svo sögulega tækifærið skapast
vegna takmarkaðrar veiðireynslu undan-
genginna ára og því ekki til neins að vísa
í fortíð við úthlutun aflaheimilda til fram-
tíðar. Þetta gerir yfirvöldum auðveldara
um vik að láta útgerðir greiða sanngjarna
leigu fyrir afnot þessara eigna þjóðarinn-
ar með útboði veiðiheimilda. Vegna óvissu
um framhald þessara veiða næstu árin
væri heppilegra fyrir útgerðirnar að þurfa
ekki að bjóða í heimildir nema til 1-3ja ára
í senn.
Nákvæmar útfærslur kvótauppboða
Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarút-
vegsfræðum við háskólann í Tromsö, hélt
nýlega erindi við HÍ þar sem hann fór yfir
nokkrar þeirra aðferða sem hægt er að
nota við úthlutun fiskveiðiheimilda með
opnu útboði. Í tilviki rækjunnar og mak-
rílsins eru leiðirnar einfaldar og úthugs-
aðar en krefjast eftirlits af hálfu hins
opinbera til að hindra samráð tilboðsgjafa.
Verði síðan haldið áfram á braut útboða
veiðiheimilda þá koma fleiri aðferðir og
blandaðar leiðir til álita. Þar mætti nýta
reynslu sem fengin er víða að úr veröld-
inni um hvað beri að varast og hvernig
slíkum útboðum yrði best fyrir komið án
nokkurrar áhættu fyrir fyrirtækin.
Afþakkar ríkisstjórnin milljarðana?
Viðbúið er að þær útgerðir sem þegar hafa
reynt fyrir sér séu líklegastar til að hljóta
þann kvóta sem boðinn verður út. Ekk-
ert útgerðarfyrirtæki mun því fara í þrot
við þessar aðgerðir þar sem við getum
væntanlega treyst því að þau bjóði ekki í
kvóta umfram það sem greiðslugeta þeirra
leyfir.
Íslenskar útgerðir munu á komandi
makrílvertíð með glöðu geði greiða Færey-
ingum og Grænlendingum svimandi háar
fjárhæðir fyrir hvert tonn af makríl sem
þeir veiða innan lögsögu þessara ríkja. Því
skyldu þessar sömu útgerðir fá afhentan
makrílkvóta við Ísland án endurgjalds?
Útboð á heimildum til makrílveiða við
Ísland gæti skilað milljörðum í ríkissjóð.
Varla slær ríkisstjórnin hendinni á móti
þeim?
Makríll og rækja, einstakt
tækifæri til þjóðarsáttar
SJÁVARÚT-
VEGUR
Bolli Héðinsson
hagfræðingur
V
iðtal í helgarblaði Fréttablaðsins við Emblu Guðrúnar
Ágústsdóttur var lærdómsrík lesning. Embla, sem er
fötluð, segir að fötlunin hái henni ekki; það séu fordómar
samfélagsins gagnvart fötluninni sem séu vandamálið.
„Það sem hefur markað líf mitt eru fordómar. Fötlunin
sem slík hefur ekki markað líf mitt því ég hef aldrei verið ófötluð,“
segir Embla í viðtalinu. „Oft gleymi ég því að ég er fötluð en man
það um leið og ég fer út því allir glápa á mig eða enginn talar við
mig. Fólk fattar ekki að það er vandamálið en ekki að ég geti ekki
hlaupið eða þurfi aðstoð við dagleg verkefni.“
Embla bendir á að fordómar
gagnvart fötluðu fólki séu flókið
fyrirbæri, því að þeir þyki í lagi
og fólk skilji þá oft ekki nema
finna þá á eigin skinni: „Það er
pólitískt rétt að vorkenna fötluðu
fólki. Okkur er kennt að vera góð
við þá sem minna mega sín en
birtingarmynd þessarar gæsku er mjög erfið fyrir sjálfsmyndina.
Ég hef aldrei fengið að vera fullorðin. Mér er klappað á kinnina
eins og smábarni og ég þyki svo krúttleg. Það er talað við mig með
blíðri krúttröddu, ef það er þá yrt á mig. Þegar ég fer út í búð þá er
vinkona mín spurð: „Vill hún poka?““
Fordómar gegn fötluðum voru líka til umræðu á ráðstefnu
Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar í síðustu viku, um hlutverk
fjölmiðla og ábyrgð á samfélagsþátttöku fatlaðra. Kristín Björns-
dóttir, dósent í fötlunarfræðum, benti þar á að fjölmiðlar féllu oft í
þá gryfju að draga upp staðalmyndir af fötluðum; annaðhvort sem
hetjum eða fórnarlömbum. „Hetjurnar eru þá fólk sem er að gera
eitthvað sem við eigum ekki von á að það geti gert. Þó við höfum öll
gaman af hetjum eru þær ekki beint lýsandi fyrir daglega reynslu
fatlaðs fólks og fórnarlömbin eru það ekki heldur,“ sagði Kristín í
samtali við Vísi. Okkur fjölmiðlafólkinu er hollt að íhuga þetta vel.
