Fréttablaðið - 01.04.2014, Side 12

Fréttablaðið - 01.04.2014, Side 12
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 JAPAN Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað í gær upp þann úrskurð að hvalveiðar Japana í Suður-Íshafinu brjóti í bága við alþjóðasamning um stjórnun hvalveiða. Japanar verði því án tafar að hætta þessum veiðum og ógilda öll veiðileyfi sem gefin hafa verið út. Ástralía kærði Japan til dómstóls- ins vegna hvalveiða Japana í Suður- Íshafinu, sem sagðar voru stund- aðar í vísindaskyni þótt hvalkjötið hafi síðan verið selt á almennum markaði. Dómstóllinn tekur undir með Áströlum um að vísindalegt mikil- vægi veiðanna sé lítið sem ekkert, og því geti Japanar ekki haldið veið- unum áfram undir því yfirskini. Íslendingar stunduðu hvalveiðar í vísindaskyni um skeið en hófu í nokkrum mæli veiðar í atvinnuskyni árið 2006, enda viðurkenna Íslend- ingar, ekki frekar en Norðmenn, bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við veiðum í atvinnuskyni. Norðmenn hafa stundað veiðar í atvinnuskyni frá árinu 1993. Fréttablaðið hefur fengið stað- festingu frá íslenskum stjórnvöldum þess efnis að þessi úrskurður hafi engin áhrif á þær hvalveiðar sem nú eru stundaðar af Íslendingum. Úrskurður Alþjóðadómstólsins snertir ekki hvalveiðar Japana á öðrum hafsvæðum, en þeir stunda vísindaveiðar í norðanverðu Kyrra- hafinu og hafa einnig undanþágu til takmarkaðra veiða við strendur Japans. Japanar hafa árlega veitt um þús- und hvali í Suður-Íshafinu. - gb Ástralar unnu mál sitt gegn hvalveiðum Japana fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag í gær: Japönum bannað að veiða í Suður-Íshafinu HVALVEIÐAR Hrefna hífð um borð í japanskt hvalveiðiskip. MYND/AP DANMÖRK Árangurinn af því að gefa vannærðum sjúklingum á Herlevs-sjúkrahúsinu í Danmörku sælkerafæði var svo góður að hópur útskrifaðra sjúklinga getur nú fengið slíkt fæði sent heim frá sjúkrahúsinu sér að kostnaðar- lausu í tólf vikur. Þeir geta pantað fæði af 24 rétta matseðli sem sett- ur var saman af næringarfræðingi og Michelin-kokki. Yfirvöld telja að spara mætti milljarð danskra króna á ári ef sjúklingar yrðu þyngri. - ibs Tilraun á dönsku sjúkrahúsi: Sjúklingar fá sælkerafæði NOREGUR Smyglarar hafa keypt lítil býli í Svíþjóð undir smyglvarning sem þeir flytja svo í skömmtum til Noregs. Norska ríkisútvarpið vitn- ar í ummæli Rogers Nilsson, yfir- manns sænska tollsins í Hån í Sví- þjóð, sem áætlar að á hverjum degi sé um fimm þúsund lítrum af áfengi smyglað til Noregs yfir landamærin við Värmland í Svíþjóð. Nilsson segir að í hverjum farmi séu eitt til tvö þúsund lítrar af áfengi. Hann kveðst vonast til að nágrannar smyglaranna geri toll- yfirvöldum viðvart í meiri mæli en verið hefur. Starfsmaður norskra tollyfir- valda, Wenceh Fredriksen, stað- festir frásögn Nilssons. Hún segir mikið um að þeir sem smygla áfengi til Noregs í gegnum Svíþjóð geymi það nálægt landamærunum. Smygl- arar sem hafi verið gripnir hafi greint frá því að áfengið hafi verið sótt í birgðageymslur í Svíþjóð. Fyrstu tvo mánuði ársins lögðu norskir tollverðir hald á tvöfalt meira magn af bjór heldur en á sama tíma í fyrra. Smygl á víni og sterku áfengi hefur einnig aukist. Síðastliðinn föstudag fundust 800 lítrar af bjór og 150 lítrar af sterku áfengi í bíl pólsks ökumanns. - ibs Smyglarar kaupa býli í Svíþjóð og flytja varning frá þeim til Noregs: Geyma áfengi við landamærin ÁFENGI Mörgum þúsundum lítra af áfengi er daglega smyglað milli Noregs og Svíþjóðar. FRÉTTABLADID/GVA iPad Verð frá: 49.990.