Fréttablaðið - 01.04.2014, Page 34

Fréttablaðið - 01.04.2014, Page 34
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30 FÓTBOLTI KSÍ tilkynnti félögunum í gær um breytingu á reglugerð um knattspyrnumót. Nú er mótanefnd heimilt að gera breytingar á niðurröðun leikja eftir 8-liða úrslit bikarkeppninnar hafi lið spilað sex leiki á undangengnum þremur vikum fyrir leik eða innan við 48 tímar liðið frá lokum ferðalags í Evrópuleiki, svo framarlega sem annað liðið óski eftir frestun. Má fastlega reikna með að þetta komi til vegna uppákomunnar í fyrra þegar Breiðablik spilaði undanúrslitaleik í bikar á sunnudegi, 49 tímum eftir að lenda í Keflavík eftir Evrópu- leik gegn Aktobe í Kasakstan. „Fyrir mitt leyti fagna ég því að menn taki á þessu en varðandi árið í fyrra er þetta ári of seint. Það gekk yfir okkur að spila leikina svona en vonandi verður nú breyting á. Maður getur hæglega verið Skúli fúli yfir þessu öllu en ég fagna því að tekið sé á þessu,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, við Fréttablaðið. Honum finnst tíminn á milli leikja alls ekki mega vera minni en 48 tímar en vill sjá að bætt sé við einum degi til enn. „Ég vil stíga skrefið lengra og bæta við sólarhring. 72 tímar eru lágmark. Ég var með rannsókn í fyrra um áhrif leikjaálags á úrslit leikja og það lá allt á borðinu. Við Rúnar Kristinsson vorum búnir að benda á þetta. Þetta eru engin ný vísindi,“ segir Ólafur Kristjánsson. - tom 72 klukkustundir eru lágmarkið FÓTBOLTI Átta liða úrslit Meistara- deildar Evrópu hefjast í kvöld með tveimur leikjum. Evrópumeistar- ar Bayern München sækja þá Man. Utd heim á meðan Barcelona tekur á móti Atletico Madrid í barátt- unni um Spán. Það þarf líklega að leita lengi að manni sem hefur trú á Man. Utd gegn Bayern en stjóri United, David Moyes, er nokkuð boru- brattur. „Við förum í þennan leik vitandi að á góðum degi eigum við jafna möguleika gegn hvaða liði sem er. Við megum vissulega sýna það oftar en ég hef tröllatrú á mínum mönnum,“ sagði Moyes á blaða- mannafundi í gær. „Ég sé það og finn á mínum mönnum að þeir bíða spenntir eftir þessu verkefni. Þeir vilja allir spila svona stóran leik. Þannig er menningin hjá þessu félagi. Menn þrífast á stóru leikjunum.“ Það er bakvarðarvesen hjá United þar sem Rafael er meidd- ur, Patrice Evra í banni og Alex Büttner haltraði af velli um síð- ustu helgi. Hinn fertugi Ryan Giggs hefur staðið í þessum sporum oftar en aðrir leikmenn og hann er einnig bjartsýnn. „Auðvitað er Bayern með frá- bært lið og sigurstranglegra en hjá flestum. En við erum Manchester United. Þessi leikur er á Old Traf- ford og liðið hefur oft blómstr- að þar í þessum aðstæðum. Þetta verður vissulega mjög erfitt en við erum fullir sjálfstrausts.“ - hbg Moyes hefur tröllatrú á sínu liði Bayern mætir á Old Traff ord í kvöld og Atletico Madrid sækir Barcelona heim. Í SVIÐSLJÓSINU Moyes á blaðamanna- fundinum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI „Ég get nú ekki sagt að ég hafi átt eitthvað sérstaklega von á þessu. Það er nú aðallega af því ég var ekkert að spá í þessu,“ segir Hlynur Bæringsson léttur og hló við. Hann var um helgina útnefndur besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð. „Ef ég hefði hugsað um það þá hefði ég talið mig eiga möguleika fyrst ég vann nú í fyrra. Það er mjög gaman að fá svona viður- kenningar. Það gefur manni auka- lega og kitlar egóið. Það er ágætt í hófi.