Fatlað fólk þarf ekki endilega „hetjur“ sem fyrirmyndir, heldur
fólk sem er fatlað og gerir venjulega hluti sem venjulegt fólk gerir.
Á ráðstefnu Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar var þeirri
spurningu velt upp hvort næsta stóra umræða um mannréttinda-
mál á Íslandi yrði umræðan um réttindi fatlaðra. Undanfarna
áratugi hefðu fjölmiðlar sett kastljósið annars vegar á jafnrétti
kynjanna og hins vegar réttindi samkynhneigðra og mikilvægir
sigrar unnizt á báðum sviðum. Hins vegar væru réttindi enn brotin
á fötluðum í stórum stíl.
Að sumu leyti kann þetta að verða erfið umræða, af því að hún
snýst að einhverju leyti um peninga, sem alltaf eru af skornum
skammti. En að stórum og jafnvel stærstum hluta snýst hún um
fordóma, tillits- og hugsunarleysi, sem margir fatlaðir reka sig á.
Nýlegt dæmi er af endurhönnun Hverfisgötunnar í Reykjavík fyrir
hundruð milljóna, þar sem „gleymdist“ að gera ráð fyrir aðgengi
fatlaðra að verzlunarhúsnæði.
Fáum dettur orðið í hug að halda því fram að kona geti ekki orðið
flugmaður eða forsætisráðherra eða að samkynhneigt fólk geti
ekki gifzt og eignazt börn. Fatlaðir búa hins vegar margir enn við
að vegna þess að þeir eru aðeins öðruvísi en meirihlutinn sé gengið
út frá því að þeir geti ekki það sem aðrir geta og séu þá „hetjur“ ef
það tekst.
„Mig langar svo að komast á þann stað að okkur detti ekki í hug
að tala svona eða koma svona fram við fatlað fólk,“ segir Embla
Guðrúnar Ágústsdóttir. Leiðin á þann stað er næsta stóra mann-
réttindabarátta.
Fordómar gegn fötluðum eru útbreiddir:
Næsta barátta
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Stóra aprílgabbið
Uppnám varð undir kvöldmat á
Alþingi í gær þegar það spurðist að
ríkisstjórnin væri hætt við að mæla
fyrir skuldaleiðréttingarfrumvörpum
sínum í dag. Stjórnarandstæð-
ingum og miklu fleirum datt í hug að
málið væri aprílgabb. Helgi Hjörvar
þingmaður Samfylkingarinnar hélt
beinskeytta ræðu og sagði það afar
skrítið að ráðherrar hefðu brýnni
verkefnum að sinna en mæla fyr-
ir frumvörpum sem snúast um
150 milljarða króna. Helgi sagði
að sennilega væru ráðherrar eitt-
hvað viðkvæmir fyrir dagsetning-
unni. Helgi sagði raunar að málið
væri grafalvarlegt – það væri
ekki staðið við vikugamalt
samkomulag um að taka
skuldaleiðréttingarmálin
á dagskrá í dag sem þýddi að þau
tefðust um heila viku. Katrín Jakobs-
dóttir, þingmaður Vinstri grænna,
gagnrýndi málið harkalega og sagði
að það hefði orðið að segja sér það í
þrígang að málið færi ekki á dagskrá í
dag. Kannski ætti að gefa þingheimi
frí fyrsta apríl ef ráðherrar
og þingmenn eru
hræddir um að
menn geri gys
að mála-
tilbúnaði
þeirra þann
dag.
Að lögbinda lágmarkslaun
Þrír þingmenn Vinstri grænna,
þeirra á meðal Steingrímur J.
Sigfússon, hafa lagt fram frumvarp
um lögbindingu lágmarkslauna.
Tilgangurinn er að innleiða og
viðhalda þeirri tilhögun að lægstu
grunnlaun á íslenskum vinnumark-
aði nægi til einstaklingsframfærslu
samkvæmt landsmeðaltali dæmi-
gerðs neysluviðmiðs og að bein
tengsl séu á milli lágmarkslauna og
framfærslukostnaðar eins og segir í
frumvarpinu. Nú er stutt síðan sami
flokkur var í ríkisstjórn og þá hefði
honum verið lófa lagið að berjast
fyrir því að setja lög um að
lágmarkslaun ættu að vera það
rausnarleg að þau dygðu fyrir
framfærslu.
johanna@frettabladid.is