Fréttablaðið - 01.04.2014, Blaðsíða 6
1. apríl 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hversu mikill hluti iðgjalda vegna
slysatrygginga við heimilisstörf fór í
bætur í fyrra?
2. Hver leikstýrir heimildarmynd um
Regnbogamanninn?
3. Hvað voru mörg börn ættleidd til
landsins 2008 til 2012?
SVÖR:
1. Þriðjungur. 2. Marsibil Jóna Sæmundar-
dóttir. 3. 81.
FORVARNIR Samtökin Blátt áfram
fagna tíu ára afmæli þessa dag-
ana.
Samtökin eru ein af fáum
sem snúa að forvörnum gegn
kynferðislegu ofbeldi gagnvart
börnum og hafa aðrar þjóðir
leitað til samtakanna til að
kynna sér aðferðafræðina sem
þau nota, þar á meðal fólk frá
Grænlandi og Ungverjalandi.
Þessa dagana eru níu manns frá
Lettlandi á námskeiði hjá sam-
tökunum.
„Við erum búin að fræða 35
þúsund manns á síðustu tíu
árum og þannig ná til tíu pró-
senta þjóðarinnar. Við sjáum
árangurinn í þeirri vitundar-
vakningu sem hefur orðið
varðandi þessi mál á tiltölu-
lega stuttum tíma,“ segir Svava
Björnsdóttir, ein stofnenda Blátt
áfram og varaformaður.
Svava segir næst á dagskrá
að búa til íslenskt fræðsluefni
sem er sérstaklega ætlað full-
orðnu fólki. „Við viljum einbeita
okkur að fullorðna fólkinu enda
liggur ábyrgðin hjá því. Sérstak-
lega er mikilvægt að foreldr-
arnir fái fræðslu og munum við
bjóða upp á fyrirlestra fyrir þá
núna í apríl af tilefni alþjóðlegs
mánaðar gegn ofbeldi gagnvart
börnum.“
- ebg
Blátt áfram fagnar tíu ára afmæli í mánuði gegn ofbeldi gagnvart börnum:
Hafa frætt 35 þúsund manns
STOFNANDI BLÁTT ÁFRAM Svava
Björnsdóttir heldur þessa dagana nám-
skeið fyrir níu manns frá Lettlandi.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ALÞINGI Sjávarútvegsráðherra lagði
ekki fram frumvarp um breytingar
á lögum um stjórn fiskveiða eða um
veiðigjöld í gær eins og vænst hafði
verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var
síðasti dagur til að leggja fram ný
þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí,
án þess að leita afbrigða. Annað
frumvarp sem beðið hafði verið
eftir með nokkurri eftirvænt-
ingu kom heldur ekki fram. Það
er frumvarp um gjaldtöku á ferða-
mannastöðum.
Þegar gerðar voru breytingar á
lögum um veiðigjöld í fyrra voru
þau til eins árs. Að sögn þing-
manna er því ljóst að það verður
að nota ákvæði þingskaparlaga um
afbrigði til að leggja fram veiði-
gjaldafrumvarp fyrir þinglok svo
ný lög geti tekið gildi þegar nýtt
fiskveiðiár gengur í garð fyrsta
september næstkomandi.
Annað mál sem beðið hefur verið
eftir en hillir ekki undir er frum-
varp um afnám verðtryggingar.
Á þingmálaskrá ríkisstjórnar-
innar voru á annað hundrað mál.
Það styttist í þinglok, nú eru
tólf þingfundardagar eftir áður en
Alþingi fer í sumarfrí um miðjan
maí.
Rúmlega 80 mál bíða umræðu
í þinginu. Stærstu málin eru leið-
rétting verðtryggðra húsnæðislána
og frumvarp um séreignarsparnað.
Þá er umdeild þingsályktunartil-
laga utanríkisráðherra um að slíta
aðildarviðræðum við Evrópusam-
bandið til umfjöllunar í utanríkis-
málanefnd og kemur væntanlega til
annarrar umræðu í þinginu í kring-
um páska.
Félags- og húsnæðismálaráð-
herra lagði fram eitt af stóru mál-
unum sínum í gær, um húsaleigu-
bætur.
Af málum sem efnahags- og fjár-
málaráðherra lagði fram má nefna
frumvarp um eiginfjárviðmið Seðla-
banka og frumvarp um breytingar á
lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja
frumvarpið sem kom úr fjármála-
ráðuneytinu er frumvarp til laga um
opinber fjármál. johanna@frettabladid.is
Rúmlega áttatíu
mál bíða umræðu
Lokadagur til að leggja fram ný þingmál án þess að leita afbrigða var í gær. Ekki
kom fram frumvarp um veiðigjöld eða um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.
Ekkert bólar heldur á frumvarpi um gjaldtöku á vinsælum ferðamannastöðum.
„Ég er ekki viss um að ríkisstjórnin hafi styrkt stöðu sína
síðustu daga, þrátt fyrir frumvörp sem eiga að taka á
skuldavanda heimilanna,“ segir Gunnar Helgi Kristins-
son, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
„Það er komið eitthvað frá stjórninni um flest þau
mál sem hún lagði upp með nema það hefur ekki
komið frumvarp um afnám verðtryggingarinnar sem
er gríðarlega flókið og vandasamt mál,“ segir Gunnar
Helgi.
Hann segist telja að margir sem bjuggust við miklu
varðandi niðurfellingu skulda verði fyrir vonbrigðum
þegar þeir kíkja í skuldaleiðréttingarpakkann.
EKKI STYRKT STÖÐU SÍNA
EIRÍKUR
TÓMASSON
ÞINGMÁL RÍKISSTJÓRNARINNAR
■ Frumvarp til laga um leiðréttingu
verðtryggðra fasteignalána.
■ Frumvarp til laga um séreignar-
sparnað.
■ Frumvarp til laga um breytingar á
lögum um húsaleigubætur.
■ Frumvarp til laga um eiginfjár-
viðmið Seðlabanka Íslands.
■ Frumvap til laga um breytingar á
lögum um fjármálafyrirtæki.
■ Frumvarp til laga um breytingar
á lögum um tekjuskatt, stað-
greiðslu opinberra gjalda og fleira
■ Tillaga til þingsályktunar um
fjögurra ára samgönguáætlun
fyrir árin 2013 til 2016.
■ Frumvarp um stjórn fiskveiða
(aflamarkskerfi)
■ Frumvarp um veiðigjöld
■ Frumvarp til breytinga á dóm-
stóla- og réttarfarslögum vegna
millidómstigs.
■ Frumvarp til laga um gjaldtöku
í ferðaþjónustu.
■ Frumvarp um ríkisolíufélag.
■ Frumvarp til laga um stað-
göngumæðrun í velgjörðar-
skyni.
■ Frumvarp um hamfarasjóð.
■ Frumvarp um húsnæðismál
(lyklafrumvarp).
➜ Frumvörp sem búið
að leggja fram
➜ Frumvörp sem ekki er
búið að leggja fram
ÞARF LEYFI ÞINGSINS
Ef ríkisstjórn eða þingmenn ætla að
leggja fram ný lagafrumvörp eftir
fyrsta apríl þarf meirihluti Alþingis
að samþykkja framlagningu lagafrum-
varpsins. Frumvarp sem lagt er fram
með afbrigði þarf að bíða í fimm
daga í þinginu áður en það er tekið
til umræðu. Ef mikið liggur við, til
dæmis ef um mikla vá er að tefla, er
hægt að fara fram á flýtimeðferð og
er frumvarpið þá tekið til tafarlausrar
umræðu.
STÓR MÁL BÍÐA
Þingmenn verða
að halda vel á
spöðunum ef á
að nást að ljúka
mörgum stórum
málum sem bíða
afgreiðslu áður en
þing fer í sumarfrí
um miðjan maí.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL.
VEISTU SVARIÐ?
Nýtt lyf sem verkar bæði gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Nýtt!