“ Eftir að Hlynur fékk verðlaun- in í fyrra átti hann ekki sinn besta leik í kjölfarið. „Það var hálfgert „jinx“ að fá þessi verðlaun. Það lak allt fram hjá mér fyrstu mínúturnar í leikn- um.“ Hlynur og félagar í Sunds- vall Dragons eru á fullu í úrslita- keppninni þessa dagana. Þar eru þeir 2-1 undir í rimmu við Uppsala en vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í undanúrslit. „Þetta lið var líklegast fyrir tímabilið en lenti svo í miklum meiðslum. Þeir eru sigurstrang- legri í rimmunni en við eigum góðan möguleika. Við erum ekki hættir,“ segir Hlynur en ansi margir afskrifuðu Sundsvall er það lenti í miklum fjárhagsvand- ræðum fyrir áramót. Fyrir vikið varð félagið að senda Bandaríkjamanninn í liðinu heim og hætt var við að fá liðsstyrk eftir áramót eins og annars hefði verið gert. „Við erum ekki með mikla breidd en samt fínir. Þetta hefur verið öðruvísi áskorun eftir að for- sendur breyttust svona hjá okkur. Það hefur verið önnur stemning og í raun léttara yfir mönnum. Það er svona „engu að tapa“-fílingur í mönnum. Við höfum allt að vinna. Það var mjög gott að ná fjórða sæti í deildinni eftir allt saman.“ Hlynur segir að það hafi verið dráttur á launagreiðslum síðan fjárhagsvandræðin byrjuðu. Laun- in hafi þó alltaf skilað sér á end- anum. „Þetta verður djöfulsins barátta hjá þeim í framhaldinu ef ég á að vera heiðarlegur. Það hefur ekki komið neinn sterkur styrktar aðili. Við hefðum alveg getað notað einn útrásarvíking núna. Það hefði lík- lega bara þurft einn til þess að bjarga þessu,“ segir Hlynur og bætir við að félagið hafi tapað fleiri styrktaraðilum en það hafi fengið enda var umræðan í kring- um það mjög neikvæð í talsverðan tíma. Landsliðsmaðurinn reiknar með því að félagið þurfi að keyra á svipaðan hátt næsta vetur og gert hefur verið seinni hluta tímabils- ins enda ekki kominn neinn pen- ingur. Sjálfur á hann eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og hann er til í að virða hann enda líður honum vel í Sundsvall. „Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa. Ef þeir vilja halda mér þá er ég meira en til í að vera áfram. Það skiptir ekki öllu máli að vera í liði sem er líklegt til að vinna. Það skiptir líka máli að það sé gaman í vinnunni. Það eru fínir gaurar í liðinu og gaman hjá okkur.“ henry@frettabladid.is Höfum allt að vinna Körfuknattleikskappinn Hlynur Bæringsson var valinn besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar annað árið í röð. Hlynur segir stemninguna hjá Sundsvall vera skemmtilegri eft ir að liðið lenti í fj árhagskröggum. ÖFLUGUR Hlynur er í miklum metum í Svíþjóð og var valinn besti varnarmaðurinn annað árið í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Guðmundur Guðmundsson kom fram hefndum gegn Talant Dujshebaev í gær eftir uppákomuna ótrúlegu á dögunum þegar spænski þjálfarinn sakaði Guðmund um dónaskap og sló hann í punginn eftir fyrri leik Rhein- Neckar Löwen og pólska liðsins Kielce í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kielce vann fyrri leikinn, 32-28, á heimavelli en Ljónin unnu fjögurra marka sigur, 27-23, í Þýska- landi í gærkvöldi og fóru áfram á útivallamarka- reglunni. Það ætlaði allt um koll að keyra hjá leikmönnum liðsins þegar lokaflautið gall. Stefán Rafn Sigurmannsson var frábær í liði Löwen í gærkvöldi og skoraði fimm mörk en Alexander Petersson skoraði tvö mörk. Þórir Ólafsson skoraði einnig tvö mörk fyrir Kielce sem er úr leik. - tom Sæt hefnd hjá Guðmundi SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.