- Apple TV Tilboð: 15.990.- Verð áður: 18.990.- FERMINGARTILBOÐ FISKELDI Laxar sluppu fyrir slysni úr sláturkví Fjarðalax í Patreks- firði í nóvember síðastliðnum. Um 200 fullvaxta laxar sluppu, áætla starfsmenn fyrirtækisins. Eng- inn lax veiddist aftur þótt laxanet væru sett í sjó samdægurs og látin liggja í tíu daga eftir atvikið. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðalax, segir að atvikið hafi orðið í afar slæmu veðri 27. nóvem- ber þegar sláturskipið Arnarfell HF-90 kom að kvíunum um morg- uninn. Áhöfnin byrjaði að festa skipið eins og venja var en átti í vandræðum með festingu sem slitnaði, með þeim afleiðingum að báturinn snerist og lenti stefn- ið þvert á kvínni með þeim afleið- ingum að hún skemmdist og gat kom á pokann sem heldur fiskinum inni. „Þetta voru 200 fiskar sem sluppu. Við vitum það með mikilli nákvæmni því mjög lítið var eftir í kvínni,“ segir Jónatan. Slysasleppingar úr laxeldi hafa verið nokkuð í umræðunni hér á Íslandi og erlendis, en sjóeldi á laxi er af mörgum litið hornauga vegna hugsanlegrar hættu á erfða- blöndun norska eldiskynsins sem hér er notað og villtra íslenskra stofna. Jónatan segir umræðuna á villi- götum og hættuna af erfðamengun frá eldisfiskinum hverfandi litla. „Í þessu tilfelli er magnið lítið og fiskurinn er ókynþroska. Hans eðli er að synda undan straumi þann- ig að þessir fiskar munu drepast í sjó,“ segir Jónatan og bætir við: „Þessi framandi eldislax sem við erum með verður svo seint kyn- þroska að hann myndi aldrei ganga í laxveiðiá fyrr en mörgum árum eftir að hann sleppur. Því eru lík- urnar á því að hann drepist í sjó í millitíðinni yfirþyrmandi miklar.“ Fjarðalax greip til þess ráðs eftir atvikið að bæta festingar og auka með þeim eftirlit. Nýjar og sterkari sláturkvíar voru teknar í notkun svo og nýir pokar úr „sterkasta efni sem völ er á“ í þessari starfsemi, eins og segir í skýrslu Fjarðalax til Fiskistofu. Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, segir aðspurður að atvikið sé það eina sem er á skrá Fiskistofu frá síð- astliðnum fimm árum. Leita verði mörg ár aftur til að finna stórar slysasleppingar, en þar sem lax- eldi í sjó hefur verið lítið við Ísland hafi ekki verið við því að búast að atvik sem þessi kæmu upp. svavar@frettabladid.is 200 eldislaxar sluppu úr kví í Patreksfirði Lítil slysaslepping varð hjá Fjarðalaxi í nóvember þegar 200 eldislaxar sluppu úr sláturkví. Enginn lax veiddist aftur. Eldisstjóri fyrirtækisins segir útilokað að lax- inn gangi í laxveiðiár. Lax hefur ekki sloppið úr kvíum á Íslandi árum saman. ELDISLAX Allur lax sem alinn er við Ísland er af norsku kyni. Fisk- urinn sem slapp var í sláturstærð; þrjú til fimm kíló. STÖÐ2/SIGURJÓN Í þessu tilfelli er magnið lítið og fiskurinn er ókynþroska. Hans eðli er að synda undan straumi þannig að þessir fiskar munu drepast í sjó. Jónatan Þórðarson, eldisstjóri Fjarðarlax